Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 15
25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 taka út þroskann; verða betri og betri og betri. Auðvitað spilar vinnusemi þar inn í, en líka sjálfstraust og fleira. Og að vera fengin einhver ábyrgð sem maður stendur undir og þá stækkar fólk um eitt númer.“ Veruleikinn fer ekki með inn á svið Valur neitar því ekki þegar blaðamaður spyr hvort leikarastarfið snúist ekki dálítið um að láta sem allt sé í himnalagi hjá manni á sviðinu þótt manni líði jafnvel alveg djöfullega. „Óneitanlega er það svolítið þannig. Maður leikur við alls konar aðstæður og getur ekki tek- ið veruleikann með sér inn á leiksviðið eða hvernig manni líður þann daginn. Ég lék dauð- vona mann daginn sem pabbi dó. Það var erfitt.“ Hann þagnar um stund. „Þá var ég að leika í Dúkkuheimilinu í Borg- arleikhúsinu. Pabbi hafði dáið um nóttina og ég var hjá honum morguninn eftir með fjölskyld- unni og svo var sýning um kvöldið. Ég þorði ekki að segja félögum mínum í leikhúsinu tíð- indin því ég var ekki viss um að ég myndi kom- ast þá í gegnum sýninguna svo ég hélt því bara fyrir mig til að halda andliti. Mér hefði þótt erf- iðara ef félagar mínir hefðu vitað þetta og látið það einhvern veginn fara inn í sýninguna. Þetta voru svo tengdar kringumstæður. Í leikritinu var dauðvona maður, sem ég var að leika, og hann var að kveðja vini sína í partýi. Ég þurfti bara að setja lokið á tilfinningarnar en það var mjög strembið. Þetta er með því erfiðara sem ég hef glímt við.“ Valur var líka að leika í leikhúsinu á þeim tíma sem mamma hans lést, en hún lést sex ár- um á undan manni sínum. „Mamma dó mjög skyndilega og ég var hjá henni þegar hún dó. Hún var bara 74 ára og mjög hress svo þetta var mikið og snögglegt áfall. Hún fékk heila- blæðingu á miðvikudegi og dó á laugardegi. Þá var ég að leika í Kardimommubænum og við vorum með sýningu nokkrum dögum eftir að mamma dó. Það fór mikill fókus í að reyna að halda utan um pabba og láta hans líf vera bæri- legt. Við vorum örugglega búin að sýna fimm- tíu, sextíu sýningar en þarna lenti ég í því að muna ekki textann við lagið sem ég hafði sung- ið í hverri sýningu án nokkurra vandræða. Ég byrjaði að syngja, en eftir örfáar hendingar mundi ég ekki meira af textanum. Bara ekki neitt. Ég lallaði mig í gegnum þetta en komst aldrei aftur inn í lagið. Læknir sagði mér seinna að þegar maður tekst á við svona áfall fer heilinn í eitthvert survival mode og það er bara ekki aðgangur að svona upplýsingum á meðan heilinn er í slíku ástandi. En þetta hefur aldrei komið fyrir mig að detta svona út, ekki svona mikið allavega.“ Allt sem er frábært Í leiksýningunni Allt sem er frábært fer Valur Freyr með hlutverk manns sem er aðeins sjö ára þegar móðir hans reynir í fyrsta, en ekki síðasta, sinn að svipta sig lífi. Drengurinn bregst við með því að búa til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því. Til að byrja með rata inn á listann einfaldir hlutir eins og ís með dýfu og að mega horfa frameftir á sjónvarpið, en listanum deilir drengurinn með móður sinni í von um að geta bjargað lífi hennar. Tuttugu árum síðar er list- inn í fullu gildi og hefur lengst svo um munar í áminningu um það að gleðina er vel hægt að finna í hlutum sem virðast léttvægir. Valur seg- ir að hlutverkið sé eitt af draumahlutverk- unum, þótt hann hafi ekki vitað það fyrr en hann byrjaði að leika það og sér þyki vænt um verkið. „Þegar ég las handritið fékk ég strax mjög sterka tilfinningu fyrir því að þetta væri eitt- hvað sem mig langaði til að leika. Það hafði í raun kannski með innihaldið að gera. Erindi verksins og innihald er mjög framarlega í verk- inu. Umfjöllunarefnið er viðkvæmt; þunglyndi og samband móður og sonar og föður og sonar, tengsl og tengslaleysi. Þessi hræðilegi sjúkdóm- ur, þunglyndi, er ekki beint efni sem manni finnst líklegt að tekið sé fyrir á gamansaman hátt; en mér fannst það svo skemmtilega tæklað í verkinu. Og svo þekki ég þunglyndi úr mínu nærumhverfi, úr fjölskyldunni minni og fjöl- skyldu konunnar minnar. Mér fannst þetta efni þess eðlis að það ætti skýrt erindi. Ég fæ alltaf eitthvað til baka eftir hverja sýningu sem annað hvort veltir upp nýjum fleti eða kemur mér skemmtilega á óvart. Svo fæ ég bara svo sterk viðbrögð frá fólki sem hefur sjálft reynslu af þessum hlutum. Þetta virðist opna einhver hólf hjá fólki og þá fær maður svo mikið til baka og það er ekkert oft sem maður fær það á tilfinn- inguna að þessi vinna geti raunverulega haft áhrif til breytinga hjá fólki og hjálpað því að opna fyrir eitthvað sem hefur kannski verið lok- að mjög lengi. Það er bara stórkostlegt.“ Tæmist orkutankurinn ekki? „Það er misjafnt eftir sýningum. Í þessari sýningu er þetta vissulega erfiðast tilfinninga- lega. Allt sem er frábært er sýning þar sem maður þarf að vera opinn í báða enda; bæði fyrir salnum, svona í beinu samtali við hann, en svo þarf maður líka að vera opinn fyrir þeim tilfinn- ingum sem koma. Ég finn það alveg eftir á að það fer talsverð orka í svona sýningu. En ég fæ mjög mikið út úr henni líka.“ Gardínur hugans Valur segist hafa undirbúið sig fyrir hlutverkið með því að tala við fagfólk og fólk í Pieta- samtökunum, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, og auk þess hafi hann talað við fólk í kringum sig. „Ég hélt að það að missa foreldri úr sjálfsvígi væri mjög sértæk reynsla en bara í kringum mig og þá sem voru að vinna sýn- inguna þekktum við fimm, sex manns sem höfðu upplifað það.“ Hann segist aðspurður vissulega hafa heyrt fólk tala um að þeir sem fremji sjálfsmorð geri það í eigingirni en fólk verði að átta sig á því að það ákveði enginn að verða þunglyndur eða fyll- ast af kvíða. „Þessi andlegu veikindi eru ansi dimmar gardínur og þegar þær eru dregnar al- veg fyrir og ljósið kemst ekki inn, þá er þetta mjög skiljanlegt. Og í öllum tilvikum er ein- staklingurinn með þá hugsun, sem er samt auð- vitað svo röng, að hann sé í rauninni að gera sín- um nánustu greiða. Af því að ljósið bara á enga leið inn. Sú hlið sjálfsvíga sem ég þekkti minnst var sú að aðstandendur upplifa mjög oft að þeir hafi brugðist og þetta sé á einhvern hátt á þeirra ábyrgð og þeir hefðu átt að gera svona eða hinsegin. Fólk hefur jafnvel bara ekki áttað sig á sjúkdómnum. Auðvitað er þetta persónu- bundið og misjafnt eftir aðstæðum en fólk virð- ist geta falið svona líðan ótrúlega vel. Fólk er jafnvel í fullri vinnu og nær að fela fyrir sínum nánustu að það er algjört svartnætti í höfðinu. Sem er erfitt. Og skömm er rosa stór þáttur í þessum sjúkdómi. Þú skammast þín fyrir að líða svona, fyrir að vera ekki þakklátari fyrir það sem þú hefur og svo framvegis.“ Valur segir að hægt sé að draga heilmikinn lærdóm af sýningunni. „Í fyrsta lagi held ég að hægt sé að öðlast ákveðinn skilning á þessu fyrirbæri; að það er enginn sem velur sér þetta,“ segir Valur og leggur áherslu á orð sín. „Það er enginn sem velur sér að vera ofsakvíðinn. Enginn velur sér að vera þunglyndur. Þeir sem hafa lent í alvar- legu þunglyndi myndu ekki óska versta óvini sínum þess. Það er ömurlegt ástand. Við hin sem erum blessuð með því að glíma ekki við slíkt svartnætti verðum einhvern veginn að veita viðkomandi skilning á þessu ástandi. Ekki endilega að vera að ýta á fólk að gera eitthvað, eins og að fara út í labbitúr eða í bíó, heldur bara vera til staðar og staðfesta líðan þess. Vera þannig einhvers konar spegill fyrir viðkomandi. Segjast til dæmis skilja að viðkomandi sé veikur en maður sé til staðar þegar hann er tilbúinn að nýta aðstoðina og vera til staðar bæði þegar við- komandi er veikur og líka þegar hann er að stíga upp úr því. Og ég held að það að gera lista yfir það sem manni finnst gott í hversdeginum, eins og að fá sér heitt kakó, eða skríða upp í rúm í hreinum rúmfötum, sé bara stórkostlegt.“ Áskorun til lesenda Kaffið er búið úr bollunum okkar Vals þegar starfsmaður kaffihússins tilkynnir að búið sé að loka. Við röltum því saman út í myrkrið sem hefur smám saman orðið dekkra frá því við heilsuðumst í upphafi viðtalsins. Við erum sam- mála um að það sé auðvelt að glíma við alls kon- ar sveiflur í myrkrinu á Íslandi. Eigum við ekki bara að skora á lesendur að gera svona lista yfir allt sem er frábært? „Jú, ég held það. Það alla vega skaðar ekki. Sálfræðingur sem kom að sjá sýninguna talaði um að hann léti skjólstæðinga sína, bæði börn og fullorðna, gera lista; skrifa tíu hluti sem þeir væru sjálfir góðir í. Hann sagði mér að börnin kvörtuðu yfir því að tíu hlutir væru of lítið, þau vildu gera meira. En fullorðna fólkið átti erfitt með að ná upp í fimm. Mér fannst það athyglis- vert. Við erum svo dugleg að beita svipunni á okkur; finnast við alltaf léleg í öllu og ómöguleg. Ég skora á lesendur að gera lista yfir fimm hluti sem þeim finnst gaman eða gott að gera í lífinu. Og skrifa niður fimm jákvæð atriði sem þeim finnst vera jákvæð í eigin fari.“ Að svo sögðu kveður blaðamaður Val Frey á bílaplaninu við Kjarvalsstaði. Í svartamyrkri sem umlykur allt. Samt kemst birtan að. Sem betur fer. Hlutverkið í Allt sem er frábært er eitt af draumahlutverkum Vals, þótt hann hafi ekki vitað það fyrr en hann fór að leika það. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.