Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 36
Ú rval mynda sem tengj- ast rapptónlist og hipphoppi er hvað mest en þó er hægt að fræðast um allt frá David Bowie til James Browns með viðkomu hjá Ninu Simone og Bítl- unum. Saga tónlistar tengist svo mörgum samfélagsbreytingum síð- ustu áratuga og gaman er að skoða þessa tíma frá sjónarhóli tónlistar- fólksins.  Stretch and Bobbito: Radio that Changed Lives (2015) Snemma á níunda áratugnum var óvíða fjallað jafn mikið í útvarpi um rapptónlist eins og í þættinum The Stretch Armstrong and Bobbito Show. Ungir listamenn leituðu í þátt- inn til að sanna sig og margir þeirra urðu síðar heimsþekktir. Sagan er sögð í gegnum viðtöl við m.a. Jay Z, Nas, Raekwon og Busta Rhymes.  Rapture (2018) Alls eru þættirnir átta en hver og einn fjallar um einn ákveðinn tónlistar- mann úr hipphoppi. Á meðal þeirra sem fjallað er eru Nas, Rapsody, T.I., og A Boogie. Þættirnir greina frá því hvernig tónlistarmennirnir takast á við frægð og frama. Gefin er innsýn inn í fjölskyldulíf þeirra og innri baráttu en á sama tíma eru þeir sýndir koma fram á troð- fullum leikvöngum. Ennfremur er tekið fyrir hversu mikil áhrif þessi tónlistartegund hefur haft á tónlist- arsenuna á heimsvísu.  What Happened, Miss Simone? (2015) Þessi heimildarmynd um tónlistar- konuna og baráttukonuna Ninu Sim- one hlaut mjög góðar viðtökur gagn- rýnenda þegar hún var frumsýnd en henni er leikstýrt af Liz Garbus. Myndin fjallar um margt það sem Simone þurfti að takast á við í lífi og starfi eins og kynþáttahatur, kynja- misrétti og heimilisofbeldi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.  Bowie: The Man Who Changed the World (2016) Titillinn er við hæfi því David Bowie var sannarlega tónlistarmaður sem hafði mikil áhrif á þróun rokk- tónlistar. Leikstjórinn Sonia And- erson blandar saman brotum úr við- tölum við Bowie sjálfan auk viðtala við þá sem þekktu Bowie persónu- lega. Myndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að innihalda of mörg viðtöl og of lítið af tónlist en þykir engu að síður áhugaverð, að minnsta kosti fyrir hörðustu aðdáendur, sem eru margir.  Hip-Hop Evolution (2016) Rakin er saga þess hvernig hipphopp varð einhver vinsælasta tónlistarteg- und í heimi í átta þáttum og er áhersl- Taktfastar tónlistarmyndir Fyrir áhugafólk um tónlist er mjög gaman að horfa á kvikmyndir sem tengjast tónlistar- fólki, hvort sem þær fjalla um ákveðnar hljómsveitir eða tón- listartegundir. Hér verður fjallað um tíu titla sem alla er hægt að nálgast á íslenska Netflix, allt frá heim- ildarþáttum yfir í myndir í fullri lengd. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AFP  WWW. fridaskart.is Fríða skartgripahönnuður fridajewels Skólavörðustíg 18 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 LESBÓK TÓNLIST Þekkt hljóðfæri úr rokktónlistarsögunni verða til sýnis í Metropolitan Museum of Art í New York. Sýningin verð- ur opnuð 8. apríl á næsta ári og verður fyrsta sinnar tegundar sem helguð er rokkhljóðfærum á stóru safni. Sýningin ber nafnið Play it Loud: Instruments of Rock and Roll og verða á henni fleiri en 130 hljóðfæri sem hafa verið not- uð af listamönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Jimi Hendrix, Metallica, Jimmy Page, Steve Mill- er, St. Vincent og The Rolling Stones. Þessi hljóðfæri, sem gerðu rokkhljómnum kleift að þróast, verða frá ára- bilinu 1939 til 2017. Á meðal gripanna verður Frankenstein- gítar Eddies Van Halen og Blackie hans Erics Clapton. Til við- bótar verða þarna m.a. Moog og Hammond-hljómborð úr eigu Keith Emerson og trommusett frá Keith Moon. Þekkt rokkhljóðfæri sýnd KVIKMYNDIR Tim Allen upplýsti í samtali við Jimmy Fallon í The To- night Show að Keanu Reeves færi með hlutverk í Toy Story 4. Allen, sem talar fyrir Bósa ljósár í leikfangasögumyndunum, gaf í skyn að Reeves færi með nokkuð stórt hlutverk en þó væri þetta ekki eins stór per- sóna og Bósi. Allen bætti við að fjórða mynd- in væri „djúp og hreyfði við manni“. Fyrsta sýnishornið úr myndinni var frum- sýnt í síðustu viku. Þá var upplýst um nýja persónu, Forky, sem er blanda af skeið og hníf en hefur verið breytt í leikfang. Grínist- inn Tony Hale talar fyrir Forky. Keanu Reeves í Leikfangasögu 4 Stilla úr Toy Story 4, sem frumsýnd verður næsta sumar. Á meðal gripanna verður Fran- kenstein-gítar Eddies Van Halen.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.