Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 16
Að refsa börnum, líkamlega og andlega er þekkt úr sögu landsins en á 20. öldinni varð sam-
félaginu ljóst hve hart og miskunnarlaust uppeldi margra barna hafði verið og þessu yrði að
linna. Þó eimdi eftir af því viðhorfi að foreldrar nytu þess sjálfsagða rétts að nota hirtingar
sem uppeldistæki, langt fram eftir 20. öldinni.
1910
Sumir hirta börn með því að kippa í hár þeirra og
eyru, eða slá þau á hendurnar. Skárra er það en höf-
uðhöggin. En ekki þykir mér það nú samt fallegt. Hýð-
ingu með vendi á gamla staðinn, utan á fötin samt, tel
ég skásta hirtingu af líkamlegum refsingum.
(Skólablaðið, 10. tbl)
1943
En nú á dögum flytja sumir þann boðskap, að ekki
megi beita börn hörðu og jafnvel ekki banna þeim, en
það get ég sagt þessum mönnum, að þó að við tímum
ekki að sýna börnum okkar alvöru, þá tímir lífið því vel
og það hlífir þeim ekki, ef okkur hefur láðst að reyna að
gera þau að sæmilegum þegnum.
(Jörð, 4. tbl.)
1978
Margir foreldrar neita
því að þeir beiti börn sín
líkamlegu valdi, af því að
þeir slá ekki fast en
dangla bara laust í þau.
Allar tegundir af lík-
amlegri hegningu geta
hins vegar verið óskiljan-
legar og vakið hræðslu
hjá litlum börnum. Þetta
á líka við um hegningar-
aðferðir eins og að ein-
angra barnið og loka það
eitt inni í herbergi.
(Vikan, 51. tbl.)
Foreldrar og kenn-
arar litu það lengi
sem sjálfsagðan rétt
sinn að beita lík-
amlegum refsinum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Börn til að hirta
Börn hafa ekki alltaf átt að njóta utanumhalds. Raunar var viðhorfið fyrir áratugum að helsta
hættan í uppeldi væri of mikil umhyggja og ofeldi. Hættuástand gat skapast ef systkinahóp-
urinn var lítill, því þá fékk barnið of mikla athygli.
1926
„Þar sem fá börn eru, er líklegt að upp-
eldið verði verra vegna þess að þau alast
upp í meira eftirlæti. Þau verða oft mið-
punktar heimilanna, sem allt snýst um, og
því miður mun oft verða sá endirinn, að
þau verði húsbændur heimilanna, ráði yfir
fullorðna fólkinu. En gamall málsháttur
segir: „Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.“
Það er í ofeldinu að hættan liggur. Sú
hætta er miklu minni, þegar um mörg
börn er að ræða. Náttúran fær þá að ráða
meiru. Börnin ganga meira sjálfala.“
(Tímaritið Hlín, 1.tbl.)
1989
Verulegur hluti barna gengur sjálfala á
daginn og upplausn heimila og fjölskyldna
er vaxandi vandamál, fjölskyldutengsl
hafa rofnað í vaxandi mæli. Margir ræða
um að barnalán sé vandfundið í dag en oft-
ar en ekki væri nær að tala um að börnin
búi ekki við foreldralán.
Vandræði hafa hlotist af og kallað er á
aðstoð æ fleiri sérfræðinga og stofnana.
Vandann ber þó frekar að leysa með að
treysta fjölskylduböndin. Börnin þarfnast
öryggis, hlýju og leiðandi handa.
(Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, 1989)
Fyrsti snjórinn á Arnarhóli
kringum 1950. Áður þótti
það kostur frekar en ekki
að börn gengu sjálfala.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Eftirlæti eða umhyggja
BÖRN
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ný við-
horf til
barna
Ekki er ýkja langt síðan farið var að
líta á hlutverk, þarfir, skyldur og
réttindi barna nýjum augum. Tæp
þrjátíu ár eru síðan Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna var sam-
þykktur og er helsti samningurinn
sem gerður hefur verið með barna-
vernd að markmiði. Einn mikil-
vægasti hluti sáttmálans er að börn-
um voru tryggð réttindi sem
einstaklingum í stað þess að vera
eins konar „eign“ foreldra sinna.
Forvitnilegt er að skoða viðhorfs-
breytingar til barna eins og þær hafa
birst í tímaritum og bókum.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is