Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 12
Leikarastarfið gengur vissulega út á það að fá leikhúsgesti til að trúa því sem fram fer á sviðinu. Og sýningin verður að halda áfram, hvað sem á bjátar á í einkalífi leikaranna. Valur Freyr Einarsson lék dauðvona mann daginn sem faðir hans lést og skorar á lesendur að gera lista yfir allt sem er frábært í lífinu og gerir það þess virði að lifa því. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Þ að er farið að rökkva þegar blaða- maður sest niður með Vali Frey á kaffihúsi Kjarvalsstaða. Valur seg- ist vera að koma beint af æfingu í Borgarleikhúsinu þar sem hann æfir fyrir Ríkharð III sem frumsýnt verður á stóra sviðinu um jólin. Auk þess að vera að æfa fyrir það átakaverk sýnir Valur einleikinn Allt sem er frábært á litla sviði Borgarleikhússins, sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda og leik- húsgesta. Blaðamaður sá verkið nokkrum dögum áður en viðtalið fór fram og viðurkennir fyrir Vali að hann hafi þurft að minna sig á að einleikurinn væri eftir erlendan höfund. Svo sannfærandi hafi leikur Vals verið að halda mætti að hann væri að segja sína eigin sögu. „Það er gaman að heyra. Og þannig á það að vera, “ segir Valur, „Höfundurinn, Duncan Macmillan, er breskur en Kristín Eiríksdóttir, sem þýddi verkið, stað- færði sumt. Annað staðfærðum við Ólafur Egilsson, leikstjóri, og breyttum; til dæmis því sem var of breskt á listanum. Við fundum ein- hvern staðgengil sem virkaði fyrir okkur, okkar samfélag og okkar tíma. Auk þess þurfti það að passa við minn aldur svo þetta gengi allt saman. Þeir sem ekki þekkja til, vita í rauninni ekki hvort þetta er mín saga eða einhvers annars og þannig á þetta að virka.“ Hilmir Snær kynti undir hégómaskapnum Valur fæddist árið 1969 í Fossvoginum í Reykja- vík, yngstur fimm bræðra, en fjölskyldan flutti í Garðabæ þegar hann var tveggja ára. Eftir grunn- skóla lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, MR. „Mig langaði í Versló, því þrír elstu bræður mínir höfðu farið þangað; þar var líka kórinn og nemendafélagið sem ég var eitthvað spenntur fyrir. En svo var svo mikil aðsókn í Versló að ég komst ekki inn og eina sem ég vissi var að mig langaði alls ekki að fara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Ég var búinn að vera með sama fólki í skóla frá því ég var sex ára og vildi komast í annað umhverfi. Ég hafði haft MR til vara ef ég kæmist ekki inn í Versló, að hluta til af því að bróðir minn, sem er ári eldri en ég, hafði verið þar.“ Valur segir að líklega hefði annar skóli hent- að honum betur námslega, sérstaklega þar sem mikil áhersla er lögð á stærðfræði í MR sem var ekki hans sterkasta hlið. En hann komst í gegn- um námið og uppgötvaði nýjan áhuga á árunum í MR. „Ég vissi til dæmis ekki að ég hefði áhuga á íslensku og bókmenntum en fékk mikinn áhuga á þeim fögum og fór að lesa miklu meira en ég hafði gert áður.“ Námið sóttist ágætlega að sögn Vals. „Ef ég setti áhuga og orku í það þá gekk þetta þokkalega. En satt að segja gekk þetta allt út á það að ná bara. Ég hafði lítinn metnað með einkunnirnar. En um leið og það er skýrt hvað mig langar til að gera, þá held ég að það sé sterkur vilji hjá mér að klára dæmið. Þótt ég geri það ekki með neinum látum.“ Valur tók þátt í Herranótt, leiklistarfélagi Menntaskólans og segir áhugann á því hafa komið mjög náttúrulega. „Á fyrsta árinu mínu í MR höfðu þriðju bekkingar ekki leyfi til að vera í Herranótt en þá var ég plataður til að vera ljósamaður og kynntist Hilmi Snæ Guðnasyni, sem var líka á fyrsta ári en hafði fengið undan- þágu til að vera með og leika. Ég lék næstu tvö ár en þegar ég var svo kominn í sjötta bekk, á stúdentsárið, ætlaði ég að taka stúdentsprófin alvarlega og sóttist ekki eftir því að vera í Herranótt. Þá fékk Hilmir mig til að skipta um skoðun; hann kynti undir hégómaskapnum í mér og sagði að það vantaði einn góðan karlkyns leikara í hópinn. Ég sló til og sé ekki eftir því.“ Ætlaði að verða lögfræðingur á Benz Valur segist ekki kominn af leiklistarfjölskyldu og hann hafi ekki haft neina leiklistarbakteríu þegar hann var að alast upp í Garðabænum. „Þegar ég var tólf ára ætlaði ég að verða lög- fræðingur, því pabbi vinar míns var lögfræð- ingur og hann átti flottan Benz,“ segir Valur og skellir upp úr. „En svo var leikritið Gullna hliðið sett upp á svipuðum tíma. Þar lék ég Jón og það var svona í fyrsta sinn sem ég fékk á tilfinn- inguna að leiklist gæti verið skemmtilegt fyrir- bæri. En ekki þannig að ég sæi mig fyrir mér vinna við þetta. Ég man samt eftir því að við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í út- varpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því. Það fannst mér alveg rosalega skemmtilegt og ég hlustaði á alls konar leikrit sem voru nú kannski ekki öll beinlínis fyrir börn en samt fannst mér þetta mjög heillandi. Svo líklega hefur áhugi á þessu formi blundað ein- hvers staðar í mér.“ Í menntaskóla stefndi Valur á læknisfræði en segir að þegar hann hafi dottið inn í Herranótt hafi hugurinn farið að leita á önnur mið. Í raun hafi það samt ekki verið fyrr en hann var að út- skrifast úr MR sem hugmyndin um að fara í leiklistarskóla kom upp. Það hafa orðið einhver mistök! Eftir stúdentsprófið fór Valur í íslensku í Há- skóla Íslands og segir það hafa verið hugsað sem undirbúning fyrir inntökupróf í Leiklistar- skóla Íslands. Svo sótti hann þar um, fullviss um að hann myndi fljúga inn í leiklistarnámið. En sú varð ekki raunin. „Ég fór í inntökupróf í Leiklistarskólanum með vinum mínum, Hilmi Snæ og Benedikt Er- lingssyni, og okkur fannst þetta próf í raun bara formsatriði. Við komumst allir í sextán manna úrtakið en aðeins átta komust inn í skólann. Á þessum tíma var það þannig að maður mætti upp í Leiklistarskóla þar sem inntökunefndin afhenti öllum sextán bréf þar sem átta fengu nei og átta já. Ég mætti aðeins of seint og flestir höfðu hlaupið út í horn til að opna sitt bréf. Ég var svo handviss um að ég hefði fengið já að ég opnaði mitt þarna úti á miðju gólfi fyrir framan nefndina. Svo sá ég bara að það stóð því miður þarna einhvers staðar í bréfinu þannig að ég rétti þeim það aftur og sagðist halda að ég hefði fengið vitlaust umslag. Það bara hvarflaði alls ekki að mér að ég kæmist ekki inn.“ Blaðamaður biðst afsökunar á því að hlæja heldur mikið að sögunni en Valur segir það í góðu lagi. „Þetta var mjög fyndið. En auðvitað var þetta skellur. Sérstaklega fyrir egóið. Þetta var svona fyrsti skellurinn en þessi vinna er hálfgerð röð af skellum,“ segir Valur og brosir. „Þetta var góður undirbúningur að því leyt- inu til. Svo var þetta bara holl lexía. Talandi um það að vita hvað maður vill. Þarna var leiklistin ennþá bara svona hugmynd. Svo gekk þetta ekki og þá þurfti ég að núllstilla mælinn aftur og skoða hvort þetta væri virkilega það sem mig langaði að gera.“ Valur segist hafa verið svo heppinn að fá vinnu í Sjónvarpinu sem aðstoðardagskrárgerð- armaður, eða skrifta. „Það var mikill lærdómur í því. Ég vann í alls konar dagskrárgerð; í barnaefni, hjá Hemma Gunn og svo vann ég tvo vetur með Arthúri Björgvini Bollasyni í menn- ingarþætti sem hét Litróf. Þetta var góður skóli fyrir mig. Ég kynntist fullt af góðu fólki, starf- andi listamönnum í ýmsum greinum, myndlist, ritlist, tónlist og leiklist og drakk í mig allt sem ég gat varðandi menninguna.“ Eftir tveggja ára starf hjá Sjónvarpinu ákvað Valur að fara utan í leiklistarnám og stefnan var tekin til Manchester á Englandi. „Það var bara Morgunblaðið/Eggert Leiklistin er langhlaup ’ Læknir sagði mér seinna aðþegar maður tekst á við svonaáfall fer heilinn í eitthvert survi-val mode og það er bara ekki að- gangur að svona upplýsingum á meðan heilinn er í slíku ástandi. „Ég var svo handviss um að ég hefði fengið já að ég opnaði mitt þarna úti á miðju gólfi fyrir framan nefndina. Svo sá ég bara að það stóð því miður þarna einhvers staðar í bréfinu þannig að ég rétti þeim það aftur og sagðist halda að ég hefði fengið vitlaust umslag. “ VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.