Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 35
25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
BÓKSALA 1.-20. NÓVEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason
2 BrúðanYrsa Sigurðardóttir
3 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson
4 Siggi sítrónaGunnar Helgason
5 ÞorpiðRagnar Jónasson
6 Jólalögin okkarÝmsir, Jón Ólafsson
7 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason
8 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir
9
Jól í Litla bakaríinu
við Strandgötu
Jenny Colgan
10 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir
11 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir
12 Fallegu lögin okkarÝmsir, Jón Ólafsson
13 Afmæli hjá LáruBirgitta Haukdal
14 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney
15 Henri – rænt í RússlandiÞorgrímur Þráinsson
16 MiðnæturgengiðDavid Walliams
17
Kaupthinking – bankinn
sem átti sig sjálfur
Þórður Snær Júlíusson
18 Beint í ofninnNanna Rögnvaldardóttir
19 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal
20
Flóra Íslands
Hörður Kristinsson, Jón
Baldur Hlíðberg og Þóra
Ellen Þórhallsdóttir
Allar bækur
Svik heitir ný spennusaga LiljuSigurðardóttur sem kom út ádögunum. Snemma í bókinni
tekur Úrsúla Aradóttir við embætti
sem utanþingsráðherra í ríkisstjórn
til eins árs. Henni mætir gagnrýni í
fjölmiðlum, eins og gengur, en at-
hugasemdir á netinu sem gerðar eru
við starf hennar eru öllu svæsnari og
beinast gjarna að því að hún sé kell-
ing sem skipti sér af málum sem
henni komi ekki við.
Lilja segist hafa skoðað það við-
mót sem mætir konum á netinu og
snemma hafi hún komist að því að
hún sé óvægnari en karlarnir þurfi
að þola.
„Orðræðan á Íslandi er ansi
grimm í garð stjórnmálamanna, en
hún er grimmari gagnvart kon-
unum. Karlmennirnir fá gagnrýni á
sig og störf sín en konurnar fá miklu
heiftúðugri gagnrýni jafnvel hatur.
Það er ekki bara frá körlum, heldur
líka frá öðrum konum. Stjórnmála-
konum umlíðst miklu minna, þeim
umlíðst síður að fara út af sporinu og
þeim umlíðst síður að taka umdeild-
ar ákvarðanir.
Mér blöskraði hvernig var talað
við þær af því að það er svo stutt í of-
beldið og þetta er eittvað sem hlýtur
að vera ofboðslega óþægilegt að
verða fyrir. Það fylgir því alltaf svo-
lítil ágjöf að bjóða sig fram í opin-
bert starf en það getur ekki verið að
það sé notalegt að einhver hóti að
nauðga þér. Mér fannst því tilvalið
að nota þetta í skáldsögu til þess að
setja pressu á söguhetjuna.
Hlutverk ráherrabílstjóranna er
líka orðið að vera svolítill lífvörður
núna af því að öll umræða hefur
harðnað og er orðin harkalegri – það
er hægt að fletta því upp á netinu
hvar einhver á heima og fara heim til
hans. Það hlýtur oft að fylgja því ótti
og þetta voru aðstæður sem ég vildi
setja þessa sögupersónu – það er
pressa úr öllum áttum og þessi
óþekkta ógn: það er einhver að
senda henni tölvupóst og skilja eftir
litla miða og hún veit ekki hvaðan
það kemur.“
– Í bókinni fléttar þú saman örlög-
um ólíkra persóna, ráðherra, skúr-
ingakonu, útigangsmanns – það er
gaman að sjá þessa þræði fléttast
saman eftir því sem líður á bókina.
„Mér hentar mjög vel að skrifa í
spennusögustíl þar sem maður
hoppar stöðugt á milli sjónarhorna,
á milli persónanna. Smám saman
byggist sagan upp á milli þessa
fólks, og það að fylgjast með fram-
vindunni jafnóðum og hún gerist
drífur söguna áfram. Ég er alltaf að
reyna að búa til frásagnartakt sem
verður eins og hjartsláttur sög-
unnar.
Mér finnst oft skemmtilegt að
gera þetta, að hoppa svona á milli,
og það er líka hluti af þessari sögu
að veruleikinn er ekki alltaf sá sami
eftir því hver segir frá og hvernig
veruleikinn lítur út frá sjónarhorni
fólks. Það er sérstaklega í kynferð-
isbrotamálum, þá eru svo oft tvær
algerlega ólíkar sögur af því sem
gerðist.“
– Síðast skrifaðir þú þríleik, en
þessi varð bara ein.
„Þetta átti að vera sería, en svo
bara kláraðist hún í þessari bók, alla
vega í bili. Það fór að leita á mig önn-
ur saga sem ég er að byrja á núna,
Þetta er lífrænt ferli, það er ekki
hægt að skipuleggja og segja nú
ætla ég að skrifa þrjár bækur og svo
allt í einu klárast allt púðrið í einni
bók.“
– Kláraðist í bili, segir þú.
„Já, hver veit nema hún dúkki upp
aftur.“
– Þannig að þú ert komin með aðra í
kollinn og ert að fara að byrja á henni.
„Já, ég er byrjuð á henni. Það er
svolítið löng saga þannig að hún fer
örugglega í einhverjar bækur, það
kemur bara í ljós. Maður vonar bara
það besta þegar maður leggur af
stað.“
Hjartsláttur sögunnar
Í Svikum segir Lilja Sigurðardóttir spennusögu af ráðherra í
utanþingsstjórn sem fær meðal annars að kenna á því hve
þjóðfélagsumræðan er fjandsamleg konum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lilju Sigurðardóttur hentar vel
að skrifa í spennusögustíl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Núna er ég að
lesa bók eftir
norskan höfund
að nafni Jon
Fosse: Morgun
og kvöld. Í fyrstu
átti ég erfitt
með að einbeita
mér að sögunni
því hann er ekki að eyða of
miklu púðri í punkta og komm-
urnar eru ekki endilega þar sem
maður þarf á
þeim að halda.
Þetta venst þó
furðu vel, ekki
síst þegar maður
finnur taktinn og
heyrir hreim
norska sjómanns-
ins. Textinn flæðir áfram með
endurtekningum enda er maður
að lesa hugsanir manns sem er
dálítið óviss um hvar í tilverunni
hann er staddur. Það er þessi
taktur sem heillar mig. Reyndar
held ég að það sé alltaf málfarið
og hrynjandin í textanum sem
fær mig til að lesa áfram og svo
auðvitað fléttan líka. Hjalti
Rögnvaldsson á heiðurinn af
þýðingunni.
ÉG ER AÐ LESA
Fríða Bonnie Andersen er rithöfundur
og sjúkraþjálfari.
Fríða
Bonnie
Andersen
Jon Fosse