Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
F
alsfréttir eru fyrirferðarmiklar og fjöl-
breyttar. Í styrjaldartíð er margt leyft
sem bannað er endranær. Áróðurs-
ráðuneyti skipar þá virðulegan sess og
„fréttir“ þess verða mikilvægur hluti
af stríðsrekstri. Þegar þjóð berst fyrir
frelsi sínu og tilveru gegn óvægnum andstæðingi yrði
leiðtogi sem setti gagnsæi í öndvegi talinn óforbetr-
anlegt fífl.
Öðruvísi háttar á friðarskeiðum.
Á stríðstímum væri „litli símamaðurinn“ fangels-
aður og í sumum löndum hengdur upp í staurinn sinn
án þess að gerður væri um það verulegur ágrein-
ingur. Á betri tímum er viðhorfið að nauðsynlegt sé
að vernda „uppljóstrara“ á vinnustað sem lekur upp-
lýsingum um vafasama hegðun forystu hans. Ekkert
er gert með það hvort sá „litli“ hafi í raun burði til að
leggja rétt mat á stöðuna né hitt hvað honum gekk
helst til.
Eiga Nixon og Felt margt að þakka
Tveir núlifandi menn urðu frægir ungir þegar þeir,
fyrir hartnær hálfri öld, birtu upplýsingar í blaði sínu
sem komu Nixon forseta bölvanlega. Sennilega er
ekki ofsagt að þeir eigi nær alla frægð sína Nixon og
„litla óþekkta manninum“ að þakka.
Í þrjátíu og þrjú ár var ekki vitað hvar litli mað-
urinn fékk sín laun. Hann fékk dularheitið Deep
Throat og fóðraði þá lagsbræður á sláandi upplýs-
ingum.
D.T. hafði allt frumkvæði að upplýsingagjöfinni
sjálfur. Blaðamennirnir tveir, Bob Woodward og
Carl Bernstein, unnu því í lottóinu án þess að kaupa
miðann. Þeir hafa síðan unnið vel úr sínu og hafa
skrifað í blöð og ekki síst bækur, og þá einkum
Woodward, sem hafa selst í milljónum eintaka. Þeir
vörðu heimildarmann sinn vel, ekki bara á meðan
hann lak sínum gullslegnu fréttum, heldur alla tíð.
Það var brýnt fyrir þá alla. Ella hefði frægð og frami
blaðamannanna fokið út í veður og vind. Og „litli
maðurinn“ sem lak átti mikið undir. Rimlarnir biðu ef
upp kæmist.
Sá litli stærri en ætlað var
En sá „litli“ var þó ekki jafn smár og oft þykir fara
best á í málum af þessu tagi. Þar fór sjálfur varafor-
stjóri Alríkislögreglunnar FBI, Mark Felt.
Sá hafði verið mjög háttsettur innan lögreglunnar
(þriðji valdsmaður á eftir J. Edgar Hoover og vara-
forstjóra hans og einkavin til margra ára.)
Mjög var um það rætt opinberlega að til stæði að
Felt tæki við þegar og ef J. Edgar dæi, eins og það
var gjarnan orðað. Svo fór að J. Edgar dó 77 ára
gamall og hætti hjá FBI við þau tímamót. En þvert á
allar spár var Mark Felt ekki hækkaður upp í stöðu
forstjóra. Hann var sár og reiður og virðist ekki hafa
haft annan tilgang en þann með lekum sínum að
grafa undan yfirmanninum í þeirri von að komast í
stöðu hans.
Þess vegna mætti halda því fram að Felt hefði not-
að þá Carl og Bob í vafasömum tilgangi, en það þarf
þó ekki að vera áfellisdómur um þá fyrir að taka þátt
í þeim leik.
Hvað ef? Og Nixon og Felt
Þótt fullyrðingar um „ef og hefði“ séu freistandi hafa
þær þann annmarka að ekki verður úr þeim getgát-
um skorið.
En það breytir ekki því að ýmsir hafa gefið sér það,
að hefði ekki verið „gengið fram hjá Felt“ kynni Nix-
on að hafa haldið velli og Felt sem forstjóri FBI
reynst honum drýgri en flestir.
En þessi mikla saga hefur hliðarskot sem eru
skondin. Því að 5 árum eftir fall Nixons var Mark
Felt sakfelldur fyrir að hafa, ásamt nokkrum öðrum
yfirmönnum FBI, heimilað ólögleg innbrot. Það var
meira en Nixon hafði gert. Og það er aukið krydd í þá
sögu að Richard Nixon sem fyrrverandi forseti bar
vitni í þágu Marks Felt til þess að knýja á um sýknu
hans. En það dugði ekki til og Mark Felt var sak-
felldur. Og þá kom kirsuberið á ístertu eftirréttarins
því að Ronald Reagan, þá nýkjörinn forseti, greip
pennann sinn og náðaði Mark Felt.
Og þetta var ekki allt því að Richard Nixon hafði
sett sig í samband við Felt eftir að málið gegn honum
hófst og bauð honum persónulegan fjárstyrk sinn til
að standa straum af málarekstrinum og var þó Nixon
ekki sérlega fjáður. Mark Felt hafði hafnað því boði.
Heimildir eru til um það að vinir Nixons hafi furðað
sig á þessu útspili og minnt hann á að í Watergate-tíð
hafi ýmsir innan Hvíta hússins talið að Mark Felt
væri einmitt sá sem læki upplýsingum. Nixon svaraði
því til að það myndi hann vel. Hann hefði raunar
sjálfur haft Felt ofarlega á sínum einkalista yfir
grunaða og bætti því svo við að þegar Felt hefði hafn-
að boði sínu um fjárstuðning hefði hann samstundis
fært hann í toppsætið yfir grunaða.
Leka lekið
Þrjátíu og þremur árum eftir hinn fræga leka var því
lekið í Vanity Fair að Mark Felt, háaldraður fyrrver-
andi lögegluforingi í FBI, þá til heimilis í Kaliforníu,
hefði verið „litla alríkislöggan“. Þá var öllu óhætt
enda allt fyrnt og Mark átti ekki langt eftir. Fjöl-
miðlar fögnuðu honum eins og velgjörðarmanni
mannkyns og lítt var minnst á að slettur væru á
þeirri glansmynd, að minnsta kosti ef grannt væri
skoðað. Á þeirri stundu þótti „fjölmiðlum“ ekki
ástæða til þess.
Þeir Bob Woodward og Carl Bernstein heimsóttu
þá þetta leynda lukkutröll sitt til Kaliforníu og kom á
daginn að Bernstein var þá að hitta Felt í fyrsta sinn.
Annar kafli og ekki betri
Nú er ofarlega í umræðu að óþægilega margt bendi
til þess (svo varlega sé talað) að sú klíka sem réð
mestu í Alríkislögreglunni FBI hafi tekið þátt í víð-
tæku samsæri um að koma Trump forseta frá völdum
á grundvelli sögusagna og „skýrslna“ sem FBI sjálft,
ásamt John Brennan CIA-forstjóra og fleiri hátt-
settum njósnaforingjum, hafi átt mestan þátt í að
setja saman og hafist var handa um nokkuð fyrir
kjördag í nóvember 2016, sem „varaáætlun“ ef svo
ólíklega færi að Trump ynni sigur þrátt fyrir allt.
Sumir talsmenn repúblikana hafa fullyrt að Brennan
hafi verið kommúnisti á árum áður. Brennan hefur
viðurkennt að hafa kosið frambjóðanda kommúnista
sem forseta árið 1976 ásamt 58 þúsund öðrum lönd-
um sínum en segist aldrei hafa gengið í þann flokk.
Þess má geta að Brennan var aðeins 21 árs þá.
Forspilið
Margt má segja um J. Edgar Hoover og margt hefur
verið satt sagt en sumt þó ofsagt. En Hoover var
jafnaðarmaður í þeim skilningi að forystumenn
demókrata og repúblikana höfðu jafnmikinn beyg af
honum.
Hann lét safna upplýsingum um stjórnmálalega
forystu Bandaríkjanna og þóttist hafa komist í sér-
lega feitt þegar skýrslur um þá bræður John, Róbert
og Edward Kennedy bárust.
Oft gældu forsetar Bandaríkjanna við að láta J.
Sá tapar sem
tekur hart á móti
staðreyndum
’
Fullyrt er að „hinir lægst launuðu“
hafi borið minna úr býtum en allir
aðrir seinustu árin. Það er ekki fótur
fyrir því. Vel má hafa þá skoðun að meira
hefði þurft en það er önnur saga sem
lýtur öðrum lögmálum.
Reykjavíkurbréf23.11.18