Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 26
● Ísinn við Rockefeller Center í New York er eitt þekktasta skautasvell borgarinnar og býður upp á almennan aðgang að svellinu, 90 mínútur í senn. Ekki er hægt að panta miða fyrirfram fyrir almenn- an aðgang heldur eru miðar aðeins seldir á staðnum en vilji fólk kaupa einhvern sérstakan pakka, svo sem morgunmat eða hádegismat á veit- ingastaðnum með aðgangi að skautasvellinu er hægt að skoða slíka pakka á heimasíðunni the- rinkatrockcenter.com en þar er einnig hægt að panta skauta- kennslu og jafnvel smá pláss á svellinu til að biðja elskuna sína til að giftast sér. Svellið opnar klukk- an hálfníu á morgnana og lokar á miðnætti. ● Skautasvellið við menningar- miðstöðina Somerset House í London var opnað fyrir rúmri viku og verður opið fram í miðjan jan- úar. Við svellið er fagurlega skreytt 12 metra hátt jólatré og er ýmis- legt við að vera, bæði á ísnum og svo við hliðina og óviðjafnanlegt að skauta við glæsilega bygginguna en um leið er hægt að drekka í sig list því fjöldi gallería er þar sem eru opin gestum alla daga. Þá er mjög huggulegur veitingastaður við svell- ið, Fortnum’s Lodge. ● Skautasvellið við National Gallery of Art í Washington er staðsett í höggmyndagarði safnsins og einstakt að skauta þar innan um stærðarinnar höggmyndir og lista- verk. Skautasvellið var opnað í vik- unni og verður opið alveg til 10. mars með þeim undantekningum að það er lokað ef rignir. Svellið er einn vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar á þessum tíma enda afar hátíðlegur andi á svellinu. Svellið er opið alla daga, frá klukk- an 10 á virkum dögum og 11 um helgar og er opið til 21 virka daga og sunnudaga. Á föstudögum og laugardögum er það er opið til 23. ● Í Berlín eru nokkur skauta- svell en það jólalegasta er það sem staðsett er á miðjum jólamark- aðnum á Alexanderplatz. Ekki er verra að það liggur í eins konar hring í kringum aðalkennileiti markaðarins; parísarhjólið. Upplagt er að fara og versla aðeins fyrst, fara á skauta og fá sér svo nokkrar bratwurst-pylsur en allt í kring eru sölubásar með heitum drykkjum og snarli. Einnig má benda á annað mjög fallegt svell við Potsdamer Platz í svokölluð „Winterwelt“ eða Vetrarheimi Berlínar. Það er frem- ur lítið, enginn aðgangseyrir og mjög vinsælt meðal barna. ● Þrátt fyrir að stærsta skauta- svell Vínarborgar opni ekki fyrr en á nýju ári, 19. janúar, er þess virði að bíða því það er töfrum lík- ast. Ráðhústorginu er þá breytt í stærðarinnar skautasvell sem er opið til 3. mars og fyrir framan Ráðhús borgarinnar er skautað frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin í al- gjörri paradís skautafólks en svellið er alls 8.000 fermetrar að stærð svo það er bæði hægt að fara sér Getty Images/iStockphoto Somerset House í London er eilítið hátíðlegt skautasvæði í umhverfi lista- miðstöðvarinnar og frábær veitingastaður við svellið. Ekki er alls staðar hægt að panta gamlan kastala á skautasvellið en ævintýra- heimurinn í aðalgarði Búdapest býður upp á einn slíkan. Skautað í erlendri jólastemningu Bíómyndirnar hafa margsinnis sýnt okkur rómantískar senur af skautasvell- um í New York, London, París og öðrum stórborgum um jólin. Hér er listi yfir nokkur yndisleg skautasvell á aðventunni sem er vel þess virði að prófa en á þeim flestum má líka skauta eitthvað fram í janúar. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Að renna sér á skaut- um í miðri stórborg er einstök tilfinning. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 FERÐALÖG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.