Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 17
Á fyrri hluta 20. aldar voru skrif um börn gjarnan á þá leið að þau mættu ekki verða frek. Ekki
mætti sýna of mikil atlot, passa upp á dekrið. Á síðari hluta aldarinnar komu uppeldisfræð-
ingar sem voru ekki sammála því að hægt væri að ofdekra börn með hlýju, það væri frekar
skortur á að foreldrar gæfu af sér og börnin yrðu óþekk af því, ekki dekri.
1911
Of mikið dekur gerir börnin heimtufrek og vanþakklát.
Best er að gefa börnum í hófi. Og jafnan lítið.
(Skólablaðið, 7. tbl.)
1971
Bernskudýrkun er tiltölulega nýtt fyrirbæri. [...] Barnið gerir
sér brátt ljóst, að allt snýst um það og að velferð þess skiptir gíf-
urlega máli. Sjaldan verður óskhyggjuávöxturinn eins og sáð
var til hans, og þegar deilur rísa, sér móðirin eftir fórnum sínum.
(Lesbók Morgunblaðsins, 11. tbl.)
2005
Miklu árangursríkara er
að dekra við börnin sín með
því að njóta samvista við
þau. Þegar maður er bara
lítill, er miklu skemmtilegra
að lita með mömmu og
pabba en að leika sér einn
með dót inni í herbergi.“
(Húgó Þórisson,
Morgunblaðið, 54. tbl.)
Faðir með barn á bakinu á úti-
markaði á Lækjartorgi 1978.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Passa „dekrið“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Börn voru hrædd úr hófi fram langt fram eftir öldum með alls kyns árum, púkum, tröllum,
djöflum, jólasveinum, útilegumönnum og hvers lags ljótum körlum en einnig líka yfirvaldinu
svo sem lögreglunni. Svo mikið var þetta og olli þvílíku sálarangri að dönsk yfirvöld sáu
ástæðu til að banna fólki að hræða börn, árið 1746, með óvættum á borð við jólasveinana. Það
stóð og stendur þó enn í fullorðnu fólki að hætta að hræða börn.
1910
Það þykja nú smámunir, að hræða börn með draugum og öðru því-
líku sem maður ekki trúir að til sé; að skrökva að þeim í gamni. Gera
margir það, og það foreldrarnir sjálfir, ef til vill sumir kennarar.
(Skólablaðið, 2. tbl.)
1936
Jeg segi börnunum, að guð sjái til þeirra, hvað sem þau geri og
heyri alt, sem þau segi; Jeg kenni þeim að sjeu þau góð komist þau
til guðs — en séu þau óþekk komi ljóti karlinn og taki þau.
(Viðtal við Þuríði Sigríðardóttur, sem setti fyrst á stofn
barnaheimili á Íslandi, Morgunblaðið)
Lögregla á spjalli við börn í
Smáíbúðahverfinu árið 1962.
Ekki lengur hrædd
1979
Það er sjálfsagð-
ur hlutur, að aldrei
skyldi hræða börn
með lögreglunni,
lækninum, kenn-
aranum, nágrönn-
um eða öðru því um
líku sem manni
kann að detta í hug
að grípa til.
(Vísir, 40. tbl.)
25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Kamilla Inga Ellertsdóttir er níu áraGarðbæingur. Hún telur fullorðna al-mennt vera afar gott fólk sem hugsar
vel um börn.
„Ef mér líður illa þá get ég sagt þeim frá
því sem er í huganum á mér og þau hjálpa.
Mér finnst fullorðið fólk skemmtilegt nema
þegar það skammar mig.“
Hvað finnst þér mikilvægt fyrir stjórn-
málamenn að vita um börn?
„Sko, það eru rosalega, rosalega margar
vinkonur mínar sem finnst rosalega óþægi-
legt að vera einar heima. Þá er miklu betra
að hafa meiri ljós úti því þá veit maður að það
er ekkert að fara að gerast. Ef við slökkvum
ljósin þá er alveg kolniðamyrkur. Ég er rosa-
hrædd ef ég er ein úti að labba í myrkri. Ég
hef alltaf endurskinsmerki, en það eru bara
bílarnir sem sjá það. Það þarf fleiri ljósa-
staura svo krakkar þurfi ekki að vera hrædd-
ir.“
Heldurðu að fullorðnir viti meira en
börn?
„Stundum ekki. Ég var einhvern tímann að
gera einhver reikningsdæmi heima og gerði
eitt dæmi alveg rétt. Þá var pabbi eitthvað
bara „hvað ertu að gera, hvað ertu að læra í
skólanum?“ Ég sagði honum að ég væri bara
að gera nákvæmlega eins og ég lærði í skól-
anum og allir eru búnir að kenna mér og
pabbi bara „nei, þú átt að gera svona aðferð“
og ég bara „nei pabbi, ég er að gera nákvæm-
lega eins og er búið að kenna mér og nota að-
ferð sem á að nota“ og ég sagði honum bara
að kíkja í símann sinn og reikna þetta þar.
Hann gerði það og þá var þetta bara allt
bandvitlaust hjá honum og mitt var rétt.“
Eru börn þá kannski oft klárari en full-
orðnir halda?
„Já, einhvern tímann vorum við í skólanum
og kennarinn sagðist ætla að koma með eitt-
hvað rosalega erfitt dæmi. Hún sagði að við
mættum taka okkur langan tíma í að reikna,
en við vorum bara búin strax. Hún hélt að við
þyrftum einhvern svaka tíma í þetta dæmi
sem var bara skítlétt.“
Hvað eiga foreldrar og börn að gera
saman?
„Bara vera saman, til dæmis á kvöldmatar-
tímanum. Ekki vera að standa upp til að tala
í símann. Þegar þú kemur heim úr skólanum
eða vinnunni þá á að gera eitthvað með fjöl-
skyldunni, ekki fara aftur að vinna. Á laugar-
dögum og sunnudögum á fjölskyldan að vera
saman.“
Er fullorðið fólk mikið í símanum?
„Já!“
Hvað er hægt að gera í því?
„Stytta rafhlöður á öllum símum þannig að
þeir verði fyrr batteríslausir. Og svo ætti að
taka þrjá klukkutíma að hlaða símann aftur.
Þá myndu þau ekki geta verið í símanum því
rafhlaðan væri svo stutt.“
Hvort heldur þú að sé betra að vera
barn 2018 eða þegar amma og afi voru
börn?
„Barn núna. Stundum var fólk svo fátækt í
gamla daga að það gat ekki fengið sér nógan
mat og fiskurinn var pakkaður inn í dagblöð.
Stundum þegar var hált þá voru ekki til vetr-
ardekk og þá runnu bara bílarnir eitthvað.
En samt, þá voru ekki svona margir alltaf í
símanum og tölvunni. Stundum var líka miklu
styttra á milli staða en núna. Það var kannski
bara lítill bær og allt var svona þétt og allir
gátu farið á milli.“
Ef þú værir forsætisráðherra og mættir
ráða, hvað myndirðu vilja gera fyrir börn?
„Byrja að stytta rafhlöður á símum og síð-
an myndi ég setja fleiri ljósastaura úti. Síðan
myndi ég gera hleðslutæki sem tekur þrjá
klukkutíma að hlaðast.“
Hefurðu áhyggjur af einhverju í heim-
inum?
„Sjávardýrunum og plastinu í sjónum, og
bílunum. Bensínbílunum, ekki rafbílunum.
Mér finnst að við ættum að nota minna
plast og nota meira rafbíla. Nú er miklu,
miklu, miklu meira af plasti í sjónum heldur
en af dýrum, því það eru öll dýrin að deyja
því við setjum svo mikið plast í sjóinn. Ef
hvalamamma borðar plast þá verður mjólkin
eitruð og síðan drekkur kálfurinn mjólkina
sem er eitruð þá deyr kálfurinn og mamman
líka.“
Finnst þér að við getum eitthvað gert í
þessu?
„Nota minna plast og ekki henda plasti út í
náttúruna.“
Finnst þér fullorðnir alltaf nógu duglegir
að hlusta á börn?
„Nei, ekki alltaf. Stundum eru þau svo upp-
tekin eitthvað. Ég byrja að tala og svo fara
þau eitthvað í símann, eitthvað að fikta í
vinnunni, og svo kemur annar að tala eitthvað
á sms-um. Svo fer ég að tala við pabba og þá
hringir einhver í hann og þá tekur kannski
bara alveg klukkutíma að klára símtalið.“
Þannig að fullorðnir eiga að hætta í sím-
anum og tala meira við börnin?
„Já!“
Með þessum orðum lýkur viðtalinu og sími
blaðamanns hringir. Tek upp símann og sendi
skilaboð á þann sem hringdi, sé svo önnur
skilaboð og svara þeim. Kamilla Inga setur í
brýrnar og segir með áherslu: „Það er ná-
kvæmlega þetta sem ég er að tala um. Þið er-
uð alltaf í símanum!“
Kamilla Inga Ellertsdóttir 9 ára
með yngri systur sinni Amelíu
Eddu Ellertsdóttur 6 ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fullorðnir þurfa að
hætta í símanum