Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 22
Ninna Stefánsdóttir var að senda frásér fallega bók þar sem tekið er fyrirhandverkið macramé en bókin ber nafnið Macramé – hnútar og hengi. Ljósmynd- irnar tekur Íris Dögg Einarsdóttir, sem vill svo til að er mágkona Ninnu. Í bókinni er farið yfir undirstöðuhnúta í macramé og sýnt skref fyrir skref hvernig hægt er að hnýta bæði vegghengi og blómahengi. Salka gefur út. „Ég er sjálf hissa á því að ég hafi farið þessa leið. Ég hef aldrei talið mig vera handa- vinnukonu. Í grunnskóla prjónaði ég of fast eða of laust eða mér tókst ekki að klára verk- efni sem tengdust handavinnu þannig að ég var búin að afskrifa það að ég gæti unnið svona handverk,“ segir Ninna og útskýrir hvernig þetta byrjaði allt saman. „Þegar við maðurinn minn keyptum okkar fyrstu íbúð og fórum að gera hana upp, sá ég fyrir mér svona bóhem svefnherbergi með fal- legu vegghengi fyrir ofan rúmið. Ég fór að skoða þetta á Etsy og á fleiri stöðum á netinu en þetta var allt svolítið dýrt fyrir okkur þar sem við vorum nýbúin að kaupa íbúð og bæði í námi,“ segir Ninna sem hugsaði með sér að hún yrði bara að prófa að gera þetta sjálf. „Ég ákvað bara að slá til og fór og keypti mér eitthvert mjög gróft hampgarn og lykla- kippuhringi og byrjaði að æfa mig. Svo varð ekkert aftur snúið. Áður en ég vissi af var ég komin með sigg á alla putta og búin að hnýta ótrúlega mikið,“ segir hún. „Ég gerði þetta á kvöldin þegar fjölskyldan var farin að sofa og var alltaf inni í þvottahúsi svo ég myndi ekki vekja neinn. Við vorum ekki búin að setja opnanlegt fag á gluggann svo ég þurfti að fara út úr þvottahúsinu reglulega til að fá mér frískt loft,“ rifjar hún upp. Margt hefur breyst síðan þá. „Það er skrýtið að hugsa til þess að þetta var fyrir rúmlega tveimur árum og svo í dag heldur maður á bók og er búin að vera að kenna þetta á nám- skeiðum. Þetta er búið að vera skemmtilegt ferðalag,“ segir Ninna, sem nú er með vefsíðuna marr.is þar sem hún selur vörur til macramé- gerðar og hengi sem hún hefur gert en til við- bótar stendur hún reglulega fyrir námskeiðum Allir geta náð tökum á þessu Hún segir að það geti allir náð tökum á þessari handavinnu. „Ég er búin að fá bæði krakka og eldri borg- ara til mín á námskeið og það virðast allir geta náð tökum á þessu. Ég held að ég hafi bara einu sinni lent í því að þátttakandi náði ekki grunn- hnútnum. Mér finnst alltaf gaman að segja frá því að hann gerði samt fallegasta blómahengið. Ég sé það ennþá fyrir mér í dag. Það eru engar reglur, þú gerir bara það sem þú vilt. Þú lærir grunnatriðin en þarft svo að nýta hugmynda- flugið. Ég held að það hafi verið það sem kveikti áhuga minn, að ég þurfti ekki að vera að fara eftir uppskriftum heldur gat ég verið að búa til mitt eigið,“ segir Ninna en reynsla henn- ar frá námskeiðunum nýttist vel við bókaskrif- in. Til viðbótar við kennslu í undirstöðuhnútum eru í bókinni fjórar uppskriftir en líka skemmtilegur hugmyndakafli auk upplýsinga um praktíska hluti á borð við litun og efnisval. Macramé helst í hendur við tískubylgju með áhrifum frá áttunda áratug síðustu aldar í tísku og hönnun og kallast á við notkun nátt- úruefna og pottaplantna í innanhúshönnun. Hún segir að macramé hafi breyst frá þess- um tíma. „Það var mikið verið að nota þessi hampefni, jútu, brúna, grófa kaðla og pólýes- ter en núna er miklu meira um hráa bómull, snúna bómull og lífræn efni.“ Ninna fór sjálf að flytja inn efnivið til lands- ins því henni gekk illa að finna það sem hana vantaði til hnútagerðar. „Ég komst í samband við pólska framleiðendur sem heita Bobbiny og er umboðsaðili fyrir þá hér á landi. Þeir eru með 100% bómull og með vottun þannig að það eru engin kemísk efni notuð í framleiðslunni,“ segir Ninna en vörurnar fást líka í Litlu hönn- unarbúðinni í Hafnarfirði en þar heldur hún jafnan námskeiðin sín. En hvað skyldi Ninnu sjálfri finnast skemmtilegast að gera? Hún segir að það fari aðeins eftir efnisvali en henni finnist þó vegg- hengin skemmtilegust. „Þegar ég hef tíma til að nota léttsnúna bómull þá finnst mér mjög skemmtilegt að gera vegghengi úr henni,“ seg- ir Ninna en þó að efniviðurinn komi í mörgum litum notar hún sjálf mest náttúrulit. Það þarf ekki mikið til að byrja að hnýta. „Þú getur hnýtt blómahengi án þess að hafa neitt annað en efnið, og náttúrlega skæri! En ef þú gerir vegghengi þarftu að hafa við- arstöng eða trjágrein eða það sem þú átt til. Svo er alltaf gaman að geta sett inn viðarkúlur eða einhvers konar skraut.“ Sjálf notar hún oft fataslá þegar hún er að hnýta. „Það er jafnvel hægt að fá þær upp- hækkanlegar svo þú getur hækkað hana eftir því hvar þú ert staðsett í verkinu,“ segir hún og er þetta gert til hagræðingar við vinnuna. Skapandi hand- verk sem fegrar Ninna Stefánsdóttir byrjaði að gera macramé þegar hana lang- aði í vegghengi í svefnherbergið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hún fór að hnýta í þvottahúsinu heima hjá sér á kvöldin fyrir tveimur árum en hún kennir nú þetta gamla handverk á námskeiðum og var að senda frá sér bók. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Óvenjulegt hengi úr hugmyndakaflanum. Ninna notar oft fataslá þegar hún er að hnýta til hagræðingar við vinnuna en hægt er að fá upphækkanlegar slár. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 HÖNNUN OG TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.