Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 Spiced Honey litur ársins 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is VETTVANGUR Enginn sérfræðingur er ég umknattspyrnu. En ég kann þóað gleðjast þegar strákarnir okkar og stelpurnar okkar gera það gott. Reyndar held ég líka með þeim þegar verr gengur. Lífið er þannig að enginn getur ætlast til velgengni allt- af og öllum stundum. En samt er nú hægt að gera sitt- hvað sem gerir velgengni líklegri en ella. Sum heilræði hafa geymst í viskusafni kynslóðanna um hvernig vænlegt sé að haga málum í þessu skyni, t.d. að sníða sér stakk eftir vexti. Þetta þýðir væntanlega að þótt við vöxum og döfnum þá beri okkur á hverjum tíma að meta raunsætt hvers við erum megnug og ætla okk- ur samkvæmt því. Þannig er mér sagt af kunnáttu- mönnum að í fótboltanum hafi karla- landsliðinu farið að vegna vel þegar þjálfararnir tóku að leggja áherslu á vörnina, að leika varnarleik, ætla sér ekki um of í sókn en þeim mun meira í vörn og síðan sókn eftir at- vikum. Þetta gæti verið ein útlegg- ing á því að sníða sér stakk eftir vexti. Allt þetta kem- ur upp í hugann þegar landið og framtíðin eru ann- ars vegar, hvaða markmið við setj- um okkur. Ég hef margoft sagt að mér finnist ferða- mennska að ýmsu leyti eftirsókn- arverð og hef ég fært rök fyrir því. En þá jafnframt nefnt það sem ómissandi er að sagt sé í framhaldinu, nefnilega að allt sé best í hófi. En ekki kunna sér allir hóf. Wow flugfélagið gaf upp öndina á dög- unum sem kunnugt er og er dánar- orsök sú að þrátt fyrir augljósa erf- iðleika vegna ofvaxtar þá var einmitt við vaxtarverkina jafnan gefið enn betur í þar til öndin gaf sig. En það er nú ekki svo einfalt að til standi að hið andaða félag leggist í gröfina. Nú hefst nýtt líf, er okkur sagt. Icelandair, sem gleypti þennan samkeppnisfjandvin sinn, lýsir yfir því að nú megi einmitt eygja „gríðar- lega vaxtarmöguleika!“ Ekki nóg með það. Talsmenn Leifsstöðvar, Isavia, ganga enn lengra og staðhæfa á forsíðum blaðanna að við stöndum frammi fyrir „sögulegu“ stórtæki- færi, tímamótum! Og hvert er svo hið sögulega tæki- færi? Það er að Ísland verði miðstöð flugsamgangna á norðurhveli jarðar! En er það endilega þetta sem við vilj- um? Var þetta ekki einmitt draum- urinn og jafnframt dauðaorsök Wow? Þeir sem fara með fjármagn og völd – auðvald – verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Oft(ast) skortir þar nokkuð á. „Stækkum Leifsstöð í snar- hasti,“ gellur nú við. Það kallar á tvö hundruð ný störf, eða voru þau tvö þúsund? Það þýðir tvö þúsund nýjar íbúðir fyrir að- komufólk, stór- aukna útlensku- kennslu í skólum og skyndiálag á alla innviði. Með öðrum orðum, ákvarðanir auð- valdsins um að nýta hin sögulegu tækifæri leiða af sér skyldur á herðar almanna- valdsins, sem er ekkert endilega þess fýsandi að axla hinar heimssögulegu draumsýnir. Þarf ekki að hugsa svoldinn varn- arleik í bland? Fyrir landið, innvið- ina, tunguna og mannréttindi að- komufólks sem við þurfum að hlúa vel að. Því framar öllu ætlum við að passa upp á náttúru Íslands og að hér verði réttlátt og gott samfélag fyrir alla. Gæti verið betra fyrir þrjú hundr- uð þúsund manna þjóð í viðkvæmu landi að fara hægt og hóflega í sak- irnar, sníða sér stakk eftir vexti og hafa mikið af litlu en alls ekki mest af miklu? Ég hallast að því. Betra er mikið af litlu en mest af miklu ’Icelandair, semgleypti þennan sam-keppnisfjandvin sinn,lýsir yfir því að nú megi einmitt eygja „gríðarlega vaxtarmöguleika“! Ekki nóg með það. Talsmenn Leifsstöðvar, Isavia, ganga enn lengra og staðhæfa á forsíðum blaðanna að við stönd- um frammi fyrir „sögu- legu“ stórtækifæri, tíma- mótum! Og hvert er svo hið sögulega tækifæri? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Morgunblaðið/Eggert Bragi Valdimar Skúlason texta- höfundur með meiru tjáði sig um svartan föstudag á Facebook. „Jájá. Fyrir alla muni. Setjið bara blakkfrædei og sæ- bermonndei í fínu netborðana ykkar og flennisíðurnar. En ekkert verða þá voða hissa þeg- ar ég ræðst á ykkur fyrirvaralaust og soga gagnslaus, málmyrðandi heilabúin ykkar út um nasirnar með handryksugu á 65% afslætti.“ Kvikmyndaleikstjórinn Ísold Uggadóttir velti líka fyrir sér ís- lensku máli: „Í sumar var mér tilkynnt af ókunnugum manni í bókabúð í Michigan að á Íslandi væri töluð enska. Ég þrætti fyrir þá staðhæfingu, og útskýrði að einungis væri töluð ís- lenska hér á landi (þannig séð) þótt öll værum við fullfær um enskuna. Hann hélt nú ekki. Á Íslandi væri sannarlega töluð enska. Það hafi verið augljóst af öllu sem hann upplifði þegar hann heimsótti landið, þótt hann viður- kenndi að hafa heyrt einhverja ís- lensku líka. Ég hélt áfram að malda í móinn og útskýra að við neyddumst til að tala ensku við fólk sem ekki kynni íslensku. Sem við gerum með glöðu geði, svo sem. Við getum líka með glöðu geði (svo sem) og nokkuð átakalaust skemmt okkur yfir gríðarlegu magni sjónvarpsefnis á ensku, á tímum þegar holskefla er af slíku efni á efnisveitum um allan verald- arvef. Og farið svo jafnvel að spjalla saman á góðri kokteilblöndu ís- lensku & ensku. Og í kjölfarið farið að skrifa handritin okkar á ensku, af því að við erum hreinlega hætt að finna orðin á okkar ylhýra. Fjarstæðukennt kannski. Kannski jafn fjarstæðukennt og að ókunnugur Ameríkani í Michig- an tilkynni manni að enska sé orðin ríkistungumál Íslands. En glöggt er gests augað. Og þessi kom auga á það sem við öll hin neitum að horfast í augu við; að íslenskan eigi undir högg að sækja, alla daga, um allt land, alltaf.“ Eiríkur Rögnvaldsson ís- lenskufræðingur rifjaði upp þegar hann lá á barnadeild Landspítalans haustið 1965. „Þá kölluðu strák- arnir í kringum mig „sjúkrunar- kona!“ þegar þurfti að sinna þeim. Mér finnst þetta skemmtilegt orð og þetta er auðvitað mjög eðlileg og skiljanleg orðmyndun – mun gagnsærra orð frá sjónarmiði barna en „hjúkrunarkona“ sem nú er mikið rætt og rifist um. Ég sé að fólk bæði hneykslast og skemmtir sér á ýmsan hátt yfir því að ekki megi tala um hjúkrunar- konur og dregur alls konar starfs- heiti og orð um ýmsa hópa fólks inn í þá umræðu. Mér finnst megin- reglan eiga að vera sú að við notum þau orð um fólk sem það vill sjálft nota um sig. Það er ekkert flókið við það.“ Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari tísti: „Bekkjarsystir sonar míns: Ég ætla að gefa þér kúk í af- mælisgjöf. Ég: Já er það? Ég ætla ekki að segja þér hvenær ég á afmæli.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.