Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 25
Trufflur eru þeim kostum gæddar að þær er auðvelt að útbúa og þarfnast lítils nosturs eða sérstakrar lagni. Þessi uppskrift gefur um 18-20 stykki. 100 g möndlumjöl 200 g kókosmjöl ¼ bolli hlynsíróp 2 msk. kókosolía (eða 2 msk. bráðið smjör) 40 ml ferskur safi úr sítrónu 20 ml ferskur safi úr appelsínu hýðið af einni sítrónu, rifið (eða hýðið af ½ sítrónu og ½ appelsínu) ½-1 tsk. vanilludropar smá klípa sjávarsalt Til að rúlla kúlunum upp úr: 25 g kókosmjöl hýð af 1 sítrónu, rifið Blandið saman öllu því sem á að fara í trufflurnar, utan þess sem á að rúlla þeim upp úr, best er að nota matvinnsluvél. Rúllið kúlunum upp og gott er að miða við að í hverja kúlu fari ein msk. af blöndunni. Blandið þá aukaskammt- inum af kókosmjölinu og sí- trónuhýðinu saman (eða appelsínu- og sítrónuhýði) og stráið á stóran disk eða bretti og rúllið kúlunum endilangt upp úr blöndunni. Svo er það smekksatriði hvort fólk vill kæla truffl- urnar, og þá er þeim bara skellt í kæliskápinn og hafð- ar þar í nokkra klukku- stundir áður en þær eru bornar fram. Eða þá að kúl- urnar eru gerðar aðeins þurrari með því að setja þær í ofn, við 50°C í sex klukkustundir en þá fá þær harða áferð eins og makka- rónukökur. Þess má geta að í þessa blöndu getur verið gott að blanda smávegis af söxuðum trönu- eða Goji- berjum saman við. Sítrónu- og appelsínutrufflur 2 msk. hlynsíróp 2 bollar grísk jógúrt 1-2 tsk. flórsykur (má sleppa) 2 tsk. mjög fínt rifinn sítrónubörkur 1 msk. safi úr sítrónu lúka bláber 3-4 msk. lemon curd frá til dæmis Stone Wall Kitchen eða Royal-sítrónubúðingur nokkur lauf af ferskri myntu til skrauts Hrærið saman í skál grísku jógúrtinni, sítrónusaf- anum og hlynsírópi og blandið sítrónuberkinum varlega saman við. Ef þið viljið hafa eftiréttinn extra sætan á bragðið má bæta við örlitlum flórsykri en allt í lagi að sleppa. Ef þið viljið frekar nota sítrónubúðing frá Royal en lemoncurd skal búðing- urinn útbúinn. Setjið í skál nokkurra sentimetra lag af jógúrtinni, þá lemoncurd eða búðing, þá aftur jógúrt- ina. Stráið bláberjum ofan á og skreytið með smá myntu. Jógúrt með sítrónu og bláberjum 25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Ómótstæðileg sítrónustykki 200 g hveiti 100 g sykur ½ bolli smjör 110 g smjör, kalt, skorið í bita 2 msk. vatn FYLLING 300 g sykur ½ bolli safi úr sítrónu 4 egg, létt slegin saman með písk 30 g hveiti flórsykur til skrauts Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið vel bökunarform, um það bil 22x22 sentí- deigið hefur tekið á sig létt- gylltan blæ, það má alls ekki verða of gyllt. Blandið saman á meðan í aðra skál öllu sem á að fara í fyllinguna, þar sem bland- an er slétt og mjúk. Hellið blöndunni yfir heita kökuna í fatinu og bakið áfram í 22- 26 mínútur. Mikilvægt er að leyfa kökunni að kólna vel áður en hún er borin fram, helst í 2-3 klst. Sigtið þá flórsykur yfir og skerið í fal- lega stykki. Stykkin eru ekki verri köld beint úr ís- skáp. metrar að stærð. Það má líka leggja bökunarpappír í formið og smyrja hann létt, gerir það auðveldara að ná stykkjunum úr. Blandið hveiti og sykri saman í skál, notið svo gaff- al til að hræra smjörið saman við þar til blandan er orðin laus í sér en hún þarf ekki að vera slétt og felld. Hrærið svo í blönd- unni meðan vatni er bland- að saman við. Þrýstið deig- inu ofan í formið þannig að það myndi jafnt lag. Bakið í um 25 mínútur eða þar til 160 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 120 g ósaltað smjör, við stofuhita 200 g sykur 1 tsk. af fínt rifnum sítrónuberki ½ bolli pekan-hnetur, mjög fínt skornar Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið vel aflangt form (eins og passar undir sand- kökur). Hrærið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál og setjið til hliðar. Þeytið smjör og sykur saman með flata haus hrærivélar, í um 2-3 mín- útur á miðlungshraða. Blandið þá eggjunum sam- an við, einu í einu og hrærið vel á milli. Færið hrærivélina í hæg- ustu stillingu og blandið hveitiblöndunni saman við ásamt mjólk og sítrónu- berki. Blandið saman þar til allt er mjúkt og slétt. Hrær- ið þá pekan-hnetunum sam- an við. Hellið blöndunni í formið og bakið í um 50-60 mínútur eða þar til hægt er að stinga prjóni í brauðið og hann kemur hreinn til baka. Sumum finnst gott að setja einhvers konar syk- urkrem á brauðið en þess þarf ekki. Þá er smá sykur og ferskur sítrónusafi hitað saman við vægan hita í potti eða þar til sykurinn hefur nokkurn veginn leyst upp og svo er kreminu slett hér og þar ofan á brauðið. Sítrónubrauð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.