Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 37
an á rætur tónlistarstefnunnar. Rætt er við margar helstu stjörnurnar úr þessum heimi og mega aðáendur Grandmaster Flash, Dougs E. Fresh og DJ Kool Herc alls ekki missa af þessum þáttum.  Mr. Dynamite: The Rise of James Brown (2014) Eins og nafnið gefur til kynna er þetta heimildarmynd um sálartónlist- armanninn James Brown og segir hún sögu hans allt frá uppvextinum í Suður-Karolínu þar til hann er orðinn frægur tónlistarmaður. Leikstjórinn Alex Gibney safnar saman mörgum sjaldgæfum upptökum sem eru feng- ur fyrir sálartónlistaraðdáendur. Þetta er ekki mynd sem er ætlað að upphefja listamanninn einvörð- ungu og tekur hún á góðum hliðum hans sem slæmum. Einn framleið- enda myndarinnar er Mick Jagger.  How the Beatles Changed the World (2017) Þessi mynd segir sögu Bítlanna og veltir fyrir sér áhrifunum sem hljóm- sveitin hefur haft á tónlist, listir, menningu, tísku og stjórnmál. Fjallað er um sveitina í samhengi við tíðarandann og skoðað hvernig meðlimir breyttust með tímanum og tónlistin líka. Fresh Dressed (2015) Þessi heimildarmynd rannsakar sam- bandið milli tísku og hipphopp- tónlistar og eru tekin viðtöl við m.a. Pharrell, Sean Combs og A$AP Rocky. Leikstjóri myndarinnar er Sacha Jenkins, fyrrverandi blaðamaður Rolling Stone og tónlistarritstjóri Vibe. The Art of Organized Noize (2016) Þetta er heimildarmynd um þríeykið Ray Murray, Rico Wade og Sleepy Brown sem þekktir eru sem Org- anized Noize. Leikstjóri er Quincy Jones III, sonur Quincys Jones, sem er umfjöllunarefni myndarinnar hér fyrir neðan, og Ullu Andersson. Þríeykið hefur unnið með mörgum þekktum nöfnum á borð við Outkast, Goodie Mob og TLC. Quincy (2018) Myndin segir frá ævi hins áhrifa- mikla tónlistarmanns Quincys Jones en henni er leikstýrt af dóttur hans, kvikmyndagerðarkonunni og leik- konunni Rashidu Jones, auk Alans Hicks. Jones hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Dinah Wash- ington, Count Basie, Ray Charles, Frank Sinatra, Michael Jackson og Will Smith. Myndin flakkar í tíma á milli nútímans og fortíðarinnar. Hún sker sig úr öðrum tónlistarmyndum að því leyti að í henni eru ekki eins mörg viðtöl við sérfræðinga af ýmsu tagi eins og oft er, sem geta stundum verið leiðigjörn. AFP AFP     25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Kelly Clarkson lét aðdáendur sína vita í gegnum Instagram að hún hefði sannarlega sungið í alvöru í skrúðgöngu Macy’s í New York á þakkar- gjörðinni á fimmtudaginn. Þetta kemur í kjölfar gagn- rýni á Ritu Ora, sem hreyfði aðeins varirnar í tónlist- inni en það misheppnaðist allsvakalega í laginu „Let Me Love You“. Hún sagði aðdáendum sínum að hún hefði verið neydd til að hreyfa aðeins varirnar og að hún syngi venjulega allt í alvöru á eigin tónleikum. Þetta er í mótsögn við yfirlýsingu Clarkson sem skrif- aði: „Ég veit ekki hvort þið vitið þetta, en þetta var lifandi söngur! Bryn Cartelli, þakka þér fyrir að syngja í þessum kulda með mér. Það er svo kalt í New York,“ skrifaði hún. Clarkson söng í alvöru Clarkson á sviði í Las Vegas í haust. AFP KVIKMYNDIR Ný stikla fyrir endurgerð Kon- ungs ljónanna var frumsýnd á fimmtudaginn, á besta auglýsingatíma á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum. Í þetta sinn verður Konungur ljónanna ekki teiknimynd eins og árið 1994 heldur mun ævintýrið lifna við í leikinni mynd. Gamlir aðdáendur glöddust þegar þeir heyrðu hljómmikla rödd James Earls Jones í stiklunni en hann talaði fyrir Mústafa í fyrri myndinni. Konungur ljónanna verður frumsýnd næsta sumar. Leikstjóri er Jon Favreau, sem enn- fremur leikstýrði leikinni útgáfu af The Jungle Book. Donald Glover talar fyrir Simba, Beyoncé fyrir Nölu og Chiwetel Ejiofor fyrir Skara. Ný stikla fyrir Konung ljónanna Donald Glover talar fyrir Simba. Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. janúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir fimmtudaginn 20. desember. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu valkosti sem í boði eru fyrir þá sem stefna á að auka þekkingu sína og færni. –– Meira fyrir lesendur  

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.