Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2018
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
FR
ID
A
Y
B
LA
C
K
FR
AM
LE
NG
JU
M
BL
AC
K
FR
ID
AY
EX
TR
A
TI
LB
OÐ
IN
OK
KA
R
– G
ILD
A
A
HE
LG
IN
A
–
F
LL
A
www.husgagnahollin.is
V E
F V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
EXTRA
AF VÖLDUM VÖRUM
Sumar myndir er hægt á að horfa á aftur og aftur og eru jólamyndir
gjarnan í þeim hópi. Fólk er fastheldið á hefðir á þessum árstíma og
horfir oft á sömu myndirnar til að koma sér í rétta jólaskapið. Nú
ætlar Bíó Paradís að gefa fólki tækifæri til að sjá sumar af þessum
ástsælu myndum á stóru tjaldi. Margir þekkja föstudagspartísýn-
ingar þær sem Bíó Paradís hefur staðið fyrir en á aðventunni taka
jólapartísýningarnar við. Jólafjörið byrjaði reyndar um síðustu
helgi með rómantísku gamanmyndinni The Holiday en næsta föstu-
dag verður sýnd hin sígilda Love Actually. Föstudaginn 7. desem-
ber er komið að harðjaxlinum John McClane að bjarga málunum í
Die Hard og 8. desember gleymist Kevin McCallister heima um jól-
in í Home Alone. Sú mynd verður ennfremur sýnd 15. desember
ásamt framhaldsmyndinni Home Alone 2 en þá lendir Kevin í ævin-
týrum í New York. Að lokum er það svo How the Grinch Stole
Christmas með Jim Carrey hinn 21. desember.
Með jólaskapið í bíó
Kevin McCallister lendir í ævintýrum í
New York í Home Alone 2.
Bíó Paradís stendur fyrir sérstökum
jólapartísýningum á aðventunni.
Hugh Grant og Martine
McCutcheon í hlutverkum
sínum í Love Actually.
„Jarðarfarir þeirra mörgu, sem látist hafa úr inflú-
enzunni eru nú að byrja,“ stóð í Morgunblaðinu 21.
nóvember 1918. „Hefir heilbrigðisnefndin beðið oss
að vara fólk við því, að fylgja til grafar ef mögulegt
þykir verða hjá því komist, vegna hættu þeirrar, sem
fólki, flestu nýstöðnu upp úr legu, getur stafað af of-
kælingu og ofþreytu við jarðarfarirnar.
Það hefir sýnt sig, að fólk sem finst það vera orðið
alhraust aftur, og fyrir löngu staðið upp úr sóttinni,
er miklu veikara fyrir en ella.
Og þess eru ekki fá dæmin, að fólk sem búið er að
vera á fótum og úti marga daga, veikist á ný miklu
verr en fyr og getur þá oftast fundið einhverja
ástæðu fyrir, annaðhvort að því hafi orðið kalt, vað-
ið í fætur, ofþreytt sig eða eitthvað þessháttar.
En óvíða er jafnmikil hætta á þessu eins og ein-
mitt við jarðarfarirnar. Fólkið stendur í kös á göng-
um og í opnum dyrum meðan húskveðjurnar eru
haldnar, situr síðan í kaldri kirkju og stendur að síð-
ustu í hverju veðri sem vera skal í kirkjugarðinum
meðan mokað er ofan í grafirnar. Það má fullyrða
að greftranirnar hér í bænum verði til þess að fjöldi
fólks slái niður, ef ekki er gætt allrar varúðar,“
stendur þar og í lokin er bætt við: „Annars fáum vér
eigi skilið hvers vegna sá siður helzt ennþá hér í
bænum, að standa í kirkjugarðinum meðan verið er
að moka ofan í grafirnar. Á Norðurlöndum er hann
lagður niður fyrir löngu. Væri ekki ástæða til að
gera hið sama hér? Í Ameríku hafa líkfylgdir verið
bannaðar síðan inflúenzan tók að geisa þar.“
GAMLA FRÉTTIN
Farið gætilega!
Myndin tekin í kirkjugarði en er þó ótengd fréttinni.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Julianne Moore
leikkona
Auður Ava Ólafsdóttir
rithöfundur
Isabelle Huppert
leikkona