Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 8
Við erum föst í umræðu sem gengur í eins konarhring. Hann byrjar yfirleitt á saklausan háttmeð einhverri athugasemd. Oftast á Facebook.
Sú er tekin og birt á einhverjum vefmiðli (gjarnan á
þann hátt að einhver „hjóli í“ eða „hrauni yfir“ ein-
hvern) og þá byrjar ballið. Það nær svo yfirleitt há-
punkti með því að einhver segir: „Það má ekkert leng-
ur!“ Þá höfum við lokað hringnum og getum snúið
okkur að næsta máli.
En er það virkilega þannig?
Vissulega eru þetta oft deilumál sem við höfðum
kannski ekki mikið verið að pæla í fyrir nokkrum ár-
um. Er það móðgun við menningu og kynþætti ef börn
klæða sig upp sem Pocahontas? Er það niðurlægjandi
fyrir hjúkrunarfræðinga að þeir séu kallaðir hjúkr-
unarkonur? Er þriðji orkupakkinn landráð?
Ég nenni í alvöru ekki að rifja upp fleiri dæmi en
það er af nógu að taka og flest eru þannig að það er
mjög fínt að taka umræðuna um þau. Ég held bara að
það sé betra að gera það á rólegu nótunum. Það hlýtur
að gefa betri mynd af málunum en að fara beint í
öskrið og hneykslast endalaust á einhverju sem við er-
um á endanum sennilega nokkurnveginn sammála um.
Risastóra hjúkrunarkonumálið er ágætt dæmi um
þetta. Vissulega er það frekar óheppilegt að þarna
skuli hafa verið teiknuð mynd af hjúkrunafræðingi
sem leit út fyrir að hafa verið hálfrar aldar gömul. En
þurfum við alltaf að gera ráð fyrir að það sé verið að
„smætta“ einhvern í eitthvað? Og svo hitt – þurfum við
að gera ráð fyrir að sá, sem leyfir sér að gera athuga-
semd við það, hati Birgittu og sé örugglega heima með
Birgittudúkkuna fulla af nálum?
(Ég á reyndar konu sem brjálast ef hún er kölluð
aðstoðarkona en ekki -maður. Ekki að það komi mál-
inu beint við, en mér fannst samt réttara að koma því
að.)
Stundum hugsar maður til þess tíma þegar fólk
ræddi aðallega við einhverja sem það þekkti. Það stóð
ekki í deilum við bláókunnugt fólk í kommentakerfum.
Þannig var hægt að halda einhverjum þræði, draga úr
líkum á misskilningi og sýna öðrum smá virðingu. Þótt
hiti væri í umræðum og ekkert allir sammála voru
meiri líkur á að fólk gæti svo skilið í mesta bróðerni.
Það er samt ekkert glænýtt að verða brjálaður yfir
einhverju sem skiptir í raun engu máli. Hver man ekki
eftir stóra Dominos-jólamálinu? Dominos varð það á að
senda aðeins of mörg sms með jólakveðjum. Það varð
til þess að nokkur þeirra bárust frekar seint og þau
síðustu ekki fyrr en sumir voru sestir að snæðingi. Í
stað þess að hrista þetta af sér þá voru einhverjir á
því að þetta hefði bókstaflega eyðilegt fyrir þeim jólin.
Hitt sem er merkilegt er að við þurfum iðulega að
fara í lægsta samnefnarann. Þessi tilhneiging til að
finna mesta vitleysinginn og taka umræðuna útfrá því
sem hann/hún segir.
Það er soltið eins og
að koma heim úr
veislu og muna ekki
eftir neinu nema því
sem fulli frændinn
sagði.
Er ekki líka kom-
inn tími til að hætta
að tryllast yfir öllu
sem Ásdís Rán eða
Gunnar Smári gera
og segja? Getum við
ekki bara stundum
leyft okkur að vera
sama?
Við verðum aldrei
sammála um alla
hluti. Það liggur fyrir. En mér finnst góð hugmynd að
hætta að hnakkrífast um saklausa facebook-statusa
eða hluti sem við höfum ekki hundsvit á. Og ef við
þurfum nauðsynlega að rífast, getum við þá notað inni-
röddina?
Notum inniröddina
’Vissulega er það frekar óheppi-legt að þarna skuli hafa veriðteiknuð mynd af hjúkrunafræðingisem leit út fyrir að hafa verið hálfr-
ar aldar gömul. En þurfum við allt-
af að gera ráð fyrir að það sé verið
að „smætta“ einhvern í eitthvað?
Og svo hitt – þurfum við að gera
ráð fyrir að sá, sem leyfir sér að
gera athugasemd við það, hati
Birgittu og sé örugglega heima með
Birgittudúkkuna fulla af nálum?
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Harpa gefur lífinu lit, segja málglaðir. Það átti svo sannarlega við í vetrarbirtunni í vikunni,
þegar Árni Sæberg ljósmyndari átti leið hjá þessu tilkomumikla glervirki sem löngu er orð-
ið eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Aðalhönnuðir Hörpu eru Henning Larsen Arki-
tektar í Kaupmannahöfn og Batteríið Arkitektar. Ólafur Elíasson myndlistarmaður, í sam-
vinnu við Henning Larsen Arkitekta, hannaði glerhjúpinn sem umlykur húsið.
Hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í Hörpu um helgina. Þar geta
gestir baðað sig í bókaflóði ársins, hitt höfunda og útgefendur, hlustað á upplestur og létt
spjall um alls konar bækur og farið í ratleik.
Árni Sæberg