Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 287. tölublað 106. árgangur
JÓMFRÚIN
ER KOMIN Í
JÓLAGÍRINN
ALLTAF
UNGUR
Í ANDA
ÞÓRDÍSI FINNST
GAMAN AÐ VERA
Á GRENSUNNI
RAGGI BJARNA 34 9 SÍÐNA BÓKAUMFJÖLLUN 71VIÐSKIPTAMOGGINN 24 BLS
Fjölmenni var á árlegri jólaskemmtun fatlaðra sem haldin var
á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í gærkvöldi. Gestir tóku
undir þegar Laddi söng jólalög og nutu sín á jólaballinu á eftir
en þar hélt hljómsveitin Toppmenn uppi fjörinu. Fleiri lands-
þekktir skemmtikraftar og listamenn komu fram. André
Bachmann hefur staðið fyrir jólaskemmtun fatlaðra í 36 ár
samfleytt, síðustu árin í samvinnu við starfsfólk hótelsins.
Skemmtunin er alltaf ákaflega vel sótt og gestir þakklátir og
er hún hápunktur jólanna hjá mörgum fjölskyldum.
Gestir taka undir með Ladda í jólalögunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umferðartafir á höfuðborgarsvæð-
inu kostuðu samfélagið 15 milljarða í
fyrra. Spáð er enn meiri töfum.
Samtök iðnaðarins (SI) hafa áætl-
að þennan kostnað í tilefni af nýrri
samgönguáætlun til ársins 2033. Þar
er gert ráð fyrir 42 milljörðum til
uppbyggingar borgarlínu til 2033.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir að ef spár um
auknar tafir rætist sé ljóst að árleg-
ur kostnaður vegna umferðartafa á
höfuðborgarsvæðinu verði saman-
lagt ekki undir 225 milljörðum á
tímabilinu til ársins 2033. „Á sama
tíma er allt að 90 milljörðum varið í
framkvæmdir,“ segir Sigurður.
Muni aukast um fjórðung
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu (SSH) hafa undir-
búið uppbyggingu borgarlínu.
Hrafnkell Proppé, svæðisskipu-
lagsstjóri SSH, segir áætlað að um-
ferðartafir á höfuðborgarsvæðinu
muni aukast um fjórðung til 2030,
með óbreyttum ferðavenjum. Óvíst
sé hvenær borgarlína verði farin að
draga úr töfunum. Fyrsti hluti 1.
áfanga fari af stað innan fárra ára.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokks í Reykjavík, segir fjár-
mögnun borgarlínu með innviða-
gjöldum munu gera íbúðir dýrari.
Tafir í umferðinni
kosta 15 milljarða
SI meta tafir á höfuðborgarsvæðinu á 225 milljarða til 2033
MUmferðartafir »10 og 18
18 dagartil jóla
Jólaleikir eru á
jolamjolk.is
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Ný greining markaðsrannsókn-
arfyrirtækisins Svartagaldurs leiðir
í ljós að 17% samdráttur varð í októ-
ber í leitum ferðamanna að ferðum
til Íslands miðað við október 2017.
480 þúsund slíkar leitir voru fram-
kvæmdar í október í fyrra, en í októ-
ber síðastliðnum voru leitirnar mun
færri, eða 397 þúsund.
Þór Matthíasson, þróunarstjóri
Svartagaldurs, sér skýra tengingu
milli leitar að ferðum til Íslands og
svo hingaðkomu ferðamanna. „Það
verður áhugavert að sjá hvernig
desember kemur út.“
»Viðskiptamogginn
17% minni áhugi