Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 20

Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 í Hallgrímskirkju laugardaginn 8. desember kl. 17.00 og sunnudaginn 9. desember kl. 17.00 og 20.00 Einsöngvari: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir - Orgelleikari: Lenka Mátéová Trompetleikarar: Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson - Pákuleikari: Eggert Pálsson Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Miðaverð kr. 6.000,- Miðasala á tix.is og við innganginn Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Ma- yen síðsumars og í haust hefur vak- ið athygli og spurningar um hvað- an þorskurinn komi. Í Noregi hafa menn velt fyrir sér hvort hann komi úr Barentshafi, frá Íslandi eða Austur-Grænlandi eða hvort þarna sé hugsanlega á ferðinni sér- stakur Jan Mayen-stofn. Guð- mundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkis á Hafrannsókna- stofnun, segir líklegast að þorskur- inn hafi gengið frá Íslandi og þar kunni breytingar á hitastigi sjávar að eiga þátt. Guðmundur segir það þekkt að þorskur finnist á þessu svæði og þá meðal annars frá Bjarna Sæmunds- syni fyrir um einni öld. Fleiri dæmi séu þekkt um að þorskur hafi veiðst þarna, en aldrei í miklu magni. Við Jan Mayen sé mikið dýpi og lítið landgrunn þannig að ekki sé líklegt að mikið sé þar af þorski. Meðfram Kolbeinseyjarhrygg „Mér finnst ólíklegt að um sér- stakan stofn sé að ræða og ekki lík- legt að þorskurinn sé ættaður úr Barentshafi vegna þess hversu langt er á milli svæðanna og mikið dýpi á leiðinni. Þá er spurning um Austur-Grænland og Ísland og mér finnst líklegast að þessi fiskur sé kominn frá Íslandi og hafi gengið meðfram Kolbeinseyjarhryggnum og yfir til Jan Mayen,“ segir Guð- mundur. Hann segir að Norska hafrann- sóknastofnunin hafi haft samband við systurstofnunina á Íslandi og fengið erfðasýni til að bera saman við erfðaefni úr Jan Mayen- þorskinum, en einnig eru kvarnir og fleiri sýni í rannsókn. Hvorki Norðmenn né Íslendingar hafa ver- ið með sérstaka stofnmælingar á botnfiski við Jan Mayen. Norskir línubátar hafa hins vegar sótt í grá- lúðu þarna og það var í slíkum túr sem skipverjar á Loran fengu þennan óvænta þorskafla auk grá- lúðu. Morgunblaðið/RAX Þorskur og þorskur Unnið er að greiningu á Jan Mayen-þorskinum. Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi  Erfðaefni frá Íslandi til samanburðar Þjóðhagslegur ábati af bættu vega- kerfi vegna flutninga á ferskum fiski næstu 30 árin er 73,3 millj- arðar króna. Þar af er ábati vegna flutninga eldisfisks 38,6 milljarðar. Af þeirri upphæð eru 25,6 millj- arðar vegna flutninga á Vestfjörð- um og 13,9 milljarðar vegna flutn- inga á Austfjörðum. Ef kostnaður við að gera vegakerfið takmark- analaust og viðhalda því á fyrr- nefndu tímabili er lægri en þessi upphæð er hægt að rökstyðja að þjóðhagslega hagkvæmt væri að fara út í slíkar framkvæmdir. Flóknir flutningar á botnfiski Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um þjóðhagslega hagkvæmni flutninga á ferskum fiski, sem Verkfræðistofan Efla hefur gert fyrir Vegagerðina. Bor- inn var saman ábati flutninganna miðað við núverandi ástand vega- kerfisins og miðað við takmark- analaust vegakerfi, þ.e. að hægt sé að keyra á hámarkshraða á vegum landsins allan ársins hring án tak- markana. Fram kemur í skýrslunni að þar sem flutningar á ferskum botnfiski séu flóknir og viðamiklir hafi verið einlínt á flutninga á eldisfiski í mati á ábata og niðurstöður svo heimfærðar á alla flutninga á ferskum fiski. Ekki var farið í verkfræðilega greiningu á kostnaði við að bæta vegakerfið og breyta rekstri þess og aðeins metinn ábati framleiðenda á ferskum fiski en ábati annarra látinn liggja á milli hluta. Útvíkka mætti greininguna, m.a. með því að skoða þann ábata sem hlýst af betra vegakerfi á allan annan hátt en sem snýr að flutn- ingi á ferskum fiski. Breytinga helst þörf á sunnanverðum Vestfjörðum Ýmsir fyrirvarar fylgja greining- unni og mikið frávik er í niðurstöð- um. Velt er upp þeirri spurningu hvort raunhæft sé að gera vega- kerfið takmarkanalaust allan árs- ins hring á svæðum eins og Vest- fjörðum og Mývatnsöræfum. Í skýrslunni kemur fram að af niðurstöðunum megi sjá að breyt- inga sé helst þörf á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar sé mikil og vax- andi framleiðsla eldisfisks, en vegakerfið þar virðist þarfnast mestra endurbóta af þeim svæðum og leiðum sem voru til skoðunar. Ein tillaga til úrbóta þar er að gera veginn frá Bíldudal um suðurfirði Arnarfjarðar til Flókalundar akst- ursfæran allan ársins hring með endurbótum og aukinni þjónustu. Taldar eru upp ýmsar afleiðing- ar takmarkana í vegakerfinu. Með- al annars almennt lægra verð en annars væri hægt að ætlast til vegna óvissu í flutningum sem ger- ir framleiðendum erfiðara fyrir að mynda góð viðskiptasambönd. aij@mbl.is Mikill ábati af betri veg- um vegna fiskflutninga  Gæti numið yfir 73 milljörðum króna á næstu 30 árum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðurland Bugðóttur þjóðvegurinn í Kræklingahlíð skammt norðan við Akureyri. Flutningabíll á suðurleið og framundan er Moldhaugnaháls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.