Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 69
DÆGRADVÖL 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Jólin 2018 Opið virka daga kl. 10-18, laugardag kl. 11-16 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nærð þeim árangri sem þú ætlar þér. Eitthvert verkefni veldur þér hugarangri en til þess er engin ástæða, það mun greiðast úr öllum flækjum hratt og vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er óðs manns æði að leggja út í vandasamar samningaviðræður án þess að kynna sér málin fyrst ofan í kjölinn. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Áður en þú tekur verkefni að þér skaltu ganga úr skugga um til hvers er raun- verulega ætlast af þér. Annars nærðu litlum eða engum árangri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur tíma til að gera akkúrat það sem þú vilt, en bara með því að sleppa ein- hverju sem einhver annar vill. Hafðu ekki áhyggjur en gerðu það sem þarf til að ná tök- um á málunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að vinnufélagar þínir hafi ekki neitt upp á þig að klaga. Það skiptir miklu máli að þú eyðir ekki orku þinni til einskis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Söðlaðu um og sjáðu hvað allt verður auðveldara, þegar þú ert jákvæður gagnvart hlutunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjálfsöryggi þitt bætir upp litla reynslu þína á ákveðnu sviði. Þú ert í rómantískum hugleiðingum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það hefur lítið upp á sig að ana af stað áður en takmarkið er komið á hreint. Taktu þér tak og viðurkenndu að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinnan göfgar manninn, en það er fleira, sem gefur lífinu gildi. Taktu hana að þér þótt það kunni að kosta nokkurn tíma því það verður þér bæði til gagns og gleði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu það ekki nærri þér þótt þú neyðist til þess að verja deginum með erfiðri manneskju. Og vertu óhræddur þótt ein- hverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þín- um. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það kemur þér á óvart þegar ákveðin manneskja leitar eftir vinfengi við þig. Vertu ljúfur og lítillátur, þegar til þín er leitað, það mun koma sér vel síðar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú heldur of fast í ótilgreindan samning, gæti farið svo að þú misstir hann. Ef þú veist hvað skiptir máli þá veistu hvað þú átt að vernda og varðveita. Jóhann Gunnar Ólafsson skrifar umSigurð Breiðfjörð og tvíkvæni hans og setur þessa ferskeytlu Sig- urðar fyrir ofan meginmálið: Lát ei kúgast þanka þinn, þá er efnin vandast. Þú skalt fljúga á forlögin, fella þau og standast. Lausavísur Dorothy Parker eru í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, – „Varasamur heiðindómur“: Hlæja og dufla og drykkju heyja, uns dögun roðar næturský, því að á morgun munum við deyja! (Því miður er ekki að treysta því.) „Hvítur reynir“: Svo má ég aldrei augum líta undur sumarsins, reyninn hvíta, að hvarfli ekki að mér, hve hreinlegt sé að hanga í þvílíku blómsturtré. Símon Jóh. Ágústsson segir að lær- dómur og mannvit ávinnist einungis með persónulegri athugun, rannsókn og íhugun: Að hreppa visku hunds fyrir bein, hugsa það enginn skyldi. Óðinn gaf burt sinn augastein af því hann fræðast vildi. Þegar Jón Hreggviðsson sigldi heim til Íslands sumarið 1716 varð Árna Magnússyni þessi staka á munni: Líta munu upp í ár Íslands búar kærir, að Hrggviðs niður hærugrár höfuð til landsins færir. Páll Vídalín lögmaður, sem þá var staddur í Kaupmannahöfn hjá Árna, kom að og kvað: Hann fer seinna hrætetrið hann Kolur, höfuðið fylgist enn nú jafnt sem bolur. Um illt var hann lengi yfirburða þolur, til Íslands færa karlinn hægar golur. Í Vísnabókinni leynist „Ferða- kista biskupsins“: „Ferðakistan farin, kristnir bræður!“ „Því forði sá sem öllu ræður!“ (Við fylgd sína átti frómur biskup tal.) „Ég missi í henni hundrað ræður!“ „Guð, hjálpi þeim, sem stal!“ Að lokum „Úr Vísnabókinni“ , – þýtt og endursagt. „Grafskrift yfir hundi“: Ég var hundur húsbóndans á Rein. Hver á þig, sem skoðar nú minn stein? „Úr gömlu bréfi“: Hvað sem annars er um mig, engin líður stundin svo að ekki sé við þig sérhver þanki bundinn. Hitt mér leyndist langa tíð, ljúfan dyggðaríka, að þú hugsar ár og síð um þig sjálfa líka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Aftur er Helgafelli flett „Þessi er of stór. sendu hana til næstu deildar til greiningar.” „StoppaÐu hann. Hann er meÐ kvöldmatinn þinn.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að segja henni að hún sé stærsta stjarnan. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BRENNDI AF ODDI Á AFMÆLI Í DAG BÚÐU ÞIG UNDIR AÐ MÆTA ÓVINUNUM! VONANDI LÍKAR ÞEIM VIÐ MIG! HVAÐ Á ÉG AÐ SEGJA? ÉG ER EKKI SJÁLFSÖRUGGUR! Fullveldisafmælið um helgina fórnokkuð vel fram, þó að eflaust hafi einhverjum þótt helst til fá- mennt í miðbænum þegar jafnstór og merkur viðburður og hundrað ára fullveldi Íslands á í hlut. Var jafnvel haft á orði að svipað margir hefðu verið í bænum nú og fyrir hundrað árum. Sá samanburður er þó ósann- gjarn, þar sem fólk hafði ekki að- gang að upphituðum stofum með sjónvarpi fyrir hundrað árum. x x x Víkverji fann til dæmis þegar álaugardagsmorgninum að við- vera á atburðinum myndi kalla á meiri fyrirhöfn og fleiri yfirhafnir en hann hreinlega nennti að setja á sig. Hann skrúfaði því einfaldlega upp í ofnunum, kveikti á sjónvarpinu og naut þess að horfa á fólkið norpa við Stjórnarráðið. Víkverji fékk ekkert samviskubit þar sem hann sat sjálf- ur í því sem Stöð 2 Sport kallar „besta sætið“. x x x Lýsingar Morgunblaðsins á full-veldisdeginum 1918, sem lesa má á timarit.is, eru mjög áhugaverðar. Eitthvað virðist pistlahöfundi blaðs- ins fyrir hundrað árum hafa mislíkað athöfnin þá, þar sem hann ritaði meðal annars: „Lúðraflokkurinn var t. d. svo illa æfður að raun var á að hlýða, og vita menn að hann getur þó gert miklu betur. Og suma úr flokknum vantaði.“ Og viðurkenndi höfundur raunar að spænska veikin hefði líklega átt sinn þátt í því. x x x Hitt þótti honum erfiðara að af-saka, ónærgætni fólks við at- höfnina. „Það vita allir, að ótilhlýði- legt er að skeggræða við náungann, meðan verið er að halda ræður.“ Sumir hrópuðu húrra of oft: „Það vita allir að ekki á að hrópa tífalt húrra fyrir konunginum og þeir sem ekki kunna að telja upp að níu ættu helzt að þegja.“ Þá þótti honum börnin hafa hegðað sér helst til illa. „Gott lögreglulið getur gert ákaflega mikið til að hindra það, að krakk- arnir vaði uppi með látum og gaura- gangi, og er tími til kominn að fara að venja þau af því og kenna þeim að hegða sér.“ vikverji@mbl.is Víkverji Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum. (Orðskviðirnir 9.12)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.