Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 84
Ísland allt á myndum  Heimsókn til Íslands olli straumhvörfum í lífi Max Milligans Morgunblaðið/RAX Straumhvörf Max Milligan féll fyrir Íslandi í sinni fyrstu heimsókn hingað. Ljósmynd/Max Milligan Jafnvægi Í bókinni eru margar myndir af mannífi. Ljósmynd/Max Milligan Landslag Í bókinn er talsvert af myndum af landslagi á öllum árstímum og beina margar sjónum að samspili forma, ljóss og skugga. Ljósmynd/Max Milligan Fólk Margrar portettmyndir eru í bókinni og sumar af þekktum listamönnum, þar á meðal mynd af Magnúsi Þór Jónssyni, Megasi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Um það leyti sem Íslendingar fögnuðu fullveldisafmæli kom út bókin Ísland – allt sem er sem hefur að geyma ljósmyndir Max Milligans sem hann hefur tekið hér á landi á undanförnum árum, en hann gefur bókina einmitt út öðrum þræði til að fagna 100 ára fullveldi Íslands. Max Milligan starfaði lengi sem tökumaður við gerð heimildar- mynda, meðal annars hjá BBC, en 1993 fór hann að starfa sem ljós- myndari og rithöfundur. Fyrsta bók hans kom svo út 1999 og fjallaði um forn mannvirki. Síðan eru bækurnar orðnar nokkrar og Íslandsbókin er sú sjöunda. Milligan hóf að taka ljósmyndir á Íslandi 7. febrúar 2015 og man daginn svo vel því þá urðu vatna- skil í lífi hans. „Ég hafði nýlokið við stóra bók um Afríku sem ég gerði fyrir olíufyrirtæki og alþjóðadýraverndunarsamtök. Þetta var mjög pólitísk og erfið bók og ég fékk nóg af ljósmyndun og nóg af bókagerð – ég fékk eig- inlega nóg af öllu.“ Ekki löngu síðar kom hann hingað til lands í fyrsta sinn, rétt fyrir fimmtugs- afmæli sitt. Þá stóð ekki til að taka myndir, en hann varð svo ástfanginn af landinu að hann fékk ljósmyndunaráhugann aftur. Myndirnar í bókinni eru teknar í ferðum Milligans um Ísland á síðastliðnu hálfu fjórða ári. Marg- ar þeirra eru landslagsmyndir, en talsvert er líka af myndum af fólki og fénaði, uppákomum og menn- ingu. Myndirnar segja sögu „Ég hef skoðað mikið af ljós- myndabókum og grúa af ljós- myndum frá Íslandi, en þó mér þyki landlag fallegt þá er það eins og með súkkulaði, ef ég fæ of mik- ið af því verður mér bumbult. Að frátöldum bókunum hans Raxa, sem ég verð aldrei leiður á, þá leiðist mér að sjá ekkert nema landslagsmyndir, mig langar alltaf að vita hver búi í þessu landslagi. Mér finnst frábært að finna jafnvægið á milli þessa tvenns, þannig að ég hef gjarnan fimm eða sex myndir af landslagi og byggingarlist og síðan annað eins af myndum af fólki. Fyrir vikið er ekki of mikið af hvoru fyrir sig og þar sem bókinni er skipt eftir árs- tíðum, hefst á nýársdag og miðar svo fram eftir árinu, þá eru mynd- irnar að segja sögu.“ Langar að gera annað bindi Eins og fram kemur eyddi Milli- gan ríflega þremur síðustu árum í að keyra um landið og taka mynd- ir, en hann segist þó fráleitt vera búinn að segja það sem hann vildi um land og þjóð. „Ef þessi bók gengur vel langar mig til að gera annað bindi Ég á til að mynda eftir að fara til Surtseyjar, fékk ekki leyfi til þess, og svo á ég eftir að skoða Horn- strandir betur. Nokkrar af port- rettmyndum mínum tókust líka ekki nógu vel fyrir minn klaufa- skap og komust því ekki í bókina. Ég þyrfti að taka þær aftur og svo á ég fimmtíu myndir til viðbótar sem komust ekki inn í þessa bók. Ég er reyndar líka byrjaður á annarri bók um Ísland, nota allar afsakanir til að komast hingað aft- ur. Núna er ég að gera bók þar sem ég fer um landið og tek myndir af helstu safngripum í öll- um 162 söfnum sem starfa á Ís- landi. Í leiðinni ætla ég svo að taka myndir í næsta bindi.“ 84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.