Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Heimilislausum og
utangarðsfólki hefur
fjölgað um 95% á höf-
uðborgarsvæðinu frá
2012. Ástandið sem
hefur ríkt í málefnum
þeirra hefur verið
skelfilegt.
Á sínum tíma var á
vegum Hjálpræðis-
hersins opið dagsetur
fyrir utangarðsfólk á
Eyjaslóð. Rekstri
þess var hætt í lok ágúst 2015 þeg-
ar leigusamningi var sagt upp og
húsnæðið var tekið til annarra
nota.
Í dag er Kaffistofa Samhjálpar
opin á daginn fyrir einstaklinga
sem búa við fátækt til að seðja
hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu
hafa einstaklingar sótt sem treysta
sér til að fara að húsreglum. Næt-
urskýli Reykjavíkurborgar eru lok-
uð milli kl. 10 og 17 og ekki nægi-
lega mörg gistipláss til að mæta
þörf yfir nóttina.
Reykjavíkurborg hefur kynnt til-
lögur til að bregðast við þessari
stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25
smáhýsi fyrir heimilislausa víðs
vegar í borginni og láta Fé-
lagsbústaði hafa meiri fjármuni til
að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk
þess er ætlunin að koma á fót nýju
neyðarskýli fyrir unga heimilis-
lausa vímuefnaneytendur í Reyka-
vík, sk. neyslurými í samstarfi við
Rauða krossinn og ríkið. Allt skipt-
ir máli til að takast á við þennan
mikla vanda en meira verður að
koma til.
Fyrr á árinu voru samþykktar
tillögur Velferðarvaktarinnar um
bættar aðstæður utangarðsfólks.
Þar var talið mikilvægast að koma
upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk
sem yrði opin allan daginn. Þar
væri snyrtiaðstaða og sturtur, mat-
ur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða,
virkni og launuð verkefni, fé-
lagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta.
Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki
langt frá Gistiskýlinu og Konukoti.
Velferðarvaktin lagði
einnig áherslu á að
bæta aðgengi að með-
ferð við vímuefna-
vanda og uppræta bið-
lista. Koma þyrfti á fót
fleiri áfangaheimilum
þar sem stutt yrði við
utangarðsfólk. Einnig
þyrfti að tryggja að-
gengi að öruggu hús-
næði til lengri tíma.
Útvega þyrfti atvinnu-
tækifæri, þ.e. lág-
þröskuldsvinnu (low
threshold work) sem gæti hentað
utangarðsfólki. Að lokum væri
mikilvægt að stofnaður yrði form-
legur starfshópur af heilbrigðis-
ráðherra, félags- og jafnréttis-
málaráðherra og formanni Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga þar
sem unnið yrði að ofangreindum
aðgerðum í samstarfi við frjáls fé-
lagasamtök sem sinna málefnum
utangarðsfólks.
Veturinn er genginn í garð, Esj-
an hvítnar og norðanáttin blæs ís-
köldum vindstrengjum yfir borg-
ina. Mikill kvíði er meðal fólks sem
veit ekki hvar næsti næturstaður
þess verður. Nú verða allir að vera
tilbúnir til að vinna saman að lausn
þessa brýna vanda og lýsir Sam-
hjálp sig tilbúið til samstarfs við
alla þá sem vilja gera betur og
hætta að horfa í aðra átt þegar
þeir mæta hinum mikla vanda sem
utangarðsfólk á við að etja.
Hjálpum
heimilislausum
Eftir Vörð Leví
Traustason
Vörður Leví
Traustason
» Veturinn er genginn
í garð, Esjan hvítnar
og norðanáttin blæs ís-
köldum vindstrengjum
yfir borgina. Mikill kvíði
er meðal fólks sem veit
ekki hvar næsti nætur-
staður þess verður.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samhjálpar félagasamtaka.
framkvaemdastjori@samhjalp.is
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Gefðu list í
jólagjöf
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Íslenskir fjölmiðlar
birtu á dögunum leyni-
lega upptöku sem gerð
var á einkasamtali sex
þingmanna á ölstofu.
Virtist allt ætla um koll
að keyra því þingmenn-
irnir létu frá sér van-
hugsuð ummæli sín á
milli, í ölæði. Fremstir í
fordæmingunni voru
m.a. annálaðir orðsóðar.
Auðvitað er það góður mannkostur að
haga sér og tala vel um annað fólk en
það er svo sem ekkert nýtt að menn
segi eitthvað vanhugsað í einka-
samtölum, hvað þá þegar öl er við
hönd. Slíkt búningsklefatal, manna og
kvenna, er eitthvað sem allir hafa
gerst sekir um. Sá sem neitar því að
hafa sagt eitthvað ógætilegt, hvað þá
undir áhrifum áfengis, ætti að hafa
eftirfarandi í huga:
„Að ljúga að öðrum er ljótur vani,
að ljúga að sjálfum sér, hvers manns bani.“
Fyrir eitthvað um tvö þúsund árum
(gróflega áætlað) fæddist maður sem
gekk fram með slíkri manngæsku og
ást á náunganum að enn þann dag í
dag lifum við eftir hans hugsjón.
Breytir engu hvort menn eru trúaðir
eða ekki. Hver sem Jesús var þá
breytti hann heiminum með því að
vera góður, að fyrirgefa og með því að
ganga fram með góðu fordæmi. Ekki
dómhörku og einelti.
Þegar dómstóll götunnar ætlaði að
grýta til bana konu sem var staðin að
framhjáhaldi sagði Jesús þessi merku
orð: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti
fyrstur steini á hana.“ Það þekkja
flestir þessa setningu en hugsanlega
færri það sem á eftir kemur og boð-
skapinn. Þegar dómstóll götunnar
heyrði þetta, fóru þeir burt, einn af
öðrum. Jesús var einn eftir, rétti sig
upp og sagði við konuna: „Kona, hvar
eru þeir? Sakfelldi enginn þig?“ Kon-
an svaraði: „Enginn, herra.“ Jesús
mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur.
Far þú; syndga ekki upp frá þessu.“
Það er margt hægt að læra af þess-
ari sögu. Einn lærdómurinn er sá að
dómstóll götunnar getur verið hættu-
legur. Einnig sá hluti samfélagsins
sem kyndir undir ófriði í bakgrunni og
þykist alsaklaus.
Annar lærdómur, og
sá er ekki síður mikil-
vægur, er fyrirgefning-
in. Fyrirgefningin er
nefnilega okkar stærsta
auðlind. Mannvonska,
einelti og dómharka eru
andstæður fyrirgefning-
arinnar. Það sem sex-
menningarnir eru að
upplifa þessa dagana er
nefnilega einelti. Opin-
ber smánun af þessari
stærðargráðu er ekkert
annað en einelti og stór
hluti samfélagsins virðist taka þátt í
eineltinu og stærstu gerendurnir eru
fjölmiðlarnir.
Við þurfum öll að horfa í okkar eigin
barm og ef við viljum breyta samfélag-
inu er best að ganga fram með góðu
fordæmi; sinna fjölskyldunni, sinna
börnunum okkar, ala þau rétt upp sem
foreldrar og reyna að betra okkar eig-
in framgöngu. Slíkur hugsunarháttur
getur breytt heiminum. Ekki dóm-
harka. Ekki einelti.
Mál sexmenninganna er alvarlegt
en alvarleiki málsins felst ekki í því
hvort þingmennirnir töluðu ógætilega
um hina og þessa heldur fremur hvort
við sem samfélag samþykkjum að
brotið sé á grundvallarmannréttindum
fólks. Hvort við samþykkjum að einka-
samtöl séu tekin upp, að einstaklingar
séu hleraðir án dómsúrskurðar. Jafn-
framt hvort við sem samfélag ætlum
að vera það refsiglöð, að ógætilegt
orðaval eigi að verða til þess að mönn-
um sé úthýst, þeir séu opinberlega nið-
urlægðir, missi vinnuna; jafnvel húsið
og fjölskylduna í framhaldinu.
Fólk á að fá að eiga sín einkasamtöl
án þess að þau séu tekin upp og birt
opinberlega. Menn segja stundum
ógætilega hluti í tveggja manna tali.
Fólk á líka að fá að haga sér
heimskulega. Jafnvel þótt tækni-
framfarir séu þess eðlis að auðvelt sé
að hlera fólk eða taka það upp á laun.
Það þarf dómsúrskurð fyrir hlerun og
það er ástæða fyrir því. Það er satt að
segja ótækt að fólk sé tekið upp án
heimildar og að fjölmiðlar birti upp-
tökurnar til þess að koma á fót dóm-
stóli götunnar og kynda undir ófriði.
Slík vinnubrögð eru ömurleg og eng-
in furða að traust til fjölmiðla sé fast í
alkuli. Það er áunnið vantraust.
Sennilega eru þessi sjónarmið hér
að ofan bannfærð hjá „góða fólkinu“
en í því samhengi er eftirtektarvert
hversu margir, sem hafa sagt engu
skárri hluti í vitna viðurvist, fóru
snögglega að sækjast eftir að vera
teknir í dýrlingatölu „pólitísku rétt-
trúnaðarkirkjunnar“.
Glöggt er auga á annars lýti.
Að taka menn af lífi
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Jesús sagði þessi
merku orð: „Sá yðar,
sem syndlaus er, kasti
fyrstur steini á hana.“
Það þekkja flestir þessa
setningu en hugsanlega
færri það sem á eftir
kemur og boðskapinn.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Varla hefur afstaða
forseta Alþingis og for-
sætisnefndar þingsins
til aksturspeninga
þingmanna farið
framhjá nokkrum
manni og það þótt liggi
fyrir að þingmenn noti
greiðslur frá Alþingi til
að vinna að endurkjöri
sínu. Sitjandi þing-
menn njóta því sérrétt-
inda umfram þá sem ekki sitja á þingi
og hyggja á mótframboð. Þetta skekk-
ir samkeppnina. Það brýtur á lýðræð-
inu, svo ekki sé minnst á jafnræð-
isregluna, og kemur þannig í veg fyrir
eðlilega nýliðun á þingi, og það má
varla við slíkri hömlu. Þetta háttalag
hefur vakið mikla gremju meðal kjós-
enda sem finnst illa farið með skatt-
peningana, og er téð háttalag jafnvel
vafasamt gagnvart skattyfirvöldum.
Samsvarandi dæmi kom upp í for-
setakosningunum á Íslandi 1960 er
Pétur Hoffmann Salómonsson hugðist
bjóða sig fram til forseta gegn þáver-
andi forseta, Ásgeiri Ásgeirssyni. Pét-
ur setti svip sinn á Reykjavík um
miðja 20. öldina og margir muna t.d.
eftir honum úr Austurstræti. Hann
var forn í hugsun og lifði sig inn í Ís-
lendingasögurnar. Pétur tilkynnti
framboð sitt á opnum fundi um efna-
hagsmál í lok mars 1960. Hann hafði
gert allt vitlaust með fyrirhuguðu
framboði gegn Ásgeiri 1956 en ekkert
varð af vegna veikinda konu hans, svo
framboðið 1960 kom kannski ekki svo
mjög á óvart. Haraldur Kröyer forset-
arritari setti auglýsingu í blöðin í nafni
forsetans í byrjun apríl þar sem til-
kynnt var að áskriftarlistar fyrir með-
mælendur með framboði Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta Íslands, við
forsetakosningarnar 26. júní, lægju
frammi hjá sýslumönnum og bæjar-
fógetum utan Reykjavíkur til apríl-
loka. Ásgeir var sitjandi forseti og
hafði að auki ótakmarkaðan aðgang að
blöðum og útvarpi til að kynna sig og
sitt framboð. Pétur sagði
að Ásgeir veifaði embætt-
ismannakerfinu, þjóð-
söngnum og fánanum
gegn hinum sem ekkert
höfðu nema farartæki
postulanna. Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri
neitaði að auki að birta
nokkuð um framboð Pét-
urs í útvarpi allra lands-
manna. Allt í nafni hlut-
leysisins. Þá vakti þessi
framkoma embættis-
manna mikla andúð al-
mennings. Það fór fyrir Pétri eins og
Gunnari á Hlíðarenda forðum. Hann
gaf út ritið Smádjöflar: liðið ofsótti
mig en smádjöflar unnu á mér, þar
sem fjallað er um gróusögur stuðn-
ingsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar
vegna framboðs hans 1956. Ritið átti
að gera upptækt en Pétur bjargaði
því fyrir horn. Einnig gaf hann út
pésa með tilvísun í fræga grein
franska rithöfundarins Emile Zola:
J‘accuse, Ég ákæri, jafnframt sem
hann kærði söfnun Ásgeirs á með-
mælendum til dómsmálaráðuneytis.
Pétur Hoffmann náði ekki til-
skildum fjölda meðmælenda og Ás-
geir var því einn í framboði til forseta
Íslands árið 1960. Elítan varpaði önd-
inni léttar. Hins vegar náðist það
fram, eins og síðar kom í ljós, að sitj-
andi forseta Íslands er óheimilt að
nýta sér embættismenn við söfnun
meðmælenda við endurkjör. Alþingis-
menn halda hins vegar enn sínum
sjálftökurétti.
Pétur Hoffmann og
forseti Alþingis
Eftir Jóhannes
Hraunfjörð
Karlsson
Jóhannes Hraunfjörð
Karlsson
»Hins vegar náðist
það fram … að sitj-
andi forseta Íslands er
óheimilt að nýta sér
embættismenn við
söfnun meðmælenda
við endurkjör.
Höfundur er hagfræðingur
og sagnfræðingur.