Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Birds by Toikka iittala-búðin | 1. hæð Kringlunni Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru að hefjast við gerð nýs sjóvarnargarðs á Gelgju- tanga við Elliðavog/Elliðaárvog. Á svæðinu mun rísa íbúðabyggð, svo- nefnd Vogabyggð 1. Íbúðir verða allt að 330 í fimm húsum. Þessar framkvæmdir eru í sam- ræmi við deiliskipulag svæðisins sem gerir ráð fyrir um 3.500 fer- metra landfyllingu og að um 17.000 fermetrar lands verði hækkaðir. Lágmarks yfirborðshæð lands verð- ur 5 metrar yfir sjávarmáli. Íbúða- byggðin verður því vel varin komi til hækkunar á yfirborði sjávar vegna mögulegrar hlýnunar andrúmslofts- ins. Stærsti hluti útboðsverksins er uppbygging sjóvarnargarðs og upp- röðun á grjóti í ölduvörn. Sjóvarnar- garðurinn verður með tvöfaldri kápu þar sem álagið er mest en þegar inn- ar dregur tekur við léttari grjót- garður. Verktaki mun annast móttöku og flokkun á efni, sem kemur að stærst- um hluta úr grunni Nýja Landspít- alans við Hringbraut. Verktaki í jarðvinnu við Nýjan Landspítala er byrjaður að keyra efni á staðinn. Vegna fiskgengdar í Elliðavogi er leyfilegur framkvæmdatími svo ná- lægt laxveiðiá bundinn við tímabilið frá 1. nóvember til 30. mars. Þetta á við um vinnu í fjörunni og undir sjávarmáli. Gert er ráð fyrir að hægt verði að vinna við landgerð innan við varnargarð utan þess tíma. Samið við Jarðvirki ehf. Verkið var boðið út í lok október og tilboð opnuð 14. nóvember. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Lægsta til- boð átti Jarðvirki ehf. og hefur verið ákveðið að ganga til samninga á grunni þess. Jarðvirki bauðst til að vinna verkið fyrir 37,1 milljón, sem var 66% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 56 milljónir. Næst lægsta tilboðið átti Jarðval sf., 48 milljónir. Vogabyggð er hverfið sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæ- brautar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verði um 56.000 fermetrar. Skipulags- svæðið er um 18,6 hektarar. Lóð- arhafar á öllu svæðinu eru um 150 og rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu. Vogabyggðinni er skipt í 5 skipu- lagsreiti. Búið er að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir svæði 1 (Gelgju- tangi) og 2 (Súðarvogur) og eru framkvæmdir hafnar á síðarnefnda svæðinu. Sem fyrr segir liggur fyrir deili- skipulag svæðis 1 á Gelgjutanga. Fé- lagið Festir, í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar (Samskip) og Ingibjarg- ar Kristjánsdóttur, átti fjórar af fimm lóðum þar. Þar hafði Festir látið forhanna 270 íbúðir í fjórum byggingum. Fram kom í fréttum í sumar að Festir hefði selt lóðirnar til félagsins U 14-20 ehf., dóttur- félags Kaldalóns bygginga hf. sem er tengt Kviku banka. Nýir eigendur munu nú útfæra verkefnið. Bjarg – íbúðafélag ASÍ og BSRB mun byggja eitt hús með um 60 íbúðum á Gelgjutanga, að því er fram kemur á heimasíðu Bjargs. Eru íbúðirnar ætlaðar fyrir tekju- lágar fjölskyldur og einstaklinga. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast á Gelgjutanga. Ljúka þarf við sjóvarnargarða og landfyllingar og í framhaldinu þarf að fergja land- ið og þjappa áður en hægt verður að hefja byggingu húsanna. Þá eru á Gelgjutanga gamlar byggingar sem á eftir að rífa. Morgunblaðið/sisi Gelgjutangi Framkvæmdir að hefjast. Spítalamold komin á svæðið og brátt verður byrjað á grjótgarði. Tölvumynd/Rakel Karls Vogabyggð 1 Glæsibyggingar rísa á Gelgjutanga þegar undirstöðurnar verða traustar. Sjóvarnargarður við Gelgjutanga  Landfylling í Vogabyggð 1 verður varin með grjóti  Mold af Landspítalalóð ekið á svæðið Ný landfylling á Gelgjutanga við Elliðavog Sjóvarnargarður Land fylling Kleppsm ýrarveg ur GELGJ UTANG I Elliða- vogur Snarfara- höfn Kjalarvogur Ný lóðamörk Grunnkort/Loftmyndir ehf. Borgarráð samþykkti í maí 2017 tillögu umhverfis- og skipulags- ráðs að auglýsa nýtt deiliskipu- lag Vogabyggðar 1 á Gelgjutanga. Ef þetta yrði að veruleika mátti ljóst vera að svokölluð innri leið Sundabrautar væri úr sögunni, en hún átti að taka land á Gelgjutanga. Nú er ferlið komið svo langt að ekki verður aftur snúið. Þetta var sú leið sem Vega- gerðin hafði mælt með enda hafði hún metið að þetta væri ódýrsti kosturinn við lagningu brautarinnar. Nú er aðeins einn kostur eftir varðandi legu Sunda- brautar, svokölluð ytri leið frá Kleppsbakka. Sú leið er talin 10 milljörðum dýrari framkvæmd en innri leiðin. Vegagerðin telur að Reykjavíkurborg eigi að greiða mismuninn en því hafnar borgin. Borgarráð samþykkti í fyrra að hefja viðræður við Vegagerðina um Sundabraut en þær viðræður eru ekki hafnar ennþá. Sundabraut hefur verið sýnd á Aðalskipulagi Reykjavíkur frá árinu 1984, eða í yfir 30 ár. Hún var kynnt sem meginstofnleið um höfuðborgarsvæðið, tenging fyrir norðurhluta Reykjavíkur að Kjalarnesi og vegtenging fyrir Vestur- og Norðurland. Margoft hefur verið þrýst á að taka ákvörðun um þessa braut. Sig- urður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra sagði nýlega að hugmyndir væru uppi um að einkaaðilar fjármögnuðu Sunda- braut með veggjöldum. Í frétt á heimasíðu borgar- innar segir að Gelgjutangi sé fornt örnefni en sagan hermir að Ketilbjörn hinn gamli landnáms- maður hafi lent skipi sínu Elliða við tangann og bundið þar land- festar. Gelgja er fornt orð fyrir festi. Tanginn var því nefndur Gelgjutangi en árnar sem renna í voginn voru nefndar Elliðaár eftir skipi Ketilbjarnar. Íbúðabyggð á Gelgjutanga útilokar ódýrasta kostinn INNRI LEIÐ VAR MÖGULEGT VEGARSTÆÐI SUNDABRAUTAR Innri leiðin Ekki lengur möguleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.