Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Str.
38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
MEÐ PÓSTINUMÁ ÖLL HEIMILIÍ VIKUNNI
JÓLABÆKLINGUR
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
telur ótímabært að ræða um framtíð
Reykjavíkurflugvallar.
Haft var eftir Njáli Trausta Frið-
bertssyni, formanni starfshóps um
framtíð innanlandsflugs, í Morgun-
blaðinu í gær að nýjar tillögur hóps-
ins fælu í sér að áfram yrði flugvöllur
í Vatnsmýri næstu 15-20 ár. Byggja
ætti upp Reykjavíkurflugvöll sem
varaflugvöll fyrir innanlandsflug.
Dagur segir ótímabært að bregð-
ast við skoðunum Njáls Trausta.
„Þannig háttar til að ég á sæti í
nefnd um flugvallarmálin sem sam-
gönguráðherra skipaði. Nefndin er
undir forystu Eyjólfs Árna Rafns-
sonar og í henni eiga sæti fulltrúar
stóru flugfélaganna tveggja, Isavia
og fleiri aðilar. Meðan því starfi er
ólokið tel ég ekki rétt að blanda mér
í umræður um niðurstöður annarra
hópa eða um þessi mál í heild sinni,“
segir Dagur. Niðurstöðu hópsins sé
að vænta á fyrri hluta næsta árs.
Fagnar umræðu um öryggi
„Að öðru leyti fagna ég því að
varaflugvallarmálin séu komin á
dagskrá og flugöryggi í því sam-
hengi. Það er ljóst í mínum huga að
það þarf að taka þau mál mjög föst-
um tökum,“ segir Dagur.
Spurður hvort það stefni því ekki í
að Reykjavíkurflugvöllur verði
byggður upp sem varaflugvöllur
segist Dagur telja að „ekkert sé
hægt að fullyrða um það á þessu
stigi.“
Spurður hvernig gangi að kanna
önnur flugvallarstæði, þar með talið
Hvassahraun, ítrekar Dagur að
nefndin sé að skoða þessi mál.
Hann vilji því hafa sem fæst orð
um það að sinni.
Hvassahraunið efst á blaði
Spurður hvort einhverjir aðrir
kostir en Hvassahraun séu enn til
skoðunar á þessu stigi rifjar Dagur
upp að sá kostur hafi verið efstur á
blaði hjá Rögnunefndinni. „Í erind-
isbréfi þeirrar nefndar sem nú er að
störfum er meðal annars rætt um að
skoða Hvassahraun,“ segir Dagur.
Hann segir aðspurður líklegt að
fyrir jól verði greint frá niðurstöðu
hóps sem er að undirbúa skipulags-
samkeppni um Samgöngumiðstöð á
BSÍ-reit í Vatnsmýri.
Meðal þess sem komi til skoðunar
í næstu skrefum sé sú hugmynd að
afgreiðsla fyrir flugfarþega verði í
miðstöðinni og sé það óháð staðsetn-
ingu flugvallarins.
Samstaða þvert á flokka
Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir
samstöðu um það þvert á flokka að á
meðan ekki finnst annar staður fyrir
flugvöll verði Reykjavíkurflugvöllur
á sínum stað í Vatnsmýri.
„Manni sýnist lítið hafa þokast í þá
átt að finna nýjan stað fyrir flugvöll.
Jafnframt virðist ekki neitt bita-
stætt vera að gerast varðandi
Hvassahraun. Það er frekar að
óvissan í fluginu leiði til þess að
menn standi enn meira saman um
Keflavíkuflugvöll. Ég tel líkurnar á
nýjum flugvelli í Hvassahrauni hafa
frekar minnkað en ekki aukist.
Menn voru bjartsýnir á að geta
hraðað uppbyggingu nýs flugvallar.
Nú eru blikur á lofti í fluggeiranum
og þá held ég að menn fari sér hæg-
ar.“
Lestarstöð Íslendinga
Eyþór kveðst aðspurður hafa
skýra afstöðu til Reykjavíkurvallar.
„Flugvöllurinn verður þarna
áfram meðan ekki er til annar staður
jafn góður eða betri. Meðan annar
valkostur er ekki til getum við ekki
lokað á flugumferðina til og frá
Reykjavík. Þetta er að vissu leyti
lestarstöðin okkar Íslendinga, teng-
ing við landsbyggðina. Þótt Vatns-
mýrin sé freistandi byggingarland
er ekki raunhæft að flugvöllurinn
fari nema það finnist annar staður
sem er að minnsta kosti jafn góður
fyrir flugvöll,“ segir Eyþór.
Spurður hvort til greina komi að
byggja upp Reykjavíkurflugvöll til
frambúðar svarar Eyþór að fá þurfi
botn í hugmyndir um Hvassahraun.
„Það má segja að stórar hug-
myndir sem ekki verða að veruleika,
hvort sem það er fluglest til Kefla-
víkur, borgarlína með lestum eða
innanlandsflugvöllur á öðrum stað
en í Vatnsmýri, verða til þess að ekki
er farið í uppbyggingu Reykjavík-
urflugvallar. Þess vegna er svo
mikilvægt að þessi skoðun sem fór í
gang varðandi Hvassahraun verði
leidd til lykta,“ segir Eyþór.
Fjármögnunin ekki tryggð
Viðræðuhópur ríkis og sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu gerir
ráð fyrir að 42 milljarðar fari til upp-
byggingar borgarlínu til ársins 2033.
Eyþór hefur efasemdir um að fjár-
mögnun sé tryggð.
„Mér sýnist þetta ekki vera fjár-
magnað. Rætt er um nýja skatta og
ný gjöld til að fjármagna þessi
áform. Það bendir til að ekki sé búið
að fjármagna verkefnið og að það sé
frekar óskalisti en áætlun.“
Fjármagn í borgarlínu verður
m.a. sótt með innviðagjöldum. Ey-
þór segir slík gjöld ýta undir íbúða-
verð.
„Þau eru nógu há gjöldin sem lögð
eru á íbúðir í Reykjavík, bygging-
arréttargjöldin, þótt þau séu ekki
hækkuð enn frekar. Það fer beint út í
verðlagið eða leiðir til þess að fleiri
kjósa að búa annars staðar,“ segir
Eyþór Arnalds.
Ekkert ákveðið um flugvöllinn
Borgarstjóri telur ótímabært að ræða hvort tillögur leiði til uppbyggingar Reykjavíkurflugvallar
Oddviti Sjálfstæðisfloksins telur líkur á að lagður verði flugvöllur í Hvassahrauni hafa minnkað
Morgunblaðið/RAX
Uppbygging Starfshópur vill efla Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll.
Dagur B.
Eggertsson
Eyþór
Arnalds
Hrafnkell V.
Gíslason, forstjóri
Póst- og fjar-
skiptastofnunar
(PFS), segir ósk
Íslandspósts um
framlag úr jöfn-
unarsjóði alþjón-
ustu vera til skoð-
unar hjá
stofnuninni.
„Erindið er í
stjórnsýsluferli. Þegar svona erindi
kemur er það regla frekar en undan-
tekning að við heimfærum það upp á
viðhlítandi lagabókstaf. Við afmörk-
um síðan erindið niður í þá heim-
færslu og óskum nánast alltaf eftir
frekari gögnum og/eða andmælum
við áætlaða málsmeðferð okkar.
Þetta var það sem við gerðum í þessu
máli,“ segir Hrafnkell.
Sjóðurinn er enda tómur
Spurður um tímarammann kveðst
Hrafnkell ekki hafa skilið erindið á
þann veg „að óskað hafi verið hér og
nú eftir þessu framlagi“, enda jöfn-
unarsjóður alþjónustu pósts tómur.
Hversu langan tíma taki að afgreiða
erindið ráðist af því hvenær stofn-
unin fær fullnægjandi gögn frá Ís-
landspósti sem rökstyðja umsókn.
Spurður hvort heimilt sé að sækja
um fjármuni úr jöfnunarsjóði alþjón-
ustu afturvirkt, þ.e.a.s. jafnvel aftur
til ársins 2013 eins og rætt er um í til-
viki Íslandspósts, segir Hrafnkell
þetta meðal atriða sem tekin verði af-
staða til í málsmeðferðinni. Hann rifj-
ar upp að Míla hafi á árum áður sótt
um úr öðrum sjóði, jöfnunarsjóði
fjarskipta. Á sínum tíma hafi PFS
hafnað umsókn um framlag. Míla hafi
kært það til úrskurðarnefndar fjar-
skipta- og póstmála sem tók aðra af-
stöðu. baldura@mbl.is
Yfirfara
gögn frá
póstinum
Hrafnkell V.
Gíslason
PFS metur um-
sókn Íslandspósts
Vindstrengir eins og sá sem myndast
í Lækjargötu í stífri norðan- eða
norðaustanátt (katabatískir vind-
sveipir) eru þekkt fyrirbæri í skipu-
lagsfræðunum, að sögn Gests Ólafs-
sonar, skipulagsfræðings og
fyrrverandi kennara í skipulags-
fræðum við Háskóla Íslands.
„Menn ættu auðvitað að nota
skipulagsfræðina við allt skipulag, en
það er töluverður misbrestur á því,
því miður,“ sagði Gestur. Hann rifjaði
upp að þegar hann var í skipulags-
nefnd Reykjavíkur, tiltölulega ný-
kominn frá námi, voru hugmyndir um
að reisa meira en eins kílómetra
langa blokkarlengju í norðurhluta
Breiðholts þrjú.
„Ég hélt langloku um þessa vind-
hverfla og hvernig þeir geta magnast
upp á skjólhlið bygginga og allt að
þrefaldað vindhraðann skjólmegin
eða jafnvel meira. Í kjölfarið var líkan
af þessu skipulagi sent í vindgöng í
Danmörku. Útkoman varð sú að
þessar blokkir voru slitnar í sundur,“
sagði Gestur. Þetta dró verulega úr
myndun vindhverflanna. Hann segir
að það þurfi að gæta að því að það
sem á að veita skjól geti í raun magn-
að upp vindstyrk skjólmegin.
Gestur sagði að margt sem gert
var í skipulagi fyrri ára myndi líta
öðruvísi út ef það hefði mótast af nú-
tímaaðferðafræði í skipulagi. Nú
væru til vindgöng hér á landi þar sem
hægt væri að gera líkanatilraunir
með skipulag og auðvitað ættum við
að nota þau. „Gott skipulag er miklu
flóknara mál en að halda teikni-
samkeppni meðal arkitekta um ein-
stakar eða nokkrar byggingar. Það er
margt fleira sem skiptir máli í þessu
sambandi,“ sagði Gestur. Hann sagði
að skoða þyrfti heildarmyndina, sam-
spil bygginga og margra annarra að-
stæðna á grundvelli skipulagsvísind-
anna til þess m.a. að draga úr því að
vindstrengir og vindsveipir mynd-
uðust.
Til að draga úr vindstrengnum í
Lækjargötu og á Lækjartorgi þyrfti
að setja skipulagið í vindgöng til að
sjá hver áhrif mismunandi vindátta
og vindstyrks eru, að mati Gests.
Hann sagði að til væri vindrós af
svæðinu og þekkt hvaða vindáttir
væru algengastar og úr hvaða áttum
verstu veðrin kæmu. Til eru ýmsar
aðferðir til að draga úr mögnun
vindsins og finna bestu lausnirnar,
m.a. með tilraunum í vindgöngum.
gudni@mbl.is
Vindstrengir eru þekkt fyrirbæri
Ýmsar aðferðir til að draga úr mögnun vinds Líkanatilraunir í vindgöngum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Höfðatorg Þar myndast sterkir
vindsveipir við tilteknar aðstæður.