Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 35
ákveðið. Ólafur var voðalega yndis- legur karl.“ Á tímabili hætti Raggi að syngja. „Ég vildi gera eitthvað annað, byrjaði með bílasölu og svo stofn- uðum við RB-bílaleiguna. Helle keyrði á eftir mér í mörg ár eða þar til við seldum leiguna og ég byrjaði aftur að syngja fyrir um 15 árum,“ segir hann. Minningin kall- ar fram mikinn hlátur hjá þeim báðum. „Við vorum með 34 bíla og við fengum alla sem við þekktum, allar stórstjörnurnar, til að þvo og sækja þá hingað og þangað, menn eins og Hemma Gunn og Ómar Ragnars, Ástvald, píanóleikara og frænda Þorgeirs Ástvalds, og ég veit ekki hvern. Menn voru doblað- ir vinstri, hægri. Þetta voru skemmtilegir tímar en bílaleigan gaf ekki mikið í aðra hönd, þrátt fyrir mikla vinnu.“ Merkilegasta fyrirbrigðið Þorgeir og Raggi hafa skemmt saman um árabil, fyrst með Sumar- gleðinni og tveir saman síðan Raggi varð 70 ára. „Við förum um allar trissur. Bara hringja, þá kom- um við, eins og Silli og Valdi sögðu. Einu sinni vorum við beðnir um að syngja fyrir deyjandi konu á Borg- arspítalanum. Við sungum fyrir hana inni á stofu og uppfylltum þannig hennar hinstu ósk.“ Raggi hefur „messað“ með Þor- geiri og sr. Eðvarð Ingólfssyni í Akraneskirkju 11 ár í röð. Eðvarð hefur skiplagt söngmessuna og sú næsta og hugsanlega sú síðasta verður 10. febrúar nk. „Þetta hefur verið mjög gaman og Eðvarð er al- veg yndislegur.“ Raggi kom svokallaðri Sumar- gleði á koppinn, hún sló í gegn og gekk í 15 sumur. „Sumargleðin er merkilegasta fyrirbrigði sem hefur verið á Ís- landi,“ segir Raggi. „Hvenær lauk henni aftur?“ „Sumargleðin hætti 85,“ svarar Helle af öryggi. Hún byrjaði með Hljómsveit Ragga Bjarna og Ómari Ragnars, síðan bættist Karl Einarsson eftirherma við og svo fjölgaði í hópnum á hverju sumri, þar til 14 manns voru á sviðinu. „Ómar var algjör bjarg- vættur og flugvélin hans kom sér oft vel,“ segir Raggi. „Meðal ann- ars komum við manni undir lækn- ishendur á síðustu stundu, þökk sé Ómari og Frúnni. Hann var stund- um seinn af því hann var upptek- inn í fréttatíma Sjónvarpsins en þá var honum bara betur fagnað þeg- ar hann kom.“ Raggi segir að skemmtunin hafi verið mjög afslöppuð. „Þegar ég réð Hemma vin minn Gunn, spurði hann hvað hann ætti að gera. Það veit ég ekki, svaraði ég. „Heitirðu ekki Hermann Gunnarsson, get- urðu ekki gert eitthvað, búið til þætti, kallað fólk upp á svið?“ Sama var með Magga Ólafs, sem var að leika Þorlák þreytta í Kópa- vogsbíói. Farðu bara í slopp og geispaðu, sagði ég við hann, þegar hann kom til mín.“ Raggi segir að Sumargleðin hafi verið óhemju vinsæl. „Það eru til upptökur frá henni og það væri gaman að rifja upp þessa hátíð með sýningum frá henni í sjón- varpi. Af nógu er að taka.“ Skemmtunina hugsaði Raggi fyrir landsbyggðina, tveggja tíma skemmtun og dansleikur á eftir. „Við skemmtum meira að segja fyrir fámennið í Hrísey og var boðið í hangikjöt á eftir. Þá stakk Stefán Jóhannsson, trommari hjá mér, upp á því að við skemmtum í Reykjavík. Ég tók hann á orðinu og það varð allt geggjað þegar við komum hingað, allt sprakk í loft upp. Við skemmtum fram að jólum ár eftir ár. Sumargleði í desember. Hugsaðu þér!“ Ragga Bjarna Morgunblaðið/RAX Samhent hjón Raggi man ekki allt og þá kemur Helle, tölvan hans Ragga, eins og sonur þeirra segir, til sögunnar, FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • www.selena.is Opið alla daga til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.