Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 vær maður, lágvaxinn, ögn hok- inn, varð bóndi eins og faðir hans og forfeður, en hefði átt að fara í langskólanám, verða mennta- og fræðimaður, enda var hann vel lesinn og lét vel að skrifa. Elli skrifaði t.d. greinina Í minningu góðs granna um föður minn í bók- inni Gunnar á Hjarðarfelli, þar sem hann segir frá ýmsum minn- ingum og samskiptum fjölskyldn- anna í Dal og Hjarðarfelli, sam- starfi í ýmsum sveitastörfum í heyskap og smalamennskum, samskipti þar sem aldrei bar skugga á. Í þessari grein rifjar hann upp að hafa verið vetrar- maður á Hjarðarfelli þegar pabbi var langdvölum að heiman á Bún- aðarsambandsþingum eða í öðr- um félagsmálastörfum. Hann lýs- ir bókasafni ungmennafélags sveitarinnar sem var geymt á Hjarðarfelli og hann sótti mikið í bækur þar til að lesa. Síðar var það ég sem sótti mér bækur í hreppssafnið þegar það var geymt í kjallaranum í Dal og ég naut þess mjög að koma inn í litla herbergið, fletta bókum og finna bókalyktina. Þetta litla bókasafn var ein ástæða þess að ég lærði bókasafnsfræði. Svona endurtek- ur sagan sig. Elli var oddviti í Miklaholts- hreppi í mörg ár, sinnti þeim störfum vel og var vel liðinn af sveitungum sínum. Þegar ég var barn og unglingur var hann með- hjálpari við Fáskrúðarbakka- kirkju og enn verður mér hugsað til hans þegar ég fer til kirkju. Mér finnst enginn meðhjálpari lesa kirkjubænirnar með sömu réttu áherslum og hann gerði. Eftir að þau hjón brugðu búi komu þau sér upp sumarbústað á Holtsenda, þar sem þau sáu fjallahringinn í Miklaholts- hreppnum, upp að Dal og Hjarð- arfelli. Ég hygg að þar hafi þeim liðið vel, fengið heimsóknir ætt- ingja og sveitunga. Þar fannst mér gott að koma, reyndi að líta inn ef ég sá bíl í hlaði þegar ég var fyrir vestan. Það var alltof sjald- an, því miður. Þessar fátæklegu línur bera innilegar samúðarkveðjur til Gerðu og fjölskyldunnar allrar með þökk fyrir allt gott í ótal mörg ár. Vertu svo kært kvadd- ur, frændi og vinur. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Í síðustu viku bárust mér þau tíðindi að Elli í Dal væri allur. Tíðindi sem ekki að öllu leyti komu á óvart en samt er það svo að þegar náinn vinur, frændi og fyrirmynd í lífinu kveður þá fyll- ist maður sorg og söknuði. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég hóf að venja komur mínar í Dal. Pabbi og mamma ráku veiði- húsið í Dal á sumrin og það var stutt að fara að hitta krakkana í Dal, þau Gillí, Halldór, Rósu og seinna Egil. Allt frá fyrstu stundu var mér tekið eins og ein- um af fjölskyldunni og þannig var það ætíð síðar. Mikið var gaman að fá að taka þátt í lífinu í Dal. Þó svo að við krakkarnir höfum tekið snemma þátt í þeim endalausu verkefnum sem fylgja sveitalífinu þá fengum við mikið rými til að leika okkur og búa til heima margskonar ævintýra. Stundum var kannski ekki farið að ýtrustu öryggisstöðlum dagsins í dag. Við fengum að veltast með Ella á traktornum, sitjandi á brettunum eða standandi á beislinu. Óskap- lega þótti okkur gaman að því að hanga í rakstrarvélinni, elta sláttugreiðuna og horfa á stráin falla í ljáinn. Að sitja aftast á kerrunni og láta lappirnar dingla var í sérstöku uppáhaldi. Elli var endalaust þolinmóður, eftirláts- samur og ætíð talaði hann við okkur sem jafningja. Snemma fengum við verkefni við hæfi en jafnframt var okkur gerð grein fyrir ábyrgðinni sem fylgdi. Fyrsta verkefnið var að sækja kýrnar á meðan þeirra naut við og síðan að jafna til í vot- heysgryfjum, moka í blásara og jafna til í hlöðum ásamt því að að- stoða við önnur verk sem falla til við búreksturinn. Einhvern vegin tókst Ella og Gerðu að stilla til- verunni þannig að mörkin á milli starfs og leiks urðu óljós og okk- ur datt aldrei í hug að koma okk- ur undan verkum. Þvert á móti þótti okkur upphefð í því að vera tekin sem fullgildir þátttakendur. Um tíma hélt Elli nákvæmt bókhald yfir framlag okkar og fengum við samviskusamlega greitt eftir því hve oft við sóttum kýrnar og seinna hvað marga vot- heysvagna við jöfnuðum. Þetta voru kannski ekki háar greiðslur en þær ýttu undir stoltið og gerðu framlag okkar alvöru. Síðar þegar ég og Halldór höfðum sótt okkur búfræði- menntun og þóttumst miklir menn fengum við að taka þátt í ákvörðunum tengdum búrekstr- inum. Fáar ákvarðanir eru stærri og heilagri á sauðfjárbúi en að velja líflömb og þá sérstaklega hrúta til undaneldis. Það er til marks um hvernig Elli var gerð- ur, að á þessu sviði sem og öðrum, leyfði hann hinum ungu búfræð- ingum að gera sig gildandi. Ég er eilíflega þakklátur Ella og Gerðu hvernig þau tóku á móti mér inn á heimilið og leyfðu mér að gerast heimagangur í Dal. Að fá að taka þátt í sveitalífinu og fá að verða samferða þeim í gegnum lífið hefur gert líf mitt ríkara. Í Dalfólkinu eignaðist ég mína aðra fjölskyldu og var Elli mér sem annar faðir. Ég og Gulla munum sakna þess að hitta þig ekki uppi í Holtsenda og spjalla við þig og Gerðu um allt á milli himins og jarðar. Sérstaklega var gaman að ræða við þig um bókmenntir og gamla tíma enda varstu dæma- laust vel lesinn. Vertu sæll, minn gamli vinur. Stefán Örn Valdimarsson. Góður félagi og vinur er fallinn frá, minningar frá liðnum árum koma fram í hugann. Fyrst er að minnast æskuáranna, þegar við frændur og nágrannar í Dal og Hjarðarfelli lékum okkur saman. Fljótlega fórum við að halda okk- ar eigið íþróttamót með krökkun- um af bæjunum. Á eyrinni við gil- ið á Hjarðarfelli var valinn staður til keppni. Þar var Elli alltaf sprettharðastur. Þegar fram liðu stundir gengum við í Íþróttafélag Miklaholtshrepps, þar fengum við okkar félagsþroska. Íþrótta- mótin héldu áfram á ýmsum stöð- um sem þóttu henta hverju sinni þar til íþróttavöllur var byggður upp við Breiðablik. Snemma vaknaði tónlistar- áhugi hjá bræðrum, Ella og Ein- ari, og æfðu þeir dansmúsík heima í Dal til að spila á dans- leikjum vítt og breitt um héraðið. Og voru þá ævinlega bara tveir. Þegar kom að uppbyggingu á nýju íbúðarhúsi í Dal tóku þeir bræður höndum saman og byggðu upp myndarlegt íbúðar- hús sem stendur enn. Fljótlega kom að því að Elli tók við búsfor- ráðum í Dal. Nú kom búfræði- menntunin í góðar þarfir en hann nam búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri. Eins og víðar í sveit- um landsins var komið að því að stækka bú. Þetta fór ekki framhjá bóndanum í Dal, hann lét ekki sitt eftir liggja, lét ræsa fram mýrar, bylta jarðvegi og breyta í gróðursæl tún. Árið 1962 kemur ung stúlka norðan af Ströndum, Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, sem kaupa- kona að Dal. Fljótlega tókust með þeim ástir og gengu í hjóna- band ári seinna, sem hefur verið þeim mjög farsælt. Þarna var komin frænka Ástu og náin vin- kona. Samskipti heimila okkar urðu mikil. Eins og títt var í sveit- um hjálpuðumst við að þegar á þurfti að halda og lá Elli aldrei á liði sínu í slíkum tilvikum, lýsti það greiðvikni og hjálpsemi hans. Fjölskyldur okkar áttu ótal margar gleðistundir saman þar sem börn okkar voru á svipuðum aldri, jólaboð og margt fleira. Elli var virkur í félagsmálum fyrir sveitina, í íþróttafélaginu, búnaðarfélaginu, sóknarnefnd og var formaður þar um árabil og meðhjálpari. Einnig tók hann virkan þátt í kórstarfi kirkjunn- ar. Í hans umsjá var kirkjan tekin í gegn, bæði utan og innan, máluð og lagfærð í þá veru sem hún er í dag. Svo kemur að því að Elli velst sem fulltrúi í sveitarstjórn og varð síðar oddviti sveitarinnar um árabil. Sat hann lengi í skóla- nefnd Laugargerðisskóla fyrir Miklaholtshrepp og um tíma var hann formaður nefndarinnar. Í ritinu Byggðir Snæfellinga skrifaði Elli byggðalýsingu Miklaholtshrepps. Einnig sá hann að miklum hluta um efnisval fyrir bókina Ábúendur og saga Eyja- og Miklaholtshrepps frá 1900. Þegar til stóð að halda skemmtisamkomur í sveitinni var sjálfsagt að leita til Ella í Dal og var því alltaf vel tekið og skilaði hann frá sér góðu verki og fylgdi því áfram í flutningi. Hann unni ávallt sveitinni sinni og átti góðar stundir á Holtsenda á sumrin eftir að þau Gerða fluttu frá Dal og nú síðast í sumar. Við minnumst þessa góða vin- ar og félaga í gegnum árin með hlýju og þakklæti fyrir allt. Gerðu og fjölskyldunni sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Bjarni og Ásta, Stakkhamri. Elli minn, gamli vinur og félagi í tónlistinni til margra ára. Nú ert þú farinn, en hver veit nema þú lesir þetta jafnóðum og skrifað er. Eflaust muna margir þá tíð, þegar Dalbræður og síðar Stjör- nukvartettinn léku fyrir dansi, ýmist þrír, stundum fjórir og jafnvel fimm á dansleikjum vest- ur á Snæfellsnesi, í Borgarfirð- inum og allt norður í Húnavatns- sýslur. Einar heitinn bróðir þinn sat við píanóið, þú sast við trommurnar og ég blés í tenór- saxinn. Mig langar að minnast einnar ferðar, sem við fórum þrír saman, líklega sumarið 1960. Við höfðum verið ráðnir til að leika fyrir dansi á sumarskemmtun Framsóknar- flokksins á Blönduósi. Veðrið var einstaklega gott, sólskin og hiti og það svo, að við námum staðar uppi á miðri Holtavörðuheiði, réttum úr okkur og teyguðum fjallalofið. Eins og góðum hljóm- sveitum sæmir vorum við mættir tímanlega á staðinn. Eftir að hafa innritað okkur á hótelið fórum við að borða, allt í boði Framsókn- arflokksins. Þegar skemmtunin hófst var hvert sæti skipað í saln- um en einhvers staðar var okkur holað niður. Síðan hófust ræðu- höldin. Loks var komið að síðasta ræðumanni kvöldsins. Hann sótti í sig veðrið ef nokkuð var eftir því sem á ræðu hans leið og loks greip hann með báðum höndum um bríkur púltsins, hallaði sér framávið og sagði með þungum áherslum fjögur orð. En einmitt þá urðu honum á hroðaleg mis- mæli. Það kom fát á ræðumann. Hann steinþagnaði, en í salnum brast á grenjandi hlátur svo und- ir tók. Ekki man ég hvernig hann gat klórað yfir þetta. Loks var komið að dansleiknum. Við vor- um í stuði eftir það sem á undan var gengið. Fólk hópaðist út á dansgólfið og fyllti salinn. Þessi lota stóð í rúma fjóra klukkutíma. Að dansinum loknum tók sig til maður nokkur og sagði það undravert, hvað þessi „litla hljómsveit“ hefði náð til fólksins og að þessum orðum sögðum dundi við mikið lófaklapp. Þess- um móttökum vorum við ekki vanir og þær glöddu okkur svo ekki sé meira sagt. Jæja Erlendur minn. Árin liðu og við vorum flutt í Borgarnes og þú sast að búi þínu vestur í Dal. Fyrir tilviljun hittum við hjónin ykkur Þorgerði suður á Costa del Sol, alla vega tvisvar og við rifj- uðum upp liðna tíma. Að lokum skilur leiðir. Nú ert þú kominn til betri heima. Þorgerði konu þinni og börnum ykkar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigrún og Ólafur Steinþórsson. Erlendur er fallinn frá eftir veikindastríð. Ég vil minnast hans með nokkrum línum. Er- lendur var magnaður snillingur í ritun svo ég finn fyrir vanmætti mínum þegar ég sest niður og rita þessi orð. Þið ykkar sem lás- uð minningarorð Erlendar um bróður sinn Einar á sínum tíma vitið hvað ég á við. Leiðir okkar Erlendar lágu fyrst saman vestur í Laugargerð- isskóla á Snæfellsnesi haustið 1970. Þá hafði mér verið falin sú mikla ábyrgð 23 ára gömlum að annast skólastjórn við skólann. Skólinn var heimavistarskóli í eigu sex sveitarfélaga á Snæfells- nesi með að jafnaði eitthvað yfir 100 nemendur á skyldunáms- aldri. Erlendur Halldórsson frá Dal var fulltrúi Miklaholtshrepps í skólanefndinni þau fimm ár sem ég stjórnaði skólanum. Hann var varaformaður og ritari skóla- nefndarinnar og féll það oftar en ekki í hans hlut að sinna for- mennsku nefndarinnar. Fyrir vikið voru samskipti okkar náin þessi fimm ár. Það var ekki mikil fyrirferðin í framkomu Erlendar en það kom fljótt í ljós að þar fór skarp- greindur maður sem var vel inni í öllum málum skólans. Hann var sjálfur foreldri barna í skólanum, hann gjörþekkti fólkið í sinni sveit og var sjálfur fjárhaldsmað- ur síns hrepps. Því var hann rétti maðurinn fyrir unga skólastjór- ann að leita til. Þessi fimm ár stóð skólinn í töluvert miklum fram- kvæmdum, s.s. borun eftir auknu heitu vatni, byggingu tveggja kennarabústaða auk ótrúlega mikilla og krefjandi viðhalds- verkefna miðað við nánast nýja byggingu. Þetta voru fjárfrek verkefni fyrir fámenn sveitar- félög. Þetta allt kallaði á sam- vinnu og samráð við skólanefnd- ina og þar var Erlendur í aðalhlutverki. Einnig sýndi hann ætíð verkum okkar kennaranna og annars starfsfólks mikinn og jákvæðan áhuga og traust. Eftir árin fimm við skólastjórn vestra flutti ég og fjölskylda mín af svæðinu og þar með urðu sam- skipti við Erlend og hans fólk ekki frekari á þeim tíma. Svo gerðist það fyrir nokkrum árum að þau hjón Þorgerður og Er- lendur fluttu í stigaganginn til okkar í Stóragerði 8 hér í Reykja- vík. Og mikið var það yndisleg til- viljun. Svo dýrmætir nágrannar eru vandfundnir. Ekki er ég viss um að fremst á óskalista Erlendar sem ungs manns hafi verið að gerast bóndi í Dal. Ég hef haft það á tilfinning- unni að ýmislegt annað í lífinu hafi honum verið hugleiknara. Ekki síst að stunda háskólanám í bókmenntum og ritstörfum. Hann var greinilega mjög vel les- inn um allt milli himins og jarðar en ekki síst íslensk fræði. Hann var í eðli sínu mikil félagsvera og vann sér traust samferðafólks með hógværð og orðvendni. Erlendur virtist alltaf vera leitandi bæði um sitt nánasta um- hverfi og um samfélagsmál hvers tíma. Honum nægði t.d. ekki að lesa Fréttablaðið, hann keypti einnig Moggann. Við Erlendur áttum mörg samtölin um sagnir okkar Íslendinga bæði gamlar sem nýjar. Ég er þegar farinn að sakna mjög þessara góðu stunda. Ég sendi Þorgerði, Halldóri, Rósu, Agli og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Við öll gegnum mismunandi hlutverkum í lífinu, flest okkar hafa mörg hlutverk, sumir fleiri en aðrir. Ég held að afi minn hafi gegnt óteljandi hlutverkum í gegnum tíðina. Fyrir utan afahlutverkið sjálft, þá þótti mér merkilegt að heyra að afi minn, þessi yfirvegaði, sönglandi, góði maður með píp- una sína, hefði eitt sinn verið trommari í hljómsveit. Ofurtöff- ari á öllum sveitaböllum. Annað sem mér þykir nánast yfirnáttúrulegt er að afi, ásamt bróður og góðum vinum, hafi reist nánast með berum höndum og af litlum efnum íbúðarhúsið í Dal. Alla tíð hefur mér þótt þetta glæsilegasta og merkilegasta húsnæði sem ég hef nokkru sinni stigið inn í. Í fyrsta sinn á ævinni á ég eng- an afa, það er sorglegt að hugsa til þess en á sama tíma er ég heppin að hafa fengið að eiga afa svona lengi og ekki síst að hafa fengið að eyða miklum tíma með honum og ömmu. Árin sem ég bjó hjá afa og ömmu voru yndisleg, við brölluð- um margt saman og á kvöldin sátum við afi, amma og 16-19 ára unglingurinn inni í eldhúsi að spjalla saman um daginn og veg- inn, rifjuðum upp góða tíma í Dal eða horfðum saman á misgáfulegt efni í sjónvarpinu. Þegar ungur sjónvarpsmaður reyndi að narra ömmu í falinni myndavél þá gekk það ekki upp hjá honum því ung- lingurinn var að sjálfsögðu búinn að uppfræða afa sinn og ömmu um allar helstu stjörnur sam- félagsins og hvað ber að varast. Afi var mjög þolinmóður. Hann leyfði okkur að flækjast með sér í traktorum um allar trissur, við héngum yfir honum við öll bústörf og tókum þátt eftir getu, vatna kindum, marka lömb, taka á móti lömbum, hlaupa með- fram böggunum, sitja á kerrum, keyra fjórhjólið. Hann kenndi mér að keyra traktor þegar ég var um það bil 9 ára, það gekk vel til að byrja með, eða svo að segja. Allt þar til traktorinn átti að taka af stað og ég sleppti kúplingunni í einum rykk, litla systir mín og frændi sem sátu á kerru aftan í traktornum tókust á loft, lentu á rassinum í mölinni hágrenjandi og afi rauk út að skófla þeim aftur upp á kerruna. Svo rúlluðum við aftur heim á bæ eins og ekkert hefði í skorist og ég kunni nú að keyra traktor. Síðasta minningin sem við afi rifjuðum upp saman var ævin- týraferðin okkar á táningsárum mínum. Við brunuðum á snævi þakinni jörð upp á Seljafell á vél- sleðanum hans. Fórum á hæsta tind fjallsins og sátum þar og dáðumst að fagra Snæfellsnesinu okkar. Á leiðinni heim fór að rjúka svolítið úr sleðanum, mér leist ekki á blikuna og þegar við vorum nánast komin heim þá ákvað afi að stöðva sleðann til að athuga málið. Þegar hann opnaði húddið ruku eldtungurnar upp, ég hljóp lengst í burtu og henti mér ofan í gjótu til að forðast ímyndaða sprengingu. Á meðan mokaði afi snjó á eldinn. Eftir smástund heyrði ég vélarhljóð, leit upp og þar sat afi á vélsleðanum og bauð mér far heim, engum varð meint af nema handbremsunni sem hafði verið á allan tímann og ekki þolað núninginn. Afi hafði góða nærveru og skil- ur eftir góðar og skemmtilegar minningar. Ég mun sakna hans en ávallt hugsa fallega og hlýlega til hans. Þórunn Ella Hauksdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI ÞÓR JÓSAFATSSON, Skúlagötu 3, Borgarnesi, andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju, miðvikudaginn 12. desember klukkan 15. María Guðmundsdóttir Ingibjörg Bragadóttir Sigurlaug Bragadóttir Ólafur Hauksson Guðmundur Bragason Ingibjörg Hallbjörnsdóttir Sigþór Bragason Kristín Anna Björnsdóttir og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, rafvélavirkjameistari, Bauganesi 33a, Reykjavík, andaðist 2. desember á dvalarheimilinu Grund. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elsa Heike Jóakimsdóttir Kristín E. Guðjónsdóttir Baldur Ó. Svavarsson Anna Margrét Guðjónsdóttir Þorgeir Ólafsson Jóhanna B. Guðjónsdóttir Aðalsteinn Ásberg Brynja Birgisdóttir Jan Helsinghoff og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, DANÍEL ÓLAFSSON / FRANK WILLUM ÓLAFSSON, Selvogsgrunni 3, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 27. október eftir skammvinn veikindi. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guð blessi ykkur. Guðrún Gonnigan Daníelsdóttir og barnabörn Þorbjörn Monchai Daníelsson Guðjón Hafþór Ólafsson Björg Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.