Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 87
MENNING 87
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
ICQC 2018-20
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MEATER +
ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR
Stórsniðugur þráðlaus hitamælir sem vinnur með WiFi og Bluetooth.
Fylgst er með hitastigi og stillingum í appi í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu.
VERÐ: 19.995KR
Kalt stríð, Zimna wojna einsog kvikmyndin heitir ápólsku, er ein þeirra semkeppa um Evrópsku
kvikmyndaverðlaunin fyrir bestu
leiknu myndina en hún hefur þegar
hlotið 13 verðlaun og átta tilnefn-
ingar að auki, m.a. verðlaun fyrir
bestu leikstjórn á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í maí síðastliðnum.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
verða afhent laugardaginn 15. des-
ember og kæmi mér ekki á óvart að
myndin hreppti verðlaunin og mögu-
lega nokkur til viðbótar.
Sögusvið Kalds stríðs er Pólland
og Frakkland og hefst sagan árið
1949 í Póllandi. Frá fyrstu mínútu er
ljóst að mikil bíóveisla er fram-
undan, myndin er tekin í svarthvítu
og undurfalleg á að líta, formið hið
sama og í sjónvarpi í gamla daga (4 á
móti 3), mun hærra en breiðtjalds-
formið og tengir áhorfandann óneit-
anlega við þann tíma sem sagan seg-
ir af. Tónlistin er dásamleg og hvet
ég fólk til að sjá myndina með al-
mennilegu hljóðkerfi og helst í bíó-
sal.
Kalt stríð hefst á forvitnilegum og
tregafullum söng tveggja rúnum
ristra karla í pólsku sveitaþorpi og
fleiri þorpsbúar taka svo lagið og
stíga dans, konur jafnt sem karlar,
leikið er á harmonikku og önnur
þjóðleg hljóðfæri. Fljótlega beinist
linsan að karli um þrítugt og nokkru
eldri konu. Þau eru að taka tónlist-
ina upp og eru greinilega í leit að
einhverju. Er þetta útvarpsfólk að
safna efni? Plötuútgefendur? Svarið
fæst fljótlega því áheyrnarprufur
taka við, leit að ungu fólki af báðum
kynjum sem býr yfir söng- og dans-
hæfileikum og á að skipa þjóðlegan
söng- og dansflokk. Þessi flokkur á
að ferðast um Sovétríkin og sýna
það besta sem Pólland hefur upp á
að bjóða, pólskan menningararf, og
hefjast brátt strangar æfingar. Tón-
listarstjóri flokksins, bóheminn, tón-
skáldið og píanóleikarinn Wiktor,
verður ástfanginn af konu í flokkn-
um honum töluvert yngri, Zulu. Zula
er forkunnarfögur, syngur eins og
engill og dansar af miklum þokka þó
ekki sé hún eins reynd í þeirri list og
aðrar konur í flokknum. Hún sker
sig strax úr og býr yfir einhverjum
töfrum sem heilla alla sem hana sjá
og verður ein af stjörnum listflokks-
ins. Zula heillast líka af Wiktori og
eiga þau í leynilegu sambandi.
En kalda stríðið er í algleymingi
og Pólland undir járnhæl Sovétríkj-
anna. Wiktor fær þau fyrirmæli frá
yfirmanni sínum að láta flokkinn
syngja óð til Stalíns og þarf hann til-
neyddur að hlýða þeim. Söng- og
dansflokknum er, þegar öllu er á
botninn hvolft, ætlað að sýna hina
miklu dýrð Stalíns og mikilfengleika
Sovétríkjanna. Wiktor þráir að kom-
ast í frelsið vestan járntjaldsins og
þegar flokkurinn er sendur til Aust-
ur-Berlínar gefst þeim Zulu tæki-
færi til að flýja. Zula guggnar á sein-
ustu stundu en Wiktor fer yfir
múrinn og endar í París þar sem
hann vinnur fyrir sér með píanóleik í
reykfylltum djassklúbbi. Mörgum
árum síðar hittast Wiktor og Zula á
ný þar í borg, Zula þá gift en Wiktor
í sambúð með konu sem hann virðist
hafa lítinn áhuga á. Wiktor og Zula
elska hvort annað ennþá heitt en
virðist ekki ætlað að eyða ævinni
saman. Leiðir skilur að nýju en
mörgum árum síðar eru þau bæði
frjáls og hefja sambúð. Samband
þeirra reynist stormasamt og hvor-
ugt virðist geta fundið hamingjuna,
þrátt fyrir að þau hafi allt til alls í
borg ástarinnar, bæði hæfileikaríkir
tónlistarmenn. En ekkert fær
grandað ástinni, hvorki kalda stríðið
innan sambandsins sem utan né aðr-
ar hindranir sem á vegi þeirra verða
og færa Wiktor og Zula á endanum
miklar fórnir í nafni ástarinnar.
Handrit myndarinnar er byggt að
hluta á ævi foreldra leikstjórans og
handritshöfundarins Pawlikowski
sem fer þá leið að útskýra ekki of
mikið, segja sem minnst og láta
frekar myndir og tóna um frásögn-
ina. Til dæmis eru engar skýringar
gefnar á því hvernig Wiktor og Zulu
tekst alltaf að finna hvort annað en
það gefur sögunni vissulega ljóð-
rænan blæ, ástin leiðir þau alltaf
saman einhvern veginn. Skiptir ekki
máli hvernig en þó hefði mér þótt
betra að fá að vita meira. Tónlistin
er mjög stór og mikilvægur hluti frá-
sagnarinnar, lýsandi fyrir hugar-
ástand persóna og stemningu hverju
sinni og eitt lag er öðrum meira
áberandi, ægifagurt rússneskt ein-
kennislag myndarinnar sem Zula
syngur fyrst í áheyrnarprufum og
heillar Wiktor með söng sínum. Lag-
ið verður síðar þrætuepli þegar Wik-
tor vill snara textanum á frönsku og
Zula er afar ósátt við útkomuna,
enda þýðandinn fyrrverandi ástkona
Wiktors.
Aðalleikararnir, Tomasz Kot sem
leikur Wiktor og Joanna Kulig sem
leikur Zulu, eru mjög sannfærandi í
hlutverkum sínum og trúlegir elsk-
endur. Bæði eru heillandi á sinn hátt
og greinilega hæfileikarík á tónlist-
arsviðinu. Kvikmyndatakan er líka
glæsileg og þó klisjukennt sé frá því
að segja minna einstaka atriði og
tökur oft á málverk. Má þar til dæm-
is nefna atriði þar sem Zula lætur
sig fljóta fullklædda í á og minnir
mjög á margfrægt verk enska mál-
arns Sir John Everett Millais af
Ófelíu.
Sé eingöngu litið til sjónrænnar
hliðar Kalds stríðs verða kvikmyndir
varla mikið fallegri á að líta og mikil
synd væri að sjá hana á litlum skjá.
En hin mikla áhersla leikstjórans á
myndmál og tónlist dregur úr frá-
sögninni því hún verður fyrir vikið
einföld og sagan stutt og lítið um út-
skýringar, sem fyrr segir. Fyrir vik-
ið verður persónusköpunin líka
grynnri en hún hefði ellegar getað
orðið og maður áttar sig stundum
ekki á því hvað plagar elskendurna,
hvað veldur óhamingju þeirra.
Ákveðin skil verða milli umbúða og
innihalds, ef þannig mætti að orði
komast, ójafnvægi þarna á milli en
við vitum þó að Zula er uppreisnar-
gjörn og fylgir nýjum straumum og
stefnum en Wiktor er íhaldssamari
og undirgefnari, þrátt fyrir að hafa
þráð frelsið heitar en hún.
Þetta er falleg kvikmynd og róm-
antísk en ákveðið vonleysi einkennir
hana sem gerir það að verkum að
maður heldur úr bíósal út í vetrar-
myrkrið ögn dapur í bragði. Kalt
stríð stendur undir nafni, þetta er
heldur kuldaleg ástarsaga en sneisa-
full af hlýlegri tónlist og heillandi
svarthvítum myndum.
Ástin á tímum kalda stríðsins
Raddfögur Leikkonan Joanna Kulig syngur eins og engill í Köldu stríði eftir leikstjórann Pawel Pawlikowski.
Bíó Paradís
Zimna Wojna/ Kalt stríð bbbbn
Leikstjóri: Pawel Pawlikowski.
Handritshöfundur: Pawel Pawlikowski,
Janusz Glowacki og Piotr Borkowski.
Aðalleikarar: Joanna Kulig, Tomasz Kot
og Borys Szyc. Pólland og Frakkland,
2018. 84 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Sérstakir jólatónleikar verða haldn-
ir á vegum tónleikaraðarinnar Á
ljúfum nótum í Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag kl. 12 til styrktar
Kvenlækningadeild 21A. Flytjendur
eru Valgerður Guðnadóttir sópran,
Nathalía Druzin Halldórsdóttir
mezzósópran, Lilja Eggertsdóttir,
píanóleikari og listrænn stjórnandi
tónleikaraðarinnar, Kvennakórinn
Concordia og hljómsveit sem skipuð
er auk Lilju fiðluleikurunum Chriss-
ie Guðmundsdóttur, Írisi Dögg
Gísladóttur og Vigdísi Másdóttur,
sellóleikaranum Þórdísi Gerði Jóns-
dóttur, þverflautuleikaranum Pam-
ela De Sensi og kontrabassaleikar-
anum Þorgrími Jónssyni. Allir
flytjendur gefa vinnu sína á tónleik-
unum sem taka um 45 mínútur. Á
efnisskránni eru jólaperlur frá ýms-
um tímum, bæði íslenskar og erlend-
ar. Miðar eru seldir á tix.is og við
innganginn á tónleikadag. Ekki er
tekið við greiðslukortum á staðnum.
Sópran Valgerður Guðnadóttir.
Styrktartónleikar í Fríkirkjunni í hádeginu
Árviss rithöfundalest fer um Austurland í dag og fram á
laugardag. Á ferð verða kunnir höfundar, austfirskir og
aðkomnir, með nýjustu verk sín. „Einar Kárason les úr
skáldsögunni Stormfuglar og Gerður Kristný kemur með
ljóðabókina Sálumessu. Benný Sif Ísleifsdóttir er nýr höf-
undur með austfirskar rætur og með tvær bækur, skáld-
söguna Grímu og barnabókina Jólasveinarannsóknina.
Steinunn Ásmundsdóttir er einnig með tvær bækur, ljóða-
bókina Áratök tímans og skáldævisöguna Manneskjusögu.
Stefán Bogi Sveinsson les úr ljóðabókinni Ópus en henni fylgir geisladiskur
með upplestri og tónlist. Kristborg Bóel mætir með bókina 261 dag og Haf-
steinn Hafsteinsson teiknari fylgir eftir góðu gengi barnabókarinnar Eng-
inn sá hundinn með bókinni En við erum vinir. Auk ofangreindra bóka
verður lesið úr fleiri verkum og heimahöfundar munu bætast í hópinn á
hverjum stað. Þá heimsækja höfundar skóla á svæðinu,“ segir í tilkynn-
ingu. Lesið verður í Herðubreið á Seyðisfirði í kvöld kl. 20, í Safnahúsinu í
Neskaupstað annað kvöld kl. 20, á Skriðuklaustri á laugardag kl. 14 og á
Vopnafirði í Miklagarði einnig á laugardag kl. 20.30.
Rithöfundalest(ur) á Austurlandi
Gerður Kristný