Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 54

Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 www.nordicstore.is CanadaGoose fæst í Lækjargötu Í Nordic Store Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu. Opið til kl. 22.00 alla daga. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Kökurnar sem um ræðir koma frá Bauninni sem er tiltölulega nýstofn- að fyrirtæki sem sérhæfir sig í veg- ankökum. Kökurnar eru ægifagrar og í veislu á dögunum bar svo við að gestirnir kunnu ekki við að skera í listaverkið sem kakan var. En það var auðvitað argasti óþarfi því kök- una ber að borða – og það með bestu lyst. Konan á bak við Baunina heitir Lára Colatrella og er bandarísk. Lára er menntuð í heimalandinu bæði í köku- og eftirréttagerð með næringarfræði sem aukagrein. Hún hafði heimsótt Ísland oft áður en hún ákvað að flytjast hingað. „Ég bjó í Fíladelfíu og fluttist þaðan til Húsavíkur. Það voru töluverð við- brigði,“ segir hún. Nú gerir þú eingöngu vegankökur - af hverju? „Mér fannst það vanta. Það er mikið af veganmat í boði í verslunum og á veitingastöðum en hvar eru eft- irréttirnir?“ Hvaða bragðtegundir eru í boði? „Vinsælustu kökurnar eru hind- berja- og vanillukakan og síðan dökka súkkulaðikakan. Við erum einnig með vanillu og hvítt súkku- laði, karamellukryddköku, sítrónu og timjan og svo kókosköku. Ég reyni ávallt að nota eins vönduð hrá- efni og kostur er sem einnig eru góð fyrir líkamann. Ég nota enga gervi- liti né aukaefni þannig að kakan er ekki bara falleg heldur einnig góð fyrir þig.“ Hver er þín uppáhalds- bragðtegund? „Uppáhaldsbragðtegundin mín er matcha og svart sesam. Ég elska svart sesam.“ Hver eru þín næstu skref? „Ég held að ég taki bara eitt skref í einu. Næsta skref er að kökurnar verða til sölu í Luna Flórens, kaffi- húsi sem á að opna úti á Granda í næstu viku. Kökurnar mínar smell- passa þangað inn og ég er virkilega spennt fyrir því samstarfi.“ Hægt er að panta kökur hjá Láru og skoða fleiri myndir á Facebook- síðu Baunarinnar. Undurfagrar ævintýrakökur Brúðkaupsfín Lára Colatrella, meistarabakari með meiru. Myndin er tekin í brúðkaupinu hennar fyrr á þessu ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ef einhver hefði sagt mér fyrir viku að næsta kaka sem ég myndi falla kylliflöt fyrir væri ekki bara ósegjanlega bragð- góð heldur væri hún vegan í þokkabót hefði ég ábyggilega farið að skellihlæja. Sjáið til – ég nefnilega viðurkenni fúslega að ég er með bullandi fordóma fyrir veganmat og þá ekki síst bakstri. Þess vegna er svo gott og hollt þegar maður áttar sig á því að heimurinn er ekki eins og maður hélt og vegankökur eru bara nákvæmlega jafn góðar og venjulegar kökur – ef ekki betri! Ótrúleg listaverk Kökurnar eru allar ótrú- lega fagrar og bragðgóðar. Ein svona kaka og veisluborðið er fullkomnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.