Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 www.nordicstore.is CanadaGoose fæst í Lækjargötu Í Nordic Store Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu. Opið til kl. 22.00 alla daga. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Kökurnar sem um ræðir koma frá Bauninni sem er tiltölulega nýstofn- að fyrirtæki sem sérhæfir sig í veg- ankökum. Kökurnar eru ægifagrar og í veislu á dögunum bar svo við að gestirnir kunnu ekki við að skera í listaverkið sem kakan var. En það var auðvitað argasti óþarfi því kök- una ber að borða – og það með bestu lyst. Konan á bak við Baunina heitir Lára Colatrella og er bandarísk. Lára er menntuð í heimalandinu bæði í köku- og eftirréttagerð með næringarfræði sem aukagrein. Hún hafði heimsótt Ísland oft áður en hún ákvað að flytjast hingað. „Ég bjó í Fíladelfíu og fluttist þaðan til Húsavíkur. Það voru töluverð við- brigði,“ segir hún. Nú gerir þú eingöngu vegankökur - af hverju? „Mér fannst það vanta. Það er mikið af veganmat í boði í verslunum og á veitingastöðum en hvar eru eft- irréttirnir?“ Hvaða bragðtegundir eru í boði? „Vinsælustu kökurnar eru hind- berja- og vanillukakan og síðan dökka súkkulaðikakan. Við erum einnig með vanillu og hvítt súkku- laði, karamellukryddköku, sítrónu og timjan og svo kókosköku. Ég reyni ávallt að nota eins vönduð hrá- efni og kostur er sem einnig eru góð fyrir líkamann. Ég nota enga gervi- liti né aukaefni þannig að kakan er ekki bara falleg heldur einnig góð fyrir þig.“ Hver er þín uppáhalds- bragðtegund? „Uppáhaldsbragðtegundin mín er matcha og svart sesam. Ég elska svart sesam.“ Hver eru þín næstu skref? „Ég held að ég taki bara eitt skref í einu. Næsta skref er að kökurnar verða til sölu í Luna Flórens, kaffi- húsi sem á að opna úti á Granda í næstu viku. Kökurnar mínar smell- passa þangað inn og ég er virkilega spennt fyrir því samstarfi.“ Hægt er að panta kökur hjá Láru og skoða fleiri myndir á Facebook- síðu Baunarinnar. Undurfagrar ævintýrakökur Brúðkaupsfín Lára Colatrella, meistarabakari með meiru. Myndin er tekin í brúðkaupinu hennar fyrr á þessu ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ef einhver hefði sagt mér fyrir viku að næsta kaka sem ég myndi falla kylliflöt fyrir væri ekki bara ósegjanlega bragð- góð heldur væri hún vegan í þokkabót hefði ég ábyggilega farið að skellihlæja. Sjáið til – ég nefnilega viðurkenni fúslega að ég er með bullandi fordóma fyrir veganmat og þá ekki síst bakstri. Þess vegna er svo gott og hollt þegar maður áttar sig á því að heimurinn er ekki eins og maður hélt og vegankökur eru bara nákvæmlega jafn góðar og venjulegar kökur – ef ekki betri! Ótrúleg listaverk Kökurnar eru allar ótrú- lega fagrar og bragðgóðar. Ein svona kaka og veisluborðið er fullkomnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.