Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Hér er vitnað í þann hluta bókar- innar sem gerist eftir að Stefán tek- ur við Garðaprestakalli á Akranesi. Tilvísunum er sleppt. Húsvitjun og hrossakjöt [...] Ágæt saga, sem tengist þessu starfi, birtir trúlega nokkuð beiskan sannleika um lífið í sumum kotunum á þessu svæði: Ekki kom til greina að borða hrossa- kjöt á prests- setrum á þessum tíma, en prestar vildu að sjálf- sögðu hirða húð- irnar af hest- unum til ýmissa nota. Mörinn hef- ur trúlega verið nýttur til ljósa. Sr. Stefán lét eitt sinn slátra hross- um að hausti til. Þau hafa varla verið fleiri en tvö eða þrjú og vart færri heldur. Einn hjáleigubóndinn fékk að hirða kjötið fyrir það að verka húðirnar. Aflabrestur hafði orðið á Skaganum, svo þetta kjöt var nánast hið eina, sem heimilið hafði til vetr- arins. Bóndinn var svo fátækur, að hann átti engin ílát til að salta kjötið í. Því var það saltað í stafla við innri baðstofugafl, og þaðan runnu pækil- lækirnir fram eftir baðstofugólfinu. Þetta fólk hafði litla forsjá og því var ekkert verið að spara, heldur át hver sem mest hann gat, meðan matur var til. Soðið hrossakjöt var haft í trogum framan við rúmbálkana á nóttunni og menn fengu sér bita milli dúranna. Þetta var svo búið þegar kom fram á útmánuði. Er sr. Stefán kom þar að húsvitja um haustið, með vinnumann sinn sér til fylgdar, þá sneru þeir við í bæj- argöngunum. Lyktin var svo megn, að þeir hörfuðu. En þetta var fyrsta heimilið, sem þeir komu á þann dag- inn, því var ferðapelinn enn ósnert- ur. Þeir skiptu honum á milli sín, æddu inn í baðstofuna, tóku mann- talið og fóru. Presturinn naut þess að láta reyna á kraftana Sr. Stefán hafði alla tíð mikið yndi af glímum og reyndar ýmsum átök- um öðrum. Mælt er, að oft hafi verið glímt eftir messur í Görðum, en á stundum hafi verið farið niður á Skipaskaga, og þá hafi áfengi spillt, svo sem fram kemur hér síðar. En Stefán mun einnig hafa spreytt sig á lyftingum í ætt við það sem hann iðk- aði ungur á Ytra-Hólmi. Hann átti hryssu eina frekar smávaxna og lék sér stundum að því, er menn sáu til, að taka hana í fangið líkt og venju- legur maður tók upp fullorðinn sauð. Að flýta fermingum Ófermdur maður lenti utan sam- félags og sakramentis altarisgöng- unnar. Þess vegna var stundum reynt að slaka nokkuð á fermingar- kröfunum. Frá árinu 1837 hafði bisk- up leyfi til að veita undanþágu til fermingar, ef börn voru aðeins yngri en 14 ára og sérstaklega stóð á, en ferma skyldi öll hæf börn fyrir 19 ára aldur. Sóttu prófastar um þetta fyrir hönd prestanna. Á seinni öldum var hugsunin og málvenjan gjarnan sú, að fermt barn væri þar með kom- ið í fullorðinna manna tölu og það gjarnan undirstrikað með því, að þá fór presturinn að þéra unglinginn. Af því, sem hér verður frá sagt, má og ráða, að ekki hafi verið auðvelt að vista ófermdan ungling hjá vanda- lausum. Allir urðu að vinna fyrir mat sínum. Því var það til óhagræðis að þurfa að halda barni til bókar og jafnvel þurfa að senda það um tíma til náms hjá prestinum. Þetta og fleira kemur fram í þeim bréfaskrift- um sem raktar verða hér á eftir. Í upphafi einmánaðar 1864, skrif- aði sr. Stefán tvö bréf um efni, sem eðlilega hafa lagst nokkuð á hann. Þau gefa sýn inn í samtíma hans, vandamál samfélagsins og vissulega einnig hugarfar hans. Fyrra bréfið reit hann biskupi Helga Thordersen 18. mars: „Þar eð ungmennið Jón Þórðarson í Melshúsum í Garðasókn sökum stórkostlegrar málhelti ekki getur numið bóklestur með þeirri kennslu er oss gefst færi á til sveita, og er þess utan svo tornæmur og mjög erf- itt er að kenna honum utan bókar, þar eð hann nú eftir langvarandi ástundun og alúð aðeins hefur lært fræðin og helstu atriði trúardóm- anna í kverinu, þá leyfi ég mér undirgefnast að óska þess bæði fyrir hönd viðkomandi foreldra og svo sjálfs mín vegna, að nefndur dreng- ur fengi fermingarleyfi herra bisk- upsins á í hönd farandi vori upp á áð- urgreinda þekkingu hans. Og vil eg leyfa mér að geta þess að eg get ekki álitið, að þó fermingu hans enn væri frestað eitt ár eða máske lengur að það gjörði neinn verulegan mun, þar eð ég þekki hversu lítið honum hefur miðað þau tvö síðustu árin er ég hefi hér verið. Svo leyfi ég mér einnig að styðja bæn mína við þau meðmæli sem ég er fullviss um að herra prófasturinn, sem kunnugastur er, muni gefa í þessu efni, sem og geta þess, að þó einhver meiri framför drengsins væri hugsanleg með að koma drengnum í kennslu annarsstaðar, hvað ég þó verð að efa að gagnaði sökum málheltinnar, hvað góð sem fræðslan væri, þá er og þetta undir þessum kringumstæðum varla hugs- andi þar eð ekkert fé er til í slíkan kostnað sem af þessu hlyti að leiða þar eð foreldrarnir þegar fleiri ár hafa þegið fátækrastyrk handa sér og sínum.“ Jón Þórðarson var ekki fermdur fyrr en 1867, á nítjánda aldursári. Var hann þá skráður ólæs, með sæmilega kunnáttu og ágæta hegð- un. Þess er einnig getið, að hann hafi þá lært í 7 ár hjá meðhjálpara S. Lynge. Eins og bréf sr. Stefáns ber með sér, var um þetta leyti byrjað að sinna heyrnleysingjum sérstaklega hér á landi og 1870 var sett tilskipun um, að allir daufdumbir nytu kennslu sér að kostnaðarlausu hér á landi hjá sérhæfðum presti eða í Kaupmannahöfn og gefið var út sér- stakt fermingarkver fyrir þá. Þremur dögum síðar sest prestur niður, skrifar prófasti til að leita ráða og er með mikið samviskumál í huga. Getur hann tekið fermingar- heit af þeim, sem hann veit að hefur engan siðferðisþroska til að halda það? Þetta mál varðar dreng frá Jaðri í Garðasókn: „Þar eð ungmennið Einar Eyjólfs- son, sem yður herra prófastur minn, sjálfsagt er vel kunnugur frá því þér hér voruð prestur, nú er kominn á fermingaraldur (hátt á 15. ár) vil ég leyfa mér ýmissa orsaka vegna að ráðgast um við yður ýmislegt varð- andi fermingu drengs þessa. Þekk- ing hans er nú að vísu alls ekki svo góð sem æskilegt væri, þó er hann nú við það að verða bænabókarfær í lestri og kominn langt með kverið, og af því að hann er fremur greindur álít ég það sjálfsagt að honum það sem eftir er vorsins geti með þeim framförum að hann kunnáttunnar vegna sé fermandi. En það er eink- um siðferði drengs þessa er gjörir mest til eftir mínu áliti. Eins og yður mun ljóst er hann alþekktur að margskonar óknyttum, bæði þjófn- aði, ósannsögli og öðru fleira, og þess utan að framúrskarandi þverúð og þrjósku sem hingað til mest hefur staðið fyrir því að honum yrði kennt [...] “ Ekki hefur fundist skriflegt svar prófasts, en Einar Eyjólfsson frá Jaðri var fermdur þetta vor með ein- kunnunum vel og dável í bóklestri og fræðunum, en illa í hegðun. Enn var bréf skrifað vegna ferm- ingar 20. apríl 1865 um tveimur mán- uðum áður en þau sr. Stefán og Sig- ríður fluttu að Ólafsvöllum. Þá var það ekkjan Guðrún Þorsteinsdóttir á Bjargi, sem mun hafa fengið hjálp hreppstjórans til að stíla bréf sitt til prófastsins: Hér með leyfi ég mér í undirgefni að beiðast þess að þér herra prófast- ur minn vilduð gjöra svo vel og leyfa, að sonur minn Þorsteinn Daníelsson mætti konfermerast í vor, sem er ekki fullra 14 ára fyrr en seint í júlí þ. á. og prestur minn séra Stephán segist ekki hafa vald til að gera nema með yðar leyfi. Ég sem er fátæk ekkja með 3 börnum er að reyna að koma þeim á framfæri án sveitar- styrks, er því mjög áríðandi að geta dvalað þenna dreng sem fyrst, hvað eg og svo get á þessu vori ef að hann næði fermingu. Af þessum ástæðum vona staðfastlega að þér veitið mér það umbeðna, og það hið fyrsta, því konfirmation fer hér líklega fram á Uppstigningardag. Vitnisburð um menntun og hæfilegleika drengsins hef ég beðið prestinn séra Stephán að gefa hér með. Með þessu skrifaði sr. Stefán m.a.: .... hún hefur nú von í góðum sama stað fyrir þenna son sinn, en ein- ungis með því skilyrði, að hann í vor verði fermdur, og að þetta því ríður á næsta miklu fyrir bæði þau, þar eð dvöl drengsins heima er ekkjunni mikið til þyngsla, þar eð stöðu henn- ar er svo varið, að hún hefur hans ekki þörf og drengurinn að hinu leyt- inu er kominn til þess aldurs, að hann þyrfti að fara að venjast al- mennri vinnu, en til þess hefur hann ekki tækifæri hjá móður sinni. Þorsteinn Daníelsson var fermdur þetta vor. Hann fékk dável í öllum þremur greinunum, bóklestri, kunn- áttu og hegðun. Sagður uppfræddur af foreldrum og presti í fjögur ár. Ekki var allt slétt og fellt eða gegnsætt heldur Í prófastsvísitasíu í Garðakirkju 21. júlí 1864 var að venju „spurt að samkomulagi prests og safnaðar, hvar við eigi fannst athugavert ann- að en það, að bóndinn, dannebrogs- maður P. Ottesen á Ytra-Hólmi framkom með bréf þess innihalds, að sökum einhvers ósamþykkis gæti hann eigi haft gagn af embættisþjón- ustu sóknarprestsins og ætlaði því að leita leyfis til að brúka annan prest. Eftir að prófasturinn hafði grennslast eftir ástæðum fyrir þess- um ágreiningi af beggja hálfu og leit- að sáttamiðlunar til forgefins, var þessu máli sleppt að sinni.“ Ragnheiður, dóttir Ingvars Grímssonar og Kristínar Stephen- sen í Laugardalshólum, ólst upp hjá þeim afa sínum og ömmu sr. Stefáni og frú Sigríði, eftir lát móður sinnar. Eitt sinn sagðist hún, barn að aldri, hafa spurt Sigríði ömmu sína, hvers vegna þau hefðu flutt frá Görðum, hvort ekki hefði verið gaman að eiga heima svona nálægt kaupstað? Þá svaraði Sigríður: Heldur þú, að mér hafi þótt það nokkuð skemmtilegt, telpa mín, eins og gerðist einn sunnudag. Afi þinn fór til messunnar í nýjum fötum. Eftir messu fór hann svo með ungu mönnunum úr sókn- inni niður á Skipaskaga. Þar var nóg af víni, hann lenti í slagsmálum, kom heim rifinn og tættur og þeir voru sumir með áverka eftir hann. Myndbrot úr ævi kennimanns Séra Stefán sterki Stephensen (1832–1922) var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, annálaður krafta- maður, stórhuga hugsjónamaður og dugnaðarfork- ur sem skilaði merku ævistarfi. En hann var einnig breyskur drykkjumaður og á köflum fljótfær og mistækur eins og kemur fram í ævisögu hans, Stef- án sterki — myndbrot úr mannsævi, sem Þórir Stephensen, sonarsonur Stefáns, hefur ritað. Garðakirkja Tryggvi Magnússon teiknaði myndina eftir lýsingu. Glíminn Stefán sterki Stephensen. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Mikið úrval af íslenskri hönnun á frábæru verði! Mikið úrval af: • úlpum • kápum • kjólum • buxum • skóm • skarti Loðfóðruð kápa Verð 22.990 Verð 10.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.