Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 73
MENNING 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Ólafur Gunnarsson fer með
lesandann í ævintýraferð
um fortíðina
„Þessi bók er eins og góð kvöldstund
með kærum vini sem þekkir lífið og
mennina og kann að segja sögurnar.“
GU ÐMUNDU R AND R I T HO R S S ON
„Lesandinn grætur hlæjandi, þyrstur
í næstu blaðsíðu. Mögnuð.“
AU ÐU R J ÓN S DÓ T T I R
„Algjört snilldarverk.“
E I N A R K Á R A S ON
Ógleymanlegar persónur
Skrautlegt mannlíf
Óborganlegur húmor
Ó L Í N A K J E RÚ L F Þ O RVA R ÐA R DÓ T T I R / F R É T TA B L A Ð I Ð
E I N A R FA LU R I N GÓ L F S S ON / MORGUNB L A Ð I Ð
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Hæstiréttur á Ítalíu hefur úrskurð-
að að Getty-safninu í Los Angeles
beri að skila til Ítalíu einu kunnasta
verkinu sem er í eigu safnsins,
meira en tvö þúsnd ára gamalli
bronsstyttu. Deilan um verkið hef-
ur staðið lengi og stjórnendur
safnsins eru ekki reiðubúnir að
hlíta úrskurði ítalska réttarins.
Samkvæmt frétt The New York
Times gæti málið þróast út í alvar-
lega milliríkjadeilu.
Verkið er þekkt sem „Sigursæll
unglingur„ eða einfaldlega „Getty-
bronsstyttan“. Er það talið eitt
finasta bronsverk sem til er frá svo-
kölluðu klassíska tímabili á Grikk-
landi en líklegast er talið að styttan
hafi verið steypt þar. Ítalskir fiski-
menn fundu styttuna í Adríahafinu
árið 1964 og keypti bandaríska
safnið hana.
Ítölsk stjórnvöld hafa lengi gert
kröfu í verkið, þar sem það fannst,
að þeir segja, á ítölsku hafsvæði.
Engu að síður er styttan líklega
grísk en var mögulega á skipi á leið
til Ítalíu þegar hún sökk einhverra
hluta vegna í hafið.
Haft er eftir lögmanni ítalskra
stjórnvalda að kröfuferlið hafi tek-
ið afar langan tíma, mörg ár, en nú
hefur ítalski dómstóllinn hafnað
frávísunarkröfu Getty-safnsins og
vonast lögmaðurinn til þess að
styttunni verði skilað.
Lögmenn bandaríska safnsins
hafa beitt þeim rökum að þar sem
styttan hafi líklegast ekki verið bú-
in til á Ítalíu og hafi að auki fundist
um tvöþúsnd árum síðar á alþjóð-
legu hafsvæði, geti Ítalir ekki gert
tilkall til hennar.
Samkvæmt The New York Times
er talið að ítölsk stjórnvöld snúi sér
til bandaríska dómsmálaráðuneyt-
isins og fari fram á að það hafi
milligöngu um að bronsverkinu
verði skilað Sú ósk mun líklegast
leiða til málaferla í Bandaríkjunum
og óvíst er hvernig það færi.
Styttan Sigursæll unglingur er ein helsta
prýði Getty-safnsins í Los Angeles.
Ítalskur dómstóll
vill styttuna heim
Magnea Þ. Ingv-
arsdóttir menn-
ingarfræðingur
heldur fyrir-
lestur um kveð-
skap kvenna í
fyrirlestrarsal
Reykjavíkur-
Akademíunnar, á
4. hæð í Þórunn-
artúni 2, í dag kl.
12.05. Fyrirlest-
urinn byggir Magnea á rann-
sóknum sínum á óbirtum skáldskap
kvenna sem hún nálgast út frá fem-
ínískri bókmenntagreiningu.
„Ljóðabækur eftir konur sem fædd-
ar voru í kringum 1850-1950 liggja
víða bæði á bókasöfnum og inni á
heimilum, konurnar eru þolin-
móðar og kurteisar og gerðu ekki
tilkall til viðurkenningar innan
bókmenntanna á Íslandi,“ segir í
tilkynningu. Magnea spyr þeirrar
spurningar hvers vegna ljóðin hafi
sjaldnast ratað upp úr skúffum og
hvernig seinni tíma rannsóknir í
bókmenntum geti varpað ljósi á
verðmæti verkanna.
Kvenskáld á full-
veldistíma rýnd
Magnea Þ.
Ingvarsdóttir
Skoska myndlistarkonan Charlotte
Prodger hlýtur Turner-verðlaunin í
ár, þekktustu og umtöluðustu mynd-
listarverðlaun sem veitt eru árlega á
Bretlandi. Prodger er þekkt fyrir
myndbandsverk sem hún tekur að
mestu á iPhone-síma, auk þess að
fella ýmiskonar annað myndefni,
meðal annars af YouTube, inn í
verkin. Meðal þeirra myndbands-
verka sem verðlaunanefndin lagði
mat á er Bridget, 33 mínútna kvik-
mynd sem er sögð byggjast á „mál-
aralegum skotum“ af ýmsu, allt frá
svönum að éta að bómullarbol að
þorna á ofni. Yfir myndefninu má
heyra listakonuna og vini hennar
lesa texta úr dagbók sem hún skrif-
aði sem samkynhneigður unglingur í
fámennu samfélagi í Skotlandi, og
blandað er saman við það öðrum
hljóðbrotum, svo sem frá útvarps-
stöðvum.
Verðlaunaféð nemur hátt í fjórum
milljónum króna. Auk Prodger voru
tilnefnd til Turner-verðlaunanna í ár
tveir aðrir vídeólistamenn, Luke
Willis Thompson og Naeem Mohaie-
menm, og Forensic Architecture,
rannsóknarfyrirtæki sem beitir
arkitektúrískri nálgun til að rann-
saka ýmiskonar mannréttindabrot.
Prodger verður fulltrúi Skota á
Feneyjatvíæringnum næsta sumar.
Prodger hreppti
Turner-verðlaunin
Listakonan Charlotte Prodger eins og hún birtist í einu hinna marglaga og
umtöluðu myndbandsverka sinna en þau tekur hún á farsíma.