Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Ólafur Gunnarsson fer með lesandann í ævintýraferð um fortíðina „Þessi bók er eins og góð kvöldstund með kærum vini sem þekkir lífið og mennina og kann að segja sögurnar.“ GU ÐMUNDU R AND R I T HO R S S ON „Lesandinn grætur hlæjandi, þyrstur í næstu blaðsíðu. Mögnuð.“ AU ÐU R J ÓN S DÓ T T I R „Algjört snilldarverk.“ E I N A R K Á R A S ON Ógleymanlegar persónur Skrautlegt mannlíf Óborganlegur húmor Ó L Í N A K J E RÚ L F Þ O RVA R ÐA R DÓ T T I R / F R É T TA B L A Ð I Ð E I N A R FA LU R I N GÓ L F S S ON / MORGUNB L A Ð I Ð Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Hæstiréttur á Ítalíu hefur úrskurð- að að Getty-safninu í Los Angeles beri að skila til Ítalíu einu kunnasta verkinu sem er í eigu safnsins, meira en tvö þúsnd ára gamalli bronsstyttu. Deilan um verkið hef- ur staðið lengi og stjórnendur safnsins eru ekki reiðubúnir að hlíta úrskurði ítalska réttarins. Samkvæmt frétt The New York Times gæti málið þróast út í alvar- lega milliríkjadeilu. Verkið er þekkt sem „Sigursæll unglingur„ eða einfaldlega „Getty- bronsstyttan“. Er það talið eitt finasta bronsverk sem til er frá svo- kölluðu klassíska tímabili á Grikk- landi en líklegast er talið að styttan hafi verið steypt þar. Ítalskir fiski- menn fundu styttuna í Adríahafinu árið 1964 og keypti bandaríska safnið hana. Ítölsk stjórnvöld hafa lengi gert kröfu í verkið, þar sem það fannst, að þeir segja, á ítölsku hafsvæði. Engu að síður er styttan líklega grísk en var mögulega á skipi á leið til Ítalíu þegar hún sökk einhverra hluta vegna í hafið. Haft er eftir lögmanni ítalskra stjórnvalda að kröfuferlið hafi tek- ið afar langan tíma, mörg ár, en nú hefur ítalski dómstóllinn hafnað frávísunarkröfu Getty-safnsins og vonast lögmaðurinn til þess að styttunni verði skilað. Lögmenn bandaríska safnsins hafa beitt þeim rökum að þar sem styttan hafi líklegast ekki verið bú- in til á Ítalíu og hafi að auki fundist um tvöþúsnd árum síðar á alþjóð- legu hafsvæði, geti Ítalir ekki gert tilkall til hennar. Samkvæmt The New York Times er talið að ítölsk stjórnvöld snúi sér til bandaríska dómsmálaráðuneyt- isins og fari fram á að það hafi milligöngu um að bronsverkinu verði skilað Sú ósk mun líklegast leiða til málaferla í Bandaríkjunum og óvíst er hvernig það færi. Styttan Sigursæll unglingur er ein helsta prýði Getty-safnsins í Los Angeles. Ítalskur dómstóll vill styttuna heim Magnea Þ. Ingv- arsdóttir menn- ingarfræðingur heldur fyrir- lestur um kveð- skap kvenna í fyrirlestrarsal Reykjavíkur- Akademíunnar, á 4. hæð í Þórunn- artúni 2, í dag kl. 12.05. Fyrirlest- urinn byggir Magnea á rann- sóknum sínum á óbirtum skáldskap kvenna sem hún nálgast út frá fem- ínískri bókmenntagreiningu. „Ljóðabækur eftir konur sem fædd- ar voru í kringum 1850-1950 liggja víða bæði á bókasöfnum og inni á heimilum, konurnar eru þolin- móðar og kurteisar og gerðu ekki tilkall til viðurkenningar innan bókmenntanna á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Magnea spyr þeirrar spurningar hvers vegna ljóðin hafi sjaldnast ratað upp úr skúffum og hvernig seinni tíma rannsóknir í bókmenntum geti varpað ljósi á verðmæti verkanna. Kvenskáld á full- veldistíma rýnd Magnea Þ. Ingvarsdóttir Skoska myndlistarkonan Charlotte Prodger hlýtur Turner-verðlaunin í ár, þekktustu og umtöluðustu mynd- listarverðlaun sem veitt eru árlega á Bretlandi. Prodger er þekkt fyrir myndbandsverk sem hún tekur að mestu á iPhone-síma, auk þess að fella ýmiskonar annað myndefni, meðal annars af YouTube, inn í verkin. Meðal þeirra myndbands- verka sem verðlaunanefndin lagði mat á er Bridget, 33 mínútna kvik- mynd sem er sögð byggjast á „mál- aralegum skotum“ af ýmsu, allt frá svönum að éta að bómullarbol að þorna á ofni. Yfir myndefninu má heyra listakonuna og vini hennar lesa texta úr dagbók sem hún skrif- aði sem samkynhneigður unglingur í fámennu samfélagi í Skotlandi, og blandað er saman við það öðrum hljóðbrotum, svo sem frá útvarps- stöðvum. Verðlaunaféð nemur hátt í fjórum milljónum króna. Auk Prodger voru tilnefnd til Turner-verðlaunanna í ár tveir aðrir vídeólistamenn, Luke Willis Thompson og Naeem Mohaie- menm, og Forensic Architecture, rannsóknarfyrirtæki sem beitir arkitektúrískri nálgun til að rann- saka ýmiskonar mannréttindabrot. Prodger verður fulltrúi Skota á Feneyjatvíæringnum næsta sumar. Prodger hreppti Turner-verðlaunin Listakonan Charlotte Prodger eins og hún birtist í einu hinna marglaga og umtöluðu myndbandsverka sinna en þau tekur hún á farsíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.