Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 NÝR & KRAFTMEIRI Vinsælasti bíllinn á Íslandi hefur nú fengið skarpara útlit, meiri íburð, lengri drægni, meira afl, aukið akstursöryggi og margt fleira. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum *Miðað við fulla hleðslu og fullan tank við bestu aðstæður. Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Tvær öflugar rafvélar og S-AWC-aldrifið skila auknu afli og afköstum sem gera allar aðstæður leikandi léttar. Háþróaðar tæknilausnir færa þér umhverfisvænan akstur með lágmarkseyðslu allt niður í 2.0l/100 km (Skv. WLTP viðurkenndri mælingu). Kynntu þér vinsælasta bílinn á Íslandi. Verð frá 4.690.000KR. Áþessum tíma árs gengur ælu-pest, svokölluð noroveira eralgengasta sýkingin sem veldur slíkum einkennum. Þessi veira getur eingöngu valdið einkenn- um í mönnum, þannig að dýr geta ekki veikst eða borið smit. Sjúkdóm- urinn er mjög smitandi, einn dropi af ælu, hægðasnerting eða öndunar- smit af mjög litlum toga getur smitað einstaklinga sem eru í návígi við þann sjúka. Smitandi einstaklingar dreifa smitinu í um tvo sólarhringa og stundum lengur. Vörn gegn sjúk- dómnum eftir eigin sýkingu er stutt og algengt er að fólk veikist aftur af sama sjúkdómi, jafnvel ár eftir ár. Það er einmitt þess vegna sem veisl- ur og mannfagnaður er oft staðurinn þar sem fólk smitast af slíkri pest. Snögg einkenni og mikil ógleði Caliciveirur eru algengasta orsök uppkasta og niðurgangspestar á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Bæði sjúklingar og starfsmenn veikjast og oft þarf að loka heilu deildunum til að verja sjúklinga smiti. Sjúklingar eru ekki fluttir á milli sjúkradeilda við þessar að- stæður og mikilvægt er að hafa sem minnst umgengni við aðra meðan á veikindum stendur. Smit getur komið við ýmsar að- stæður t.d. með djúpfrystum berj- um, ostum og ýmssi matvöru sem smitar af því að þar hefur veikur ein- staklingur borið smit í. Sjúkdómur- inn kemur oftast fyrir í nóvember og er að koma upp fram í apríl en lang- algengastur í janúar og febrúar og þess vegna er þetta kallað í ýmsum tungumálum vetrarælupestin. Veir- an greinist oft í hægðum ein- staklinga sem veikst hafa í margar vikur eftir einkenni. Helstu einkenni eru snögg veik- indi, uppköst, mikil ógleði, niður- gangur, kviðverkir, vöðvaverkir, höf- uðverkur og hiti. Mikilvægt er að vita að sjúkdómurinn læknast af sjálfu sér á fáum dögum eða jafnvel gengur yfir á nokkrum klukkustund- um. Verður ekki fyrirbyggt Greining er oftast gerð bara við skoðun læknis en stundum er rann- sakað með PCR aðferð til að stað- festa sýkinguna. Tímabil frá smiti þar til að einstaklingur veikist eru 12-48 klst. og helsta vandamál við greiningu sjúkdómsins er mismuna- greining við aðra sambærilega vírus- orsakaða sjúkdóma. En stundum eru vandamálin verri eins og alvarleg blóðeitrun eða jafnvel heilahimnu- bólga sem getur líkst þessum veik- indum. Veikindi af völdum salmon- ellu, campylobacter eða rota- eða adenoveira geta einnig líkst ælupest- um. Ekki er hægt að fyrirbyggja sjúk- dóminn með bólusetningu en mikil- vægt er að hafa ávallt góðan hand- þvott, við umönnun slíkra sjúklinga en ekki síður á heimili þess sem verið er að sinna. Veikir einstaklingar eiga að sjálfsögðu alls ekki að vera í mat- argerð fyrir aðra. Náin samskipti eru því ástæða þess að maður smit- ast af svona ælupest. Þar sem við myndum ekki varanlegt ónæmi við að smitast getur maður fengið þessa ælupest árlega. Oft veikjast flestir í fjölskyldum vegna einmitt þessa. Engin sérhæfð meðferð er til en rétt er að nota venjulegar aðferðir við ælupest. Passa skal að fólk þorni ekki upp og þarf því að drekka smá skammt af vatni með jöfnu millibili. Rétt er að hafa sykur- og jafnvel saltskammt vatnsins í lagi og er hægt að fá í apótekinu sérseldar vörur til þessa. Þá er einnig hægt að blanda einn lítra af vatni með 3 mat- skeiðum af sykri eða 2 matskeiðum af þrúgusykri og ½ teskeið af salti. Passa skal að gefa lítinn vökva í einu og best er að nota til þess matskeiðar en ekki þamba vökvann. Langoftast þarf því ekki að leita sér aðstoðar og stundum er það óheppilegt vegna hættu á að dreifa sjúkdómnum inná spítala þar sem veikasta fólkið er. Viðkvæmir geta farið illa út úr þessu. Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu Það eru svo sannarlega lífsgæði að hafa gott aðgengi að sínum eigin heimilislækni, heilsugæslustöð og hjúkrunarfræðingi. Við sem vinnum í heilsugæslunni erum tilbúin að veita leiðbeiningar ef á þarf að halda. Sjaldnast þarf þess þó. Þú getur haft samband við hjúkrunarfræðing á þinni heilsugæslustöð eða hringt í síma 1700 en þar er sólarhringsþjón- usta hjúkrunarfræðinga. Þá eru á höfuðborgarsvæðinu alltaf læknir og hjúkrunarfræðingur á vakt á hverri heilsugæslustöð og eftir lokun heilsugæslustöðva er Læknavaktin opin til 23:30 alla daga. Sífellt um- bótastarf er liður í rekstri stofnana og fyrirtækja og einmitt þetta árið leggjum við áherslu á aðgengi, sem reyndar er með allra besta móti sam- kvæmt könnunum Veira veldur vetrarpest Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólahlaðborð Hér er margt gott og girnilegt en hættur geta leynst í mat- vælum sé ekki farið að öllu með gát. Veirusýkingar hverskonar má varast. Getty Images/iStockphoto Heilsugæsla Það eru lífsgæði að hafa gott aðgengi að eigin heimilislækni. Heilsuráð Óskar Reykdalsson, sérfræðingur í heimilislækningum Unnið í samstarfi við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðsins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is U m þessar mundir er hinn grafíski heimur í örri þróun. Margar skemmtilegar nýj- ungar eru að koma fram og forritin sem við störfum með verða sífellt fullkomnari,“ segir Linda Þórey Pétursdóttir, nemi í grafískri miðlun við Upplýsinga- tækniskólann í Tækniskólanum. Út- skriftarnemar skólans sem að þessu sinni eru níu talsins efna á morgun, föstudag, til sýningar á verkum sín- um, það er ýmiss konar prent- gripum, vefsíðum og öðru stafrænu efni. Sýningin er opin milli kl. 15 og 18, er í sal Vörðuskóla við Skóla- vörðuholt í Reykjavík og er gengið inn frá Barónsstíg. Þörf á þekkingu Átta af nemendunum útskrif- ast í grafískri miðlun, öðru nafni prentsmíði, og einn er útlærður í bókbandi. Hópurinn, með aðstoð kennara, hefur unnið saman að skipulagi, uppsetningu og kynningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur þessa er að vekja athygli atvinnu- lífsins á útskriftarefnunum sem nú eru í þeim sporum að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi. Hafa meðal annars verið útbúnir svonefndir fyrirtækjapakkar, það er margvíslegt kynningarefni svo sem nafnspjöld, bæklingar og fleira slíkt sem stjórnendur gjarnan af- henda viðskiptavinum í kynningar- skyni. „Að komast á samning í graf- ískri miðlun er fyrirstaða. Pláss eru ekki mörg eða meistarar mikið að taka inn nema. En það opnast alltaf möguleikar og tækifæri og ég er opin fyrir öllu,“ segir Linda sem nú horfir til þess að komast til vinnu á auglýsingastofu og hugsanlega fara svo í frekara nám í faginu við Listaháskóla Íslands. „Í dag er hvarvetna mikil þörf á fólki sem hefur góða grafíska þekkingu til dæmis til þess að vinna efni fyrir samfélagsmiðla sem eru að taka svo margt yfir. Í náminu förum við í hönnun, texta- og mynd- vinnslu, uppsetningu og svo líka forritun, svo það er tekið á flestum þáttum. Í ákveðnum hluta námsins er mikið lagt upp úr því að maður vinni eftir ákveðnum reglum, en þar á móti er líka lagt mikið upp úr því að maður noti sköpunargáfuna. Það er lykilatriði.“ Framarlega í faginu Í náminu við Upplýsingatækni- skólann er áhersla lögð á að nem- endur kynnist því hvernig hlutirnir gerast úti í atvinnulífinu. Í því skyni var meðal annars farið í kynnisför til Kaupamannhafnar, með góðum stuðningi Erasmus+ sem er fræðsluáætlun Evrópusambands- ins. „Að fara út og kynnast grafískri menningu annarra þjóða er mjög fróðlegt, en í Danmörku heimsótt- um við auglýsingastofur og listahá- skóla. Danir eru mjög framarlega í faginu; þar er grafísk miðlun alveg á heimsmælikvarða,“ segir Linda. Á sýninguna í Vörðuskóla hafa nemendur meðal annars boðið for- svarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinum til að sjá afrakstur haustsins og kynnast náminu. Sýningin er einnig tilvalin fyrir alla sem hafa áhuga á námi í þessum greinum og vilja spjalla við útskriftarefnin og kennara þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grafíkerar Útskriftarnemar í Upplýsingatækniskólanum hér í Vörðuskóla með skemmtilegar og frumlega hannaðar veggmyndir að baki sér. Grafískur heimur Upplýsingatækniskólinn býður upp á áhugavert nám. Útskriftarnemar kynna verk sín í Vörðuskóla á morgun. Stafræna veröldin er orðin allsráðandi og verkefni fólks í faginu eru gjarnan á því sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.