Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Skuldadagar
Í lok nóvember 1927
Það hnussaði í dómsmálaráðherr-
anum þegar hann hafði lokið við að
lesa skýrslu at-
hugunarmann-
anna sem hann
hafði sent vestur
á Patreksfjörð.
En Jónas glotti
líka út í annað.
Hann vissi sem
var að honum
hafði með skýrsl-
unni verið fært
yfrið nóg tilefni til að grípa til þeirra
aðgerða gegn Einari M. Jónassyni
sýslumanni sem hann kysi.
Kannski hafði alltaf legið fyrir að
Jónas frá Hriflu myndi víkja Einari
frá störfum. Jónas var þess nefni-
lega fullviss að nánast allir sýslu-
menn á landinu væru gerspilltir,
raunar gervöll embættismannastétt-
in. Fyrir vikið hlaut hver einasta at-
hugun í raun að geta sýnt fram á
eitthvað óeðlilegt sem hægt væri að
nota gegn viðkomandi.
Ekki allt taldist spilling eða
gróðastarfsemi í eigin þágu; sumt
snerist einfaldlega um slæm vinnu-
brögð og vondan frágang á bókhaldi
og skýrslugjöf. Lítill vafi lék hins
vegar á því að Einar M. Jónasson
hafði efnast í sýslumannstíð sinni.
Hann átti jarðeignir, hús, lóðir og
skip, bæði fyrir vestan sem og fyrir
sunnan, þar sem hann var að gera
sig líklegan til að byggja stein-
steypuhús við Laufásveg í Reykja-
vík.
Stefán Jóhann Stefánsson fór
rækilega yfir það í skýrslu sinni
hvaða jarðir Einar hafði eignast á
undanförnum tíu árum sem og aðrar
eignir. Þó að hann héldi því ekki
fram að eignir þessar væru illa
fengnar var Jónas þannig innstilltur
að hann gat sem best ályktað að
trauðlega væri allt þetta helber til-
viljun.
Í huga Jónasar frá Hriflu voru
skuldadagar runnir upp fyrir sýslu-
manninn í Barðastrandarsýslu.
Hann myndi fyrstur fá fyrir ferðina
– en þeir skyldu verða fleiri sem
fyndu til tevatnsins. Það var kominn
tími til að láta til skarar skríða.
Brjóta spillingaröflin á bak aftur.
Veita gamla embættismannakerfinu
verðuga ráðningu.
Svo var auðvitað hitt að með því
að víkja gömlum og spilltum emb-
ættismanni frá störfum skapaðist
tækifæri fyrir Jónas til að koma ein-
um af sínum ungu lærisveinum fyrir
í kerfinu.
Hæpið er að Jónas hefði verið
tilbúinn til að samþykkja þau rök að
í raun væri hann að gera sig sekan
um hið sama og hann gagnrýndi
íhaldsmenn fyrir að hafa gert; hygla
vinum og vandamönnum með emb-
ættisveitingum. Fyrir hann helgaði
tilgangurinn einfaldlega meðalið. Út
fór embættismaður af gamla skól-
anum, inn skyldi næsta kynslóð
koma; ungir menn með nýja siði.
Sannarlega áttu margir ungu
mannanna sem Jónas kallaði til
verka eftir að setja mark sitt á ís-
lenskt samfélag. Sumir áttu eftir að
fara út í stjórnmál, aðrir urðu lyk-
ilmenn í stjórnsýslunni. Allir þurftu
fyrst að sinna einhverjum störfum
fyrir Jónas. Rannsókn á embættum
sýslumanna var mál málanna fyrst
um sinn og auk Stefáns Jóhanns
Stefánssonar voru kallaðir til þeirra
verka nokkrir menn sem áttu það
sameiginlegt að vera fæddir árið
1902 og vera nýskriðnir úr skóla:
Björn Steffensen endurskoðandi,
Helgi P. Briem og lögfræðingarnir
Gizur Bergsteinsson, Einvarður
Hallvarðsson og Sveinn Ingvarsson.
Sýslumenn landsins áttu eftir að
skjálfa á beinunum yfir tilhugsun-
inni um þessar stormsveitir Jónasar,
sem svo hafa verið kallaðar, þessa
agenta sem fóru um landið þvert og
endilangt og sinntu því eftirliti sem
dómsmálaráðherra taldi brýnast.
Hvað sýslumannsembættið á Pat-
reksfirði varðaði hafði Jónas ágætan
mann í huga sem hann taldi að gæti
leyst starfið vel af hendi og væri
heppilegur kandídat í stöðuna. Sá
hét Bergur Jónsson. Jónas hafði
fengið á honum augastað nokkru
fyrr og var búinn að ákveða að hann
skyldi fara vestur og leysa Einar
gamla af hólmi.
Bergur Jónsson var ekki nema
tuttugu og níu ára gamall þegar
hann hlaut upphefð sína. Hann hafði
verið fulltrúi hjá lögreglustjóranum
í Reykjavík frá 1923 en það sama ár
hafði hann útskrifast með lögfræði-
próf frá Háskóla Íslands. Bergur
hafði því afar takmarkaða starfs-
reynslu að baki þegar hann fékk
kallið. Þeim mun ættstærri var hann
hins vegar: Bergur Jónsson var son-
ur Jóns Jenssonar, sem setið hafði á
þingi um aldamótin og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum öðrum. Um leið var
Bergur barnabarn Jens Sigurðs-
sonar, rektors og þjóðfundarmanns
1851, bróður sjálfrar þjóðfrelsishetj-
unnar Jóns Sigurðssonar.
Fleiri úr ætt Bergs höfðu komist
til metorða. Föðurbróðir hans, Sig-
urður Jensson, hafði setið um árabil
á Alþingi fyrir Barðstrendinga.
Tengsl voru þannig fyrir hendi við
sýsluna sem Jónas Jónsson frá
Hriflu hafði ákveðið að treysta lög-
fræðingnum unga fyrir.
Merkismenn var einnig að finna í
móðurætt Bergs, en móðir hans var
bróðurdóttir Bergs Thorberg, sem
verið hafði landshöfðingi á Íslandi,
einn af þremur mönnum sem
gegndu því embætti áður en heima-
stjórn komst á 1904. Var Bergur
Jónsson nefndur eftir þessum afa-
bróður sínum.
Jónas hugðist setja Berg sýslu-
mann í Barðastrandarsýslu í stað
Einars gamla, sem yrði afsettur
tímabundið – og auðvitað var ætlan
Jónasar að þessi tilhögun yrði síðan
staðfest til frambúðar. Bergur, sem
orðið hafði faðir öðru sinni örfáum
dögum áður en Jónas tók þá ákvörð-
un að veita honum þessa upphefð,
þurfti fyrir vikið að rífa sig upp
fyrirvaralítið með tvö ung börn og
flytjast vestur á Patreksfjörð. Hann
þurfti þó ekki að hugsa sig tvisvar
um.
Bergi Jónssyni var lýst þannig að
hann væri mikill maður vexti, fríður
sýnum og svipmikill, augun dökk og
djúp undir hvössum brúnum. Hann
þótti góður ræðumaður og fylgdi
jafnan mikill þungi orðum hans.
Rökvís var hann einnig, hugsunin
skörp og skýr. Engu að síður hlaut
skyndilegur frami svo ungs manns
að vekja nokkurt umtal. Ekkert
þurfti þó út af fyrir sig að koma á
óvart í þeim efnum þegar Jónas frá
Hriflu var annars vegar.
Aðförin að Einari var aðeins
fyrsta lota í bardaga sem Jónas
hugðist efna til. Jónas hafði í sigtinu
mun stærra skotmark en Einar M.
Jónasson. Sá hét Jóhannes Jóhann-
esson og var bæjarfógeti í Reykja-
vík. Jóhannes var einn af þeim
mönnum sem dómsmálaráðherrann
lagði hvað mesta fæð á í heimi hér og
langaði hvað mest til að fella af þeim
stalli að teljast meðal heldri borgara
landsins.
Jóhannes hafði verið sýslumaður
og bæjarfógeti í meira en þrjá ára-
tugi, alþingismaður nær samfellt frá
aldamótum og oft forseti sameinaðs
þings. Hann hafði einnig setið í sam-
bandslaganefndinni sem samdi um
fullveldið 1918. En þess háttar upp-
hefð skipti Jónas engu. Hann taldi
Jóhannes einn af höfuðandstæð-
ingum sínum í stjórnmálum og þeir
höfðu oft elt saman grátt silfur á ár-
unum áður en Jónas og Framsókn-
arflokkurinn komust til valda 1927.
[...]
Atlagan sem Jónas hafði í huga
gegn Jóhannesi þurfti hins vegar að
bíða enn um sinn. Það mál allt sam-
an átti eftir að valda gríðarlega
heiftúðugum deilum – en fyrstur til
að verða fyrir mulningsvél dóms-
málaráðherrans var Einar M. Jón-
asson, sýslumaður í Barðastrand-
arsýslu.
Þær sakargiftir sem síðar voru
settar fram gegn Jóhannesi rímuðu
að því er virðist ágætlega við ýmis-
legt af því sem fram kom í embættis-
athugun Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar og Þorláks Einarssonar á
hendur Einari fyrir vestan.
Hér var í raun komin ein af helstu
skýringum þeirrar óbeitar sem Jón-
as frá Hriflu hafði á gömlu embætt-
ismönnunum í landinu sem höfðu líf
fólks í höndum sér og í huga Jónasar
nýttu hvert tækifæri í starfi til að
maka krókinn persónulega, jafnvel á
kostnað bláfátækra og sauðmein-
lausra. Kerfið var rotið og kerfis-
karlana þurfti að uppræta að hans
mati.
Ráðherrann var ekki á þeim bux-
unum að bíða boðanna. Ákvörðun
hans í máli Einars skyldi fram-
kvæmd án nokkurrar tafar. Bergur
skyldi samstundis fara vestur á Pat-
reksfjörð til að taka við sýslumanns-
embættinu þar.
Og enn var kallað á Landhelgis-
gæsluna til að skaffa fararskjóta fyr-
ir trúnaðarmann ráðherrans. Nú var
það varðskipið Þór sem skyldi nýtt
til að sigla með Berg vestur.
Í mulningsvél dómsmálaráðherrans
Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu varð dóms- og
kirkjumálaráðherra 1927 beitti hann sér meðal
annars fyrir breytingum á skipan og hætti emb-
ættismanna. Einn af þeim sem hann beindi sjón-
um að var Einar M. Jónasson, sýslumaður í
Barðastrandarsýslu og áður en varði voru athug-
unarmenn komnir vestur til Patreksfjarðar að
rýna í pappíra embættisins. Sagnfræðingurinn
Davíð Logi Sigurðsson rekur glímu Einars við of-
ureflið í bókinni Ærumissir sem Sögur gefa út.
Morgunblaðið/Úr safni
Aðför Jónas Jónsson frá Hriflu
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Efnaður Einar M. Jónasson og Ragnheiður Kristjánsdóttir Hall með Ernu,
elstu dóttur sína. Mynd úr einkasafni afkomenda Einars og Ragnheiðar.
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———