Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Íformála bókar segir svo: „Flóra Íslandser ítarlegasta rit sem birst hefur um ís-lenskar plöntur. Markmið þess er aðgefa heildstætt og myndskreytt yfirlit
yfir allar plöntur í íslensku flórunni, útlit þeirra
og sérkenni, æxlunarlíffræði, vistfræði, bú-
svæði, nytjar, hnattræna útbreiðslu og sögu-
legar heimildir um fundarstaði hér á landi. Ís-
lenskt útbreiðslukort fylgir hverri tegund.
Bókin er ætluð fræðimönnum og almenningi og
er hugsuð sem uppsláttarrit þar sem finna má
fjölbreyttan fróðleikk. Fjallað er um 467 teg-
undir og 66 ættir“ (9).
Sá sem hér skrifar
las bókina með augum
almennings. Þetta er
mikið rit, 742 bls. í
stóru broti, skýringar-
kaflar að upphafi (59
bls.) prentaðir í þremur
dálkum með fremur
smáu letri og greinar-
góðum teikningum og
myndum (t.d. af lífsferli
burkna, 16, og öllu sem
við kemur blaðlögun, 27, o.fl.), jurtalýsingarnar
síðan á sama hátt. Upphafskaflarnir fjalla um
það sem kalla má forsendur gróðursins, hvers
konar lífverur jurtir eru, lýsa þróunarsögu
þeirra og flokkun, æxlunaraðferðum, líkams-
byggingu þeirra og lit, búsvæðum, útbreiðslu-
mynstri, þróun flórunnar á norðurhjaranum
o.fl. Sérstakur kafli er um rannsóknasöguna og
víst er hún ekki löng þótt rit hafi verið skrifuð
um flóruna síðan á 17. öld eða jurtir komið við
sögu í t.d. ferðabókum. Vatnaskil urðu með
Flóru Íslands 1901 eftir Stefán Stefánsson; sú
bók er höfð hér til hliðsjónar við nafnaval
plantna; þetta rit var tvisvar endurútgefið og
uppfært.
Víða rak þennan lesanda í vörðurnar en
greinagóðar orðaskýringar víða í meginmáli og
í sérstakri skrá undir bókarlok komu honum á
rétta slóð; orðalistinn þekur 25 dálka. Það er að-
al góðra vísindamanna að geta skrifað skiljan-
lega fyrir fróðleiksfúsan almenning og þá þarf
að skýra sérhæfðan orðaforða. Það kom rýni á
óvart að 32 afbrigði og tegundir æðplantna eru
friðlýstar hér á landi (11). Sömuleiðis var það
uppgötvun að lesa að krækiber er steinaldin (35).
Meginbálkur bókarinnar er síðan lýsing á ættum
jurtanna og hverri tegund innan þeirra og fylgir
mynd eða myndir Jóns Baldurs hverri þeirri,
teiknaðar og málaðar af mikilli hind að mati rýn-
is sem tók þá mið af þeim jurtum sem hann
þekkir sjálfur úti í náttúrunni. Víða eru einstakir
jurtahlutar málaðir sérstaklega til betri skýr-
ingar fyrir lesanda, stækkaðir upp; stundum eru
margar slíkar skýringarmyndir. Margar plöntur
blasa við á heilli síðu og fer vel á því; það eru ekki
endilega hávöxnustu jurtirnar sem fylla síðuna.
Umbrotið er hvergi knúsað þannig að myndirnar
njóta sín, það loftar um þær og samspil texta og
mynda er prýðilegt í hverri opnu. Stundum taka
teikningarnar meira rými en önnur umfjöllun
sem er annars samræmd í besta máta: Fyrst er
nafn tegundar á íslensku og latínu og síðan er
henni ítarlega lýst, breytileiki innan tegundar-
innar er kynntur og deilitegundum gerð skil. Því
næst er fjallað um búsvæði og útbreiðslu; í inn-
gangskafla eru búsvæði flokkuð ítarlega og það
kom þessum rýni á óvart hvað þau eru fjölbreytt
(50-54). Þá er næst fjallað um vistfræði og æxlun
og greint frá öðrum nöfnum sem tegundin kann
að bera eða hafa borið. Þá er vikið að þeim nytj-
um sem menn hafa eða höfðu af viðkomandi jurt
og getið elstu heimildar um
gróðurinn. Loks er rakin út-
breiðsla viðkomandi jurtar í
nágrannalöndum. Orðalist-
inn góði er drjúgur stuðn-
ingur við þennan lestur.
Loks er Íslandskort með
hverri jurt þar sem sýnd eru
búsvæði hennar. Þrír litir
eru notaðir til aðgreiningar,
grænn ef jurtin hefur verið
ílend í 300 ár eða lengur, blár
ef jurtin er yngri slæðingur
eða fundarstaðir vafasamir
og loks brúnn um jurtir sem
einungis þrífast á jarðhita-
svæðum. Þessi kort eru mjög lýsandi. Sumar
jurtir hafa einungis fundist á einum stað. Þann-
ig vex knjápuntur einungis innst í Herjólfsdal
(242) og ginhafri er aðeins ílendur í Pétursey
(262), svo dæmi séu nefnd, aðrar þrífast í sam-
fellu um land allt, enn aðrar blasa við eins og
gróðureyjar á víð og dreif um landið. Það vakti
furðu þessa lesanda hvar margar starar-
tegundir þrífast á landinu, sumar út um allt,
aðrar staðbundið; það er snúið að greina þær
sumar. Það kom þessum rýni líka á óvart hvað
alaskaösp hefur litla útbreiðslu út um land (375)
en alaskalúpína er áberandi í öllum lands-
hlutum að eyðibyggðum meðtöldum; hún virðist
líka byrjuð að skríða upp á hálendið (379). Víða
er skotið inn fróðleik um skyldar jurtir og birtir
kaflar úr gömlum ritum, t.d. ferðabókum, þar
sem viðkomandi jurt er nefnd á nafn eða sagt
hvernig hún var nytjuð (t.d. einir, 116-117).
Stundum flýtur með smælki úr þjóðtrú eða
tengsl við bókmenntir. Mörg íslensku heitin eru
einkar hugkvæm, lýsa gjarnan útliti, nytjum
eða tengjast búsvæði svo eitthvað sé nefnt:
hlaðkolla, gullkollur, horblaðka, kattartunga,
sauðamergur, sifjarsóley. Allt bragðmikil orð á
tungu.
Flóra Íslands er mikið eljuverk hvort sem lit-
ið er til meginmáls eða mynda. Hér hefur
hvergi verið kastað til höndum. Höfundar hafa
lengi setið við og skilað frábæru verki fyrir þá
sem áhuga hafa á íslenskri náttúru og gróður-
fari; prófarkalestur hefur verið vandaður. For-
lagið hefur búið bókinni einkar snotran ytri
búnað. Brennisóley prýðir hvíta bókarkápu sem
er fóðruð grænu taui neðanvert þar sem bókar-
heiti er þrykkt. Það er full ástæða til að óska öll-
um vandamönnum útgáfunnar til hamingju með
úrvalsverk.
Smávinir fagrir, foldarskart
Sjaldséðar Sumar jurtir hafa einungis fundist á einum stað. Þannig vex ginhafri (t.v.) í Pétursey og knjápuntur (t.v.) innst í Herjólfsdal.
Fræði
Flóra Íslands – Blómplöntur og byrkningar
bbbbb
Höfundar: Hörður Kristinsson, Jón Baldur
Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, í
samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Vaka-Helgafell 2018. Innbundin, í stóru broti,
742 bls.; orðskýringar, íslensk og latnesk
tegundaskrá, tilvísanir og heimildir.
SÖLVI
SVEINSSON
DÓMUR
Flóra Íslands Meginbálkur bókarinnar er lýsing á ættum jurtanna og hverri tegund innan þeirra fylgir mynd eða myndir Jóns Baldurs Hlíðbergs, „teiknaðar og málaðar af mikilli hind“ að mati rýnis.