Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 85
MENNING 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Úr kaflanum Frá krökkum til far- lama gamalmenna. Tilvísunum er spleppt. Gríðarleg umræða skapaðist um Táknmál ástarinnar í íslensku sam- félagi haustið 1970. Fjallað var um myndina í um- ræðuþáttum í út- varpi og sjónvarpi og á opnum fundi stúdenta í Hafn- arbíói. Fjöldi greina og les- endabréfa birtist í dagblöðum. For- eldrar og kenn- arar, skólastjórar og læknar, menntamenn og almennir borgarar úr ýmsum áttum blönduðu sér í umræðuna. Fram komu fjöl- mörg sjónarhorn og ræddar voru ólíkar hliðar myndarinnar og kyn- ferðismála almennt. Umræðan snerist ekki nema að hluta til um skilgreiningu hugtaksins klám en þegar það bar á góma höfðu fæstir skýra kenningu um hvernig sú skilgreining ætti að hljóma. Margir lýstu efasemdum um að það væri yf- irhöfuð hægt að komast að niður- stöðu í málinu. Hugtakinu var lýst sem afstæðu, það væri komið undir sjónarhorni hvers og eins hvað væri álitið klám. Sumir héldu því fram að klámið byggi í huga þeirra sjálfra sem teldu Táknmál ástarinnar klám- fengna, eins og kom nokkuð harka- lega fram í lesendabréfi „bíógests“ í Morgunblaðinu um miðjan nóv- ember: „Kvikmyndir eru auðvitað ekki ógeðslegar sem slíkar. Það geta þær engan veginn orðið, fyrr en fólk sér þær. … Yfirleitt verða þær … jafnógeðslegar og sálarlíf áhorfandans.“ Skólastjóri Flensborg- arskólans – sem studdi sýningar á myndinni og taldi hana innihalda góða kynfræðslu – sakaði andstæð- inga Táknmáls ástarinnar um að „rangsnúa og rangtúlka“ myndina með því að flokka hana sem klám „og blása út ýmis atriði úr henni“. Þessari afstöðu mætti lýsa með Biblíutilvitnuninni „hreinum er allt hreint“. Hún hefur sett mark sitt á deiluna um skilgreiningu kláms að minnsta kosti frá því á 19. öld, þegar verjandi Gustave Flaubert í réttar- höldunum um Frú Bovary sakaði saksóknarann um að hafa sjálfur gert skáldsöguna klúra með því að leggja óeðlilega áherslu á staka kafla henn- ar. Einn höfundur lesendabréfs í Morgunblaðinu árið 1970 gagnrýndi þessa afstöðu og taldi hana óheiðar- lega: „Fólk skammast sín ennþá svo- lítið fyrir klámáhugann, en til þess að geta séð sjálft sig sem hreina og fal- lega engla segir það: „Sei, sei! Ég sé nú ekkert klám í þessu, ég hugsa nefnilega aldrei ljótt. En hann Krist- ján eða hann Freymóður, það er nátt- úrlega allt annað með þá, það er svo mikill sori í sálinni á þeim.““ Aðrir gerðu tilraunir til að afmarka klám á einhvern hátt, þótt þær hafi yfirleitt ekki verið mjög markvissar eða nákvæmar. Þar komu meðal ann- ars fram sterk hugrenningatengsl milli kláms og þess sem væri skítugt. Orð eins og sóðaskapur, sori, sora- girni, subbulegt, kámugt og saurugt voru nefnd sem lýsandi fyrir klám. Einnig voru lýsingar á kynlífi í klámi sagðar ruddalegar, þar væri kynlíf af- skræmt eða haft í flimtingum. Í þessu myndmáli óhreininda fléttast saman siðferðisleg og fagurfræðileg afstaða. Kristján Albertsson og Freymóður Jóhannsson sáu í Táknmáli ástar- innar merki um aukið frjálsræði í kynferðismálum og síaukna áherslu á hið líkamlega fremur en hið andlega, sem þeir töldu bera vitni um hnignun vestrænnar menningar. Freymóður orðaði þetta skýrt í kærubréfi sínu vegna sýninga Hafnarbíós á „hinum ofsafengnu kynmökum“ í Vixen! fyrr sama ár, þar sem hann flokkaði sam- an klám og ýmsar aðrar kynferðis- legar syndir sem tákn um menning- arlega úrkynjun: „Lauslæti, kynvilla, hórdómur og opinber birting annara kynathafna manna, hefur jafnan ver- ið talið með sora hvers þjóðfélags. Þar sem þetta hefur orðið hömlu- lausast og opinskáast, hafa viðkom- andi þjóðir alla jafna verið komnar yf- ir hámark menningar sinnar á flestum sviðum og hrunið farið að segja til sín.“ Í Morgunblaðinu spurði „móðir“ hvort sú mær sem hefði sextán ára gömul séð Táknmál ástarinnar myndi „geta átt eftir að mæta unnusta sín- um með eftirvæntingu í órólegu hjarta? Skyldi ungur sveinn á Íslandi eiga eftir að yrkja ástarljóð eins og Ferðalok?“ Í skrifum hennar rennur sakleysi og þekkingarleysi í kynferð- ismálum saman við hið andlega og fagra; sú blygðunarlausa, líkamlega afhjúpun sem felist í Táknmáli ástar- innar geti ekki orðið uppspretta list- fengra ástarljóða. Stundum voru þessi einkenni Táknmáls ástarinnar sett í samhengi við uppruna myndarinnar. Í Mánu- dagsblaðinu var talað um „sænska viðleitni“ til að „draga úr allri róman- tík“ með áherslu á vísindalega af- stöðu. Einhverjum gæti þótt það koma úr hörðustu átt hjá Mánudags- blaðinu að saka aðra um skort á róm- antískri nálgun. „Konan við Sundin“ vitnaði í ónefndan ítalskan rithöfund um að sænskt klám væri þunglama- legt, dapurlegt og vísindalegt og taldi hún hvorki sólskinsbjarma né gleði- blæ yfir Táknmáli ástarinnar. Þótt ólík sjónarmið um fagurfræði mynd- arinnar væru undirliggjandi í um- ræðunni var hún þó ekki rædd bók- staflega á listrænum nótum, enda ekki sett fram á listrænum for- sendum. Í fjórða kafla var fjallað um hvern- ig hugmyndir um ónáttúrulegt kynlíf birtust í skilgreiningum á klámi fyrir dómi. Slík tengsl komu einnig fram í umræðunni um Táknmál ástarinnar. Einn þeirra sem var hrifinn af mynd- inni sagðist fordæma kvikmyndir sem sýndu „kuldalosta og annan öf- uguggahátt“. Með kuldalosta átti hann líklega við einhvers konar sa- dómasókisma. Jón Steinar Gunn- laugsson laganemi, sem var einn af þátttakendum í pallborði á stúdenta- fundinum í Hafnarbíói, vildi kalla það klám sem leiddi fólk frá eðlilegu sam- lífi í hefðbundnu hjónabandi en það taldi hann Táknmál ástarinnar ekki gera. Andstæðingar myndarinnar voru reyndar oft tregir til að nefna hvaða atriði myndarinnar væru verri en önnur. Á stúdentafundinum í Hafnar- bíói neitaði Kristján Albertsson að ræða einstaka þætti myndarinnar og sagði það vera eins og að „stinga höndunum niður í óþverra“. Tvö at- riði myndarinnar voru þó stundum nefnd til sögunnar, annars vegar at- riði þar sem maður veitir konu munn- mök og ekki síður atriði þar sem sjálfsfróun konu er sýnd frá upphafi til enda. Orðið „óeðli“ var ekki alltaf notað til að lýsa þessum atriðum – sem bæði ganga út á kynnautn kon- unnar og mikilvægi snípsins og snú- ast um athafnir sem miða ekki að fjölgun mannkyns – en þau voru nefnd sérstaklega sem dæmi um gróft innihald myndarinnar. Í deilunni um hvort taka ætti Táknmál ástarinnar gilt sem fræðslu gerðu margir gróðamarkmið fram- leiðenda myndarinnar að umtalsefni og reyndu þannig að leggja mat á hvort myndin væri hluti af því sem kalla mætti klámmyndaiðnað. Þeir sem mótmæltu því að hún væri fræðsla litu ekki allir á hana sem klám en flestir töldu að sem söluvarn- ingur gæti myndin ekki talist góð og gild fræðslumynd. Flestir sem ræddu sérstaklega gróðasjónarmið framleið- endanna töldu þannig að það útilok- aði fræðslutilgang myndarinnar. Freymóður Jóhannsson lagði ekki einungis áherslu á myndina sjálfa sem gróðabrall heldur einnig þá stað- reynd að fólkið sem í henni léki væri keypt til þess að stunda kynlíf fyrir framan myndavélina án þess að því fylgdu nokkrar hlýjar tilfinningar. Sumir töldu fræðsluþátt myndar- innar aðeins aðferð til þess að komast framhjá lögum og kvikmyndaeftirliti. Sé tekið undir það hefur hún þó væntanlega ekki síður þjónað sem að- ferð til að „komast framhjá“ neikvæð- um samfélagsviðhorfum. Kynlífs- myndirnar þurftu ákveðið félagslegt samþykki til þess að geta öðlast al- mennar vinsældir. Að vissu marki fjallaði umræðan um eðli Táknmáls ástarinnar síðan um það hversu mikið myndin sýndi – og hún sýndi býsna mikið: Nakta lík- ama, kynfæri, nærmyndir af sam- förum og kynlífi. Eina stef gullald- arklámmynda áttunda áratugarins sem segja má að „vanti“ í myndina er skvettiskotið, myndin af sáðlátinu sem sýnir fram á fullnægingu karl- mannsins. Vísir talaði um „nákvæm- lega útskýrðar samfarasenur“. „Kon- an við Sundin“ sagði burðarás myndarinnar vera að sýna „hvernig kynfæri konu líta út, bæði að utan og innan“. Alþýðublaðið birti á baksíðu stillimynd úr myndinni þar sem nak- inn karl liggur á bakinu og nakin kona ofan á honum undir fyrirsögn- inni: „Þetta er sýnt“. Ítarlegustu lýs- inguna er þó að finna í Vísi, þar sem segir um ýmsar myndir sem hafi ver- ið sýndar á Íslandi undanfarin ár að þær yrðu naumast „kallaðar annað en klámmyndir. Nokkuð ýtarlega er lýst samskiptum kynjanna í rúmi. Mynda- vélar látnar gæla við brjóst kvenna og lendar, en hins vegar þykja kropp- ar karla ekki eins forvitnilegir.“ Hér er bæði lýst innihaldi myndanna og myndatökutækninni, þar sem myndavélarnar „gæla við“ líkama kvennanna fyrst og fremst. Rökstuðningur Freymóðs Jó- hannssonar í kæru hans vegna Tákn- máls ástarinnar snerist að stærstum hluta um það hversu mikið var sýnt í myndinni. Hann kallaði myndina eina kynfærasýningu frá upphafi til enda. Í huga hans voru það þó greinilega ekki kynfærasýningarnar sem skil- greindu klámið; hann hafði áður kært mynd sem klám án þess að þar sæj- ust kynfæri. Hann leit svo á að hér væri um fordæmi að ræða. Um leið og stjórnvöld neituðu að grípa til að- gerða gegn einni mynd væri opnað fyrir þann möguleika að næsta mynd yrði „ennþá viðbjóðslegri, og þannig koll af kolli“. Þegar málflutningur Freymóðs og Kristjáns Albertssonar er skoðaður er ljóst að afstaða þeirra grundvall- aðist á þeirri sannfæringu að kynlíf ætti einfaldlega ekki að sýna í mynd eða lýsa því í rituðu máli. Gagnrýn- endur þeirra héldu því stundum fram að þeir legðu kynlíf og klám að jöfnu. „Er samlíf manns og konu ógeðslegt saurlífi?“ spurði skólastjóri Flens- borgarskólans í grein í Morgun- blaðinu. „Er það alltaf svo, eða verður það þegar einhver sér til?“ Frey- móður og Kristján gerðu hins vegar greinarmun á kynlífinu sjálfu og op- inberri sviðsetningu þess. Í umfjöllun sinni um klám í skáldskap skrifaði Kristján að það væri ekki hlutverk bókmenntanna að „vera á gægjum gegnum skráargöt til að góna á það sem fram fer, þegar tvær mann- eskjur hafa lokað að sér“. Freymóður var á sömu skoðun; kynlíf væri „leyndardómur og sameign tveggja sálna, sem enginn þriðji aðili er fylli- lega dómbær um“. Það stuðlaði að niðurrifi á eðlilegu hjóna- og fjöl- skyldulífi að sýna það opinberlega. Fyrir þeim var kynlíf fyrst og fremst einkamál giftra, gagnkynhneigðra hjóna – það er ob/scene – og því ekki við hæfi að varpa því upp á breiðtjald. Stund klámsins á Íslandi Í bókinni Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar rekur Kristín Svava Tómasdóttir sögu kláms á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar og alla þá ólíku aðila sem tóku þátt í að móta skilgreiningu þessa gamla hugtaks á nýjum tímum. Stund klámsins er fyrsta fræðilega verkið um sögu kláms á Íslandi. Ljósmynd/Svenska Filminstitutet Klámöld Sænska kvikmyndin Táknmál ástarinnar var afar umdeild, en í henni mátti meðal annars finna fræðslu um getnaðarvarnir. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 20. desember fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. janúar 2019 Heilsa& lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.