Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 52

Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Marta María mm@mbl.is Í íbúðinni er allt hvítmálað en lögð áhersla á að nota fallegan við og hlýleg húsgögn til að skapa huggulega stemn- ingu. Íbúðin sjálf er ósköp venjuleg blokkar- íbúð í Breiðholti með þokkalega góðu út- sýni. Hún er björt og vel skipulögð. Eld- húsið er opið inn í stofu en í stað þess að gera það mjög eldhúslegt er það meira eins og stofuskápur. Lítið er um efri skápa og er innréttingin stílhrein. Hún er gerð úr reyktri eik og er hvít stein- plata á borðum. Innréttingin er fram- leidd hjá Parka. Fyrir ofan neðri skáp- ana er bara hvítur veggur með fallegum hangandi ljósum. Á gólfunum er fiskibeinaparket úr reyktri eik sem tónar vel við eldhús- innréttinguna. Búið er að stúka sjón- varpsherbergið af með glerveggjum sem kemur vel út í þessu rými og hleypir birtu á milli herbergja. Blokkaríbúð í Breiðholti fær nýtt líf Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eigendur HAF Studio, endur- hönnuðu íbúð í Breiðholti. Bjart og stílhreint Íbúðin er björt og viðurinn á gólf- unum setur mikinn svip á heildarmyndina. Stúkað af Sjónvarps- herbergið er stúkað af með glervegg. Smart Bekkurinn og hringlaga speg- illinn eru flottir. Falleg stofa Hér má sjá nýja hönnun frá HAF Studio, stofuborðið er með nero mar- quina-steini. Undir borðinu er Beni Ourain- ullarmotta frá HAF STORE.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.