Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 26
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Jólabækurnar VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Menningarhæf heilbrigðisþjónusta er ekki nýtt fyrirbæri. Umræðan um hana hefur ekki verið mikil í íslensku samfélagi en hefur aukist. Í slíkri þjónustu felst fyrst og fremst að veita einstaklingum með ólíkan menningarlegan bakgrunn bestu mögulegu þjón- ustu og mæta þörfum þeirra,“ segir Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og aðstoðardeildar- stjóri á Landspít- alanum, í erindi sem hún hélt á lyflæknaþingi í Hörpunni nýverið. Kristín segir mesta áherslu lagða á túlkaþjónustu og það sé gert út frá mikilvægi túlkunar frá siðferðilegu sjónarhorni. Þ.e.a.s að eintaklingar séu vel upplýstir um hvað sé að hrjá þá, þeir skilji hver staðan sé og hvaða úrræði bjóðist. „Skilningurinn vegur þyngst en við þurfum líka að geta mætt trúar- legum þörfum fólks og menningar- legum lífstíl og fæðuvali,“ segir Kristín sem telur að flokka megi þrjá stóra hópa með ólíkar þarfir sem huga þurfi sérstaklega að. Flótta- menn, sem fjölgað hefur undanfarin ár, farandverkamenn, sem fjölgað hefur jafnt og þétt líkt og gerðist fyr- ir hrun, og svo sprengingu í fjölda ferðamanna. Kristín segir að sjúkdómshlutverk séu lærð í gegnum menningu hverr- ar þjóðar. Þar læri einstaklingar skilgreininguna á því að vera veikur sem sé mjög ólíka milli heimshluta. Það geti verið mismunandi hvenær rétt sé að leita læknis, hvert sé farið, hvaða væntingar séu um framkomu læknis. Hvort hjúkrunarfræðingur sé sá sem fyrst þjónustar einstakling við komu á heilbrigðisstofnun og svo framvegis. Sannleikurinn mismunandi „Við upplifun það að einstaklingar upplifi heilbrigðiskerfið og heilbrigð- isstarfsfólk kuldalegt og sem dæmi má nefna Ítali. Í þeirra menningu er eðlilegt að fara í heilsufarsskoðun einu sinni á ári. Þeir eru ekki vanir því að læknir leggi til meðferð og fylgi henni ekki eftir,“ segir Kristín og bætir við að það sé misjafnt eftir menningu hvernig sannleikurinn sé sagður. Hvort honum sé slengt beint fram eða hvort fyrst sé rætt við að- standendur sem komi honum áfram á mýkri hátt. Í vissum menningar- heimum upplifi fólk að það sé engin von eða ólíklegt að eitthvað sé hægt að gera eða jafnvel sé búið að gefast upp á sjúklingi ef honum er sagt hreint út að hann sé með ólæknandi sjúkdóm. „Heimurinn skiptist í ólík menn- ingarsvæði. Eftir því sem sunnar dregur vegur óyrt tjáning þyngra og meira ráð gert fyrir sameiginlegum skilningi sem er kannski ekki alveg sagt í orðum. Þar tíðkast öðru vísi samskiptadans,“ segir Kristín og bendir á að þegar verið sé að sinna einstaklingum við lífslok sé mismun- andi hversu mikið eða hvort þeir leiti í trú og þá hvernig. Það séu mismun- andi hefðir hvernig frágangi er hátt- að eftir dauða. „Sjúkrahúsprestarnir hafa reynst okkur mjög vel við ráðgjöf og eru góðir tengiliðir við önnur trúfélög. Það er gott að leita til þeirra en við getum leitað til annarra trúar- leiðtoga sem hafa leiðbeint okkur eða komið og sinnt sjúklingi og fjöl- skyldu hans. Það þarf líka að passa upp á stuðning og eftirfylgd eftir andlát,“ segir Kristín sem bendir á að ólíkt fæðuval sé áskorun sem sjúkrahúsin standi frammi fyrir. Sumir borði ekki ákveðnar fæðuteg- undir eða þyki íslenskur matur fram- andi. Mikilvægt sé fyrir sjúklinga að nærast vel. Kristín segir menningarmun finn- ast í samskiptum. Í sumum tilfellum sé það hefð og krafa um að stór- fjölskyldan sé með allan tímann og hefð fyrir samskiptum kynjanna geti verið með ólíkum hætti, en reynt sé eftir bestu getu að koma til móts við þarfir ólíkra hópa. Fá túlkun frá útlöndum Kristín segir flóttamenn brothætt- an hóp, heilbrigðiskerfið fjársvelt og undirmannað og verkefni taki veru- legan tíma. Oft sé mjög erfitt að fá túlka og hér um bil vonlaust að fá fagtúlka sem tali heilbrigðisfagmál en ákveðin svið innan spítalans séu með samning við breska aðila og fái túlkun í gegnum síma. Innflytjenda- samfélögin séu lítil og fáir túlkar. Sjúklingar kæri sig ekki um að aðrir fái vitneskju um þeirra persónulegu mál og í sumum menningarheimum sé fólk dæmt ef það greinist með ákveðna sjúkdóma og geðræn mál ekki rædd á sama hátt og hér. Kristín er með meistaragráðu í al- þjóðlegri lýðheilsufræði frá Svíþjóð en lærði einnig Miðausturlanda- og Norður-Afríkufræði. Meðan á nám- inu stóð bjó fjölskyldan í innflytj- endahverfi og börnin gengu í leik- skóla með börnum af 30 þjóðernum. „Við kynntumst innflytjendum og áskorunum sem þeir stóðu frammi fyrir. Þegar ég kom heim fyrir 2 ½ ári hóf ég störf á Landspítalanum og byrjaði með námskeiðið menning- arhæf hjúkrun sem heitir í dag menningarhæf heilbrigðisþjónusta,“ segir Kristín og telur að heilbrigðis- starfsfólk taki slíkri fræðslu fagn- andi og ný kynslóð sé komin upp sem alist hefur upp fjölbreyttu samfélagi. Morgunblaðið/Golli Samskipti Sjúklingar þurfa að geta tjáð sig við heilbrigðisstarfsfólk ef hjúkrun og lækning eiga að bera árangur. Menningarhæf heilbrigðis- þjónusta til að auka gæði  Mismunandi menning við lífslok og frágangur eftir dauða Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Landspítali Menningarhæf heilbrigðisþjónusta er veitt á sjúkrahúsinu. Kristín Davíðsdóttir Breytingar og fjölbreytni » Flóttamönnum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. » Svipuð fjölgun farandverka- manna og fyrir efnahagshrunið 2008. » Sprengja í fjölda ferða- manna undanfarin ár. » Fjölmenningarsamfélag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.