Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < DEKKJASALA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum og
varahlutum fyrir ameríska bíla.
Almennar bílaviðgerðir
fyrir ALLAR tegundir bíla
BÍLAVERKSTÆÐIVatnshitablásarar
hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10, græn gata | 200 Kópavogi
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Í tilkomulítilli múrsteinsbyggingu á
snævi þöktu svæði í útjaðri Tartu,
næststærstu borgar Eistlands,
pikkuðu hermenn í felubúningum
tölvulyklaborð ótt og títt í októ-
berlok. Þetta voru framlínuher-
sveitir í átakalínum 21. aldarinnar.
Við ertandi ljós og afþiljuð tölvu-
borð gæti allt eins hafa verið um
andlausa skrifstofu að ræða. En
þarna voru menn og konur á „staf-
rænu skotæfingasvæði“ Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) við um-
fangsmestu æfingar bandalagsins
til þessa í netheimahernaði. Æfðu
þau stafrænar netvarnir sem gengu
undir heitinu Netvarnabandalagið
2018.
Æfingarnar áttu sér stað í aðeins
50 kílómetra fjarlægð frá landa-
mærum Rússlands en þaðan telja
Vesturlönd sér stafa mesta ógn af
netárásum. Ekki síst í kjölfar raðar
netárása sem yfirvöld í Kreml hafa
verið sökuð um að hafa fyrirskipað.
Skotmörk þeirra hafa meðal ann-
arra verið heimssamtök á sviði
íþrótta, Demókrataflokkurinn í
Bandaríkjunum og efnavopnaeft-
irlitsstofnun með aðsetur í Hol-
landi.
NATO segir að árásir sem þessar
verði „æ algengari, flóknari, skað-
legri og meira þvingandi“. Að baki
þeim standi ekki bara stjórnvöld
eins og í Rússlandi, Kína og Norð-
ur-Kóreu, heldur einnig glæpa-
gengi sem gera út á fjárkúganir
annars vegar og hins vegar innbrot
í tölvukerfi til að hrekkja stórar
stofnanir.
Ódýr hernaður
„Að leggjast í árásir í netheimum
kostar sáralítið fé,“ segir banda-
ríski ofurstinn Don Lewis, aðstoð-
arframkvæmdastjóri hinnar nýju
netvarnamiðstöðvar NATO í Eist-
landi, við AFP-fréttstofuna. Mið-
stöðin var sett á laggirnar í ár.
„Hyggist þú ráðast að landi mínu
úr lofti þarftu að smíða orrustu-
þotur, sem er ekki auðvelt verk og
kostar gríðarlega fjármuni. En fyr-
ir sama verð og kaffibolla á Star-
bucks og vopnaður fartölvu kemstu
inn í netheima. Og fyrir nokkur
hundruð dollara að auki geturðu
keypt þér spilliforrit af svarta net-
inu,“ bætir Lewis við.
NATO hefur komið sér upp
tveimur hraðliðasveitum til net-
varna. Eru þær í viðbragðsstöðu og
til taks á öllum tímum sólarhrings-
ins. Geta þær svarað árásum innan
48 stunda. Vopn þeirra eru hrað-
virkar tölvur með forritum er
greina varnargetu og fleira, rann-
sóknarhugbúnað ýmiss konar og
sérleg gagnagrunnstól, m.a. til að
greina tölvukóða.
„Þetta er okkar útgáfa af svart-
klæddu mönnunum, sem hafa heil-
mikið af öflugum svörtum plast-
kössum með sér,“ segir Jeremy
Tod, hjá upplýsingaþjónustu
NATO, og skírskotar til vopna
sveitanna.
– Afrísk sviðsmynd –
Þrátt fyrir orðspor Rússlands og
nálægð beindust æfingarnar ekki í
þá átt, heldur líktu eftir stuðnings-
aðgerðum í ímynduðu Afríkuríki
sem varð fyrir stafrænni rafeinda-
árás frá óvinveittu ríki akkúrat
þegar kosningar fóru þar fram. Þar
kom upp eftirfarandi staða: Spillif-
orrit sýktu vatnshreinsistöð og
menguðu drykkjarvatn, skemmdir
voru unnar á lestarteinum járn-
brauta sem beina varð í aðrar áttir
en þær voru fullar af NATO-her-
mönnum sem áttu að gæta kjör-
staða. Sjö hundruð netsérfræðingar
í nokkrum löndum voru kallaðir út
til að greina stöðuna og finna lausn-
ir á æfingunni sem stóð í þrjá sólar-
hringa.
Stjórnandi æfinganna var Robert
Buckles, yfirlautinant í bandaríska
flotanum. Hann segir megintilgang
æfingarinnar hafa verið að þjálfa
netárásasveitirnar í að vinna saman
undir álagi. Þær prófuðu einnig
hvernig nýta mætti árásarbúnað
frá sumum NATO-landanna í varn-
arviðbrögðum bandalagsins við net-
árásum.
Bandaríkin, Bretland, Danmörk,
Eistland og Holland hafa öll skuld-
bundið sig til að bjóða afnot af net-
vopnum sínum til aðgerða af hálfu
NATO, ef á þyrfti að halda. Þykir
líklegt að þau muni draga kjarkinn
úr hugsanlegum árásaraðila sem
vissi að hann þyrfti að sæta gagn-
árásum. Fælingarmáttur árásar-
vopnanna væri því gagnlegur.
Fyrrnefndur Lewis ofursti segir
að sama áhætta fylgi því að grípa
til netvopna sem hefðbundinna
vopna. Ígrunda verði áhættuna á
hliðartjóni; öðru tjóni en á mann-
virkjum sem árás beindist að. Því
hafi stjórnendur æfinganna ákveðið
að beita þeim vopnum ekki.
Fælingarmáttur
Fyrr á árinu endurmótaði banda-
ríska varnarmálaráðuneytið, Penta-
gon, netvarnastefnu sína. Inntak
hennar var „framvirkar varnir“ til
að trufla eða stöðva illkvittnislegt
athæfi í netheimum.
Hollendingar hafa lýst opin-
berlega nothæfi eigin netvarna.
Flugliðsforinginn Elanor Boekholt-
O’Sullivan, æðsti maður hollenskrar
netöryggissveitar sem fengið hefur
þjálfun í árásartaktík, segir að „óá-
sættanlegt framferði ríkja í net-
heimum verði ekki lengur látið af-
skiptalaust“.
Í október gengu Hollendingar
óvenjulega langt og nafngreindu
fjóra rússneska leyniþjónustumenn
og sökuðu þá um tilraunir til að
brjótast inn í tölvukerfi höfuð-
stöðva OPCW, alþjóðlegrar stofn-
unar um bann við efnavopnum, í
Haag. Dreifðu þeir ítarlegri sam-
antekt á launráðum Rússanna.
Ákvörðun Hollendinganna var
liður í tilraunum þeirra til að
byggja upp netfælingarmátt sem
grundvallast á því að gera söku-
dólgunum þá skömm til að nafn-
greina þá og smána um leið. Jafn-
framt að vera í stakk búnir til
gagnárása ef fyrirmæli í þá veru
væru gefin.
Margs konar skotmörk
„Hver verður fyrir barðinu á
bullunni á skólalóðinni? Tvímæla-
laust ekki pilturinn sem æfir ka-
rate og er umkringdur af vinum
sem taka til varna fyrir hann,“
tjáði Boekholt blaðamönnum sem
fylgdust með netvarnaæfingu
NATO.
Til skotmarka getur talist allt
sem tengist netinu, þar á meðal
tölvur og snjallsímar og allt upp í
útbúnað sem stjórnar lykiltækjum í
orkuverum og samgöngukerfum.
„Allt sem er með straumrofa, til að
kveikja eða slökkva, er hægt að
hafa áhrif á með kænskubrögðum,“
sagð Boekholt.
Varnarsveitir gegn netárásum
NATO hefur komið upp sérstökum sveitum tölvufræðinga til að bregðast við árásum á netinu
Í lok október fór fram netvarnaæfing í nýrri miðstöð sem komið hefur verið á fót í Eistlandi
Netárásir Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur hafið skipulegar varnir gegn netárásum en með þeim er hægt að lama gangverk samfélaga ef ekki er brugðist við með uppbyggingu varnarsveita.