Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 47
47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Jólaskógur Grýla og Leppalúði komu við í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær til að skemmta leikskólabörnum sem þangað mættu á opnun Jólaskógarins. Rúmlega 3500 nemendur 28 grunnskóla í
Reykjavík lögðust á eitt við að búa til snjókorn úr blaðsíðum bóka frá Forlaginu sem prýða skóginn. Grýla og Leppalúði sögðu sögur af jólasveinum sem koma brátt til byggða og sungin voru jólalög.
Kristinn Magnússon
Undanfarna daga
hefur þjóðin fylgst
með umræðum um
ótrúleg samtöl nokk-
urra þingmanna, sem
hljóðrituð voru að
þeim óafvitandi. Þó
að þingmennirnir hafi
sýnilega verið vel við
skál, þegar þessi um-
mæli féllu, eru þau
með öllu óréttlætan-
leg. Þingmennirnir
hafa verðskuldað orðið fyrir þung-
um ágjöfum vegna þessa og huga
sumir þeirra að afsögn þing-
mennsku sinnar. Fordæmingin
hefur áreiðanlega líka komið frá
fólki sem reglulega viðhefur gróf-
an orðsóðaskap sjálft um annað
fólk á hinum svonefndu samfélags-
miðlum.
Ég birti á dögunum dæmi um
ótrúlegt orðbragð einhverra spak-
vitringa um mig á slíkum miðlum.
Þeir fengu þá yfir sig fordæmingu
alls almennings vegna orðbragðs
síns. Og þá birtust einhverjir, sem
höfðu í frammi álíka orðalag um
þetta fólk og það hafði sjálft við-
haft í dæmunum sem ég birti.
Lágkúra á lágkúru ofan. Síðustu
daga hef ég á ný séð ummæli um
mig sem jafnast fyllilega á við það
sem ég vakti athygli á í grein
minni.
Þingmenn, sem urðu fyrir því að
ummæli þeirra voru birt, hafa
sagt að ummæli þeirra séu síst
verri en ýmsir aðrir þingmenn
hafi við önnur tækifæri viðhaft.
Dapurlegt ef satt er.
Hvernig væri nú að
fólkið í þessu landi,
þ.m.t. alþingismenn,
reyndi að draga
ályktanir af þessum
atburðum? Hvernig
væri að menn tækju
sig á og hættu þess-
um orðsóðaskap um
annað fólk? Það er
auðvitað einkenni á
okkar samfélagi að
fólk hefur ólíkar skoð-
anir á flestu því sem
til umræðu kemur.
Okkar aðferð á þá að vera fólgin í
því að skiptast á skoðunum. Þá
eigum við að sýna hvert öðru fulla
virðingu og gæta þess líka að snúa
ekki út úr orðum annarra eins og
svo margir gera til þess að betur
henti sóðaskap þeirra sjálfra.
Menn ættu líka að hafa hugfast að
með hátterni sínu eru þeir fyrst
og fremst að lýsa sjálfum sér en
ekki öðrum. Það er svo ótrúlega
lítið sem við getum sagt um per-
sónugerð annars fólks, þó að við
getum sagt heilmikla sögu um
okkur sjálf.
Svo boðskapur dagsins er: Gæt-
um orða okkar í samtölum við og
um aðra. Sýnum háttvísi og virð-
ingu fyrir öðru fólki.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Hvernig væri að
menn tækju sig á og
hættu þessum orðsóða-
skap um annað fólk?
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Sóðaskapur
í orðum
Umræða um sjáv-
arútveg hefur verið
allnokkur und-
anfarnar vikur og
veldur mestu frum-
varp um veiðigjald.
Því miður snýst um-
ræðan nær eingöngu
um einn afmarkaðan
þátt í íslenskum sjáv-
arútvegi. Það er:
hversu hátt á veiði-
gjaldið að vera? Ekki nóg með það,
heldur er þar oftar en ekki vísað til ör-
fárra fyrirtækja sem náð hafa bestum
árangri, en hátt í þúsund aðilar greiða
veiðigjald. Skoðanaskipti um nánast
allt annað í íslenskum sjávarútvegi
liggja óbætt hjá garði og er það mið-
ur. En um hvað á að ræða, kann ein-
hver að spyrja; hér verða nokkur
dæmi gefin.
Framsækinn
Íslenskur sjávarútvegur er einhver
sá framsæknasti í heimi. Kerfið sem
við búum við, aflamarkskerfið, er
stærsta einstaka ástæðan. Umgangur
um auðlindina er allur annar en áður
var og leitast er við að nýta fiskistofna
með sjálfbærum hætti svo ekki sé
gengið á rétt komandi kynslóða til að
nýta þá. Vinna við að rétta af stofna
við Íslandsstrendur hefur gengið vel
og hún mun halda áfram. Fyrir rúm-
um 40 árum lét þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra hafa það eftir sér að
Íslendingar lifðu ekki á varkárninni
einni saman, þegar ástand þorsk-
stofnsins var kynnt fyrir honum í svo-
kallaðri „Svartri skýrslu“. Veiðiráð-
gjöf samtímans byggist á vísindalegri
niðurstöðu og hefur gert undanfarin
ár. Á því verður ekki breyting og við
munum lifa á varkárninni einni saman
í umgengni okkar við
nytjastofna hafsins.
Ekki ríkisstyrktur
Íslenskur sjávar-
útvegur er ekki ríkis-
styrktur, eins og víða um
heim þar sem mönnum er
beinlínis greitt fyrir að
sækja sjóinn. Á Íslandi er
þessu þveröfugt farið. Ís-
lenskur sjávarútvegur er
skattlagður sérstaklega
umfram aðrar atvinnu-
greinar í landinu með auð-
lindagjaldi, þótt fjölmörg önnur fyr-
irtæki og geirar atvinnulífsins nýti sér
auðlindir landsins við verðmæta-
sköpun. Þetta má hafa í huga þegar
krafist er sífellt hærri gjalda af sjávar-
útveginum. Við auðlindagjaldið bætast
svo auðvitað öll önnur gjöld sem sjáv-
arútveginum ber að standa skil á, eins
og öðrum fyrirtækjum í landinu.
Einstakt samspil
Íslenskur sjávarútvegur og íslensk
iðnfyrirtæki hafa sameiginlega náð
stórkostlegum árangri á undanförnum
árum. Engum blöðum er um það að
fletta að fjölmörg iðnfyrirtæki á Ís-
landi, til dæmis Marel í Reykjavík,
Valka í Kópavogi, Skaginn3X á Akra-
nesi og Vélfag í Ólafsfirði, hafa öll átt í
nánu samstarfi við sjávarútvegsfyr-
irtæki við þróun á sinni framleiðslu.
Það sem meira er; íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafa leitað eftir
lausnum hjá þessum fyrirtækjum og
þegar lausnin er fundin er hægt að
hefja útflutning, sem sífellt er að
aukast. Samkvæmt úttekt Deloitte
námu tekjur tækni- og framleiðslufyr-
irtækja, sem rekja má til sjávarútvegs,
tæpum 50 milljörðum króna á árinu
2016. Innan þessara fyrirtækja hafa
orðið til verðmæt störf fyrir vel
menntað fólk. Þessi störf hefðu aldrei
orðið til, ef ekki væri fyrir framsækin
og öflug fyrirtæki í sjávarútvegi.
Sérstaða í umhverfismálum
Íslenskur sjávarútvegur hefur al-
gera sérstöðu þegar litið er til árang-
urs við að draga úr olíunotkun. Olíu-
notkun á Íslandi hefur aukist frá
árinu 1990 um 349 þúsund tonn, eða
57%. Á sama tíma hefur hún dregist
saman í sjávarútvegi um 114 þúsund
tonn, eða 46%. Sú þróun mun halda
áfram á komandi árum, ef ekki verð-
ur þrengt að getu sjávarútvegsins til
þess að fjárfesta. Á þessum vettvangi
er til mikils að vinna.
Varðveitum stöðuna
Eins og sést af því sem hér hefur
verið skrifað verðskuldar íslenskur
sjávarútvegur fjölbreyttari umræðu
en um veiðigjald örfárra útgerða og
meintan ofurhagnað. Krafturinn í ís-
lenskum sjávarútvegi er gríðarlegur
og staða hans einstök á heimsvísu.
Við höfum lagt mikið á okkur til þess
að ná henni. Við eigum að vera stolt
af henni og á stundum mætti velta því
fyrir sér hvernig við ætlum að varð-
veita þessa dýrmætu stöðu.
»Krafturinn í íslensk-
um sjávarútvegi er
gríðarlegur og staða
hans einstök á heims-
vísu. … Við eigum að
vera stolt af henni og á
stundum mætti velta því
fyrir sér hvernig við
ætlum að varðveita
þessa dýrmætu stöðu. Heiðrún Lind
Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Sjávarútvegur í samtímanum
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur