Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Tilbúið á veisluborðið
þarf aðeins að hita
Ge
rðu
þit
t eig
ið
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Sjáðu allan
matseðilinn
á kronan.is
1390 kr.stk.
Kalkúna-/rauðvínssósa, 500 ml
1399 kr.stk.
Heit purusteik, 400 g
1108 kr.pk.
Hamborgarhryggur sneiðar, 400 g
2500 kr.pk.
Kalkúnabringa elduð, 500 g
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
90 ára afmæli
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samkomulag ríkisins og sveitar-
félaganna um stuðning við tónlistar-
nám hefur ekki tekið nægilegt tillit
til launaþróunar. Verulega vantar á
að framlag ríkis-
ins dugi fyrir
launakostnaði, að
sögn Gunnars
Guðbjörnssonar,
skólastjóra Söng-
skóla Sigurðar
Demetz.
„Það er sagt að
það sé tekið tillit
til launaþróunar,
en það er aldrei
gert fyrr en um
áramót og ekki leiðrétt aftur í tím-
ann,“ segir Gunnar. Hann segir að
launakostnaður tónlistarskólanna
hafi hækkað meira en framlag rík-
isins og þannig myndast bil sem
skólarnir hafi þurft að brúa.
Menntaskóli í tónlist (MÍT) tók til
starfa í fyrra og við það færðust um
200 tónlistarnemendur yfir í MÍT
sem er fjármagnaður af fjárlögum.
Gunnar segir að það hafi mátt ætla
að þetta myndi rétta hlut tónlistar-
skólanna en svo hafi ekki verið. Bilið
á milli launakostnaðar og framlags-
ins hafi verið orðið svo stórt að þetta
hafi ekki dugað nema fyrst.
Gunnar segir að söngnám sé dýrt
og að munurinn á framlögum ríkisins
og launakostnaði sé einkar mikill hjá
söngskólum. Launahækkanir 2017
og 350.000 króna eingreiðsla sam-
kvæmt kjarasamningi hafi gengið
nærri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Svo hækkuðu launin aftur síðasta
vor og voru enn leiðrétt í haust.
Að brjóta lög eða kjarasamning
„Við erum með framhaldsnema í
söng og miðstigsnemendur sem falla
undir samkomulagið. Um 75% af
heildarlaunakostnaði skólans fellur
undir samkomulagið við ríkið.
Launakostnaður okkar hefur verið
umfram styrkina. Við höfum fengið
þennan mun bættan fyrir grunnstig-
ið frá Reykjavíkurborg en það eru
bara 25% launakostnaðarins,“ segir
Gunnar. „Ég hef þurft að brúa þetta
bil með því að ganga á eigið fé skól-
ans. Í lögum um tónlistarskóla er
bannað að nýta tekjur af skólagjöld-
um til að borga laun. Ég á um tvennt
að velja: Að brjóta lögin eða kjara-
samninginn. Ég valdi að brjóta lögin
og fara eftir kjarasamningnum.“
Gunnar segir að bent hafi verið á
þetta misræmi í nokkur ár. Söng-
skóli Sigurðar Demetz þurfi 7-8%
hækkun á framlaginu frá ríkinu ef á
að vera rekstrargrundvöllur fyrir
skólann.
„Við erum búin með allt eigin fé.
Björgunarpakkinn sem við fengum
2015 til að bjarga skólanum frá
gjaldþroti er líka búinn. Hann fór all-
ur í launahækkanir,“ segir Gunnar.
Söngkennsla
í kröppum sjó
Bil á milli ríkisframlags og kostnaðar
Gunnar
Guðbjörnsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þessu stríði karlmennskunnar
getur ekki lokið nógu fljótt,“ sagði
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í al-
þjóðasamskiptum, á málþinginu
„Minna hot í ár“ sem fram fór í
Veröld – húsi Vigdísar, í gær. Sagði
hún Klausturmálið dæmi um hel-
stríð og dauðateygjur feðraveldis-
ins og minnti á að hefðir væru
sterkastar þegar þær væru við það
að bresta.
Rannsóknarstofnun í jafnréttis-
fræðum við Háskóla Íslands
(RIKK) og Kvenréttindafélag Ís-
lands stóðu fyrir málþinginu, sem
fjallaði um kvenfyrirlitningu, þögg-
un og tvískinnung í íslenskri stjórn-
málaumræðu. Þar var meðal ann-
ars fjallað um hæfni feðraveldisins
til þess að laga sig að nýjum tímum,
birtingarmyndir kynjafordóma,
fötlunarfyrirlitningu og haturs-
orðræðu stjórnmálamanna.
Silja Bára var meðal frummæl-
enda á málþinginu, en rauði þráð-
urinn í erindum dagsins var plássið
sem konur fá, eða fá ekki, innan
stjórnmálanna og ógnin sem feðra-
veldinu stafar af konum. Ragnheið-
ur Kristjánsdóttir, dósent í sagn-
fræði, minnti sem dæmi á það að
hvorki í Aðalbyggingu Háskóla Ís-
lands né í Alþingishúsinu hefði ver-
ið gert ráð fyrir konum því þar
voru engar kvennasnyrtingar.
Orð eru til alls fyrst
Nokkrir frummælendur gagn-
rýndu viðbrögð við Klausturmál-
inu, og sagði Þorgerður Þorvalds-
dóttir, doktor í kynjafræði, að
forseti Alþingis hefði gefið sex-
menningunum fjarvistarsönnun
með því að segja ummæli þeirra
sögð „í óráðshjali“. Þá benti hún á
að orð væru til alls fyrst, því að hat-
ursglæpi mætti alltaf rekja til hat-
ursorðræðu.
Henry Alexander Henrysson, að-
júnkt við sagnfræði- og heimspeki-
deild HÍ, velti upp spurningu sem
margir í athugasemdakerfum ís-
lensku vefmiðlanna hafa velt fyrir
sér í kjölfar Klausturmálsins. „Er
bannað að segja það sem manni
finnst?“, en Henry sagði þetta sýna
ákveðinn skort á skilningi í ís-
lensku samfélagi.
Sagði hann að flestum störfum
fylgdu hlutverk og tækifæri, skurð-
læknar mættu stinga hnífum í fólk,
en að réttindum fylgdu skyldur, og
að skyldur kjörinna fulltrúa væru
margvíslegar. Þeim bæri meðal
annars, og einna helst, skylda til
þess að tileinka sér jafnréttissjón-
armið. Henry sagði miður að lítið
væri hægt að gera í orðræðunni
sem þingmennirnir viðhöfðu, en að
mikilvægt væri að auka skilning.
„Líf okkar og limir í hættu“
Að erindum loknum tóku við pall-
borðsumræður fulltrúa stjórn-
málaflokkanna. „Líf okkar og limir
eru í hættu þegar Alþingismenn
leyfa sér að tala svona,“ sagði Inga
Björk Margrétar Bjarkadóttir, for-
maður framkvæmdastjórnar Sam-
fylkingarinnar og baráttukona fyr-
ir réttindum fatlaðs fólks, og benti
á að ummæli þingmannanna væru
ekki bara orð í augum fatlaðs fólks,
því þarna færi fólk sem réði því
hvaða þjónustu fatlað fólk fengi.
Hún sagði mikilvægt að ummæl-
in og orðræðan hefðu komið upp á
yfirborðið, enda væri þetta í fyrsta
sinn sem samfélagið allt tæki undir
að ekki væri í lagi að tala svona um
fatlað fólk. „Þetta er í fyrsta sinn
sem samfélagið tekur upp hansk-
ann fyrir Freyju [Haraldsdóttur].“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umræður Fulltrúar stjórnmálanna sátu við pallborð á málþinginu í Veröld og ræddu málin við fundargesti.
Helstríð feðraveldisins
Klausturmálið ofarlega í huga fundarmanna á málþingi
um kvenfyrirlitningu og þöggun í stjórnmálaumræðu