Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 icewear.is FROST | Parka fyrir börnÁður kr. 19.990.-Nú kr. 12.990.- „Það er að koma fullt af vinum mín- um sem fannst svo gaman fyrr í haust á Íslandi að þau ákváðu að koma aftur til að gera svona ógeðs-, fullorðinssýningu,“ segir Margrét Erla Maack fjöllistakona um Coney Iceland sýningarnar sem haldnar verða um helgina. Hún segir þetta íslensk-amerísk- an óhuggulegheitasirkus sem ein- beiti sér að undrum mannslíkamans og sirkusbrögðum sem flokkast sem „side show“, eða hliðarsirkussýning- ar gamla tímans. Slíkar sýningar ferðuðust með stóru farandsirkus- unum og þar var boðið upp á dag- skrá sem ekki var við hæfi barna, enda voru sársauki, hold, blóð, sviti, tár og ógeðslegar sirkuslistir meg- inuppistaða dagskrárinnar. Hópur- inn sem sýnir er nýkominn frá Bandaríkjunum og þau halda sýn- ingarferðlaginu áfram á Íslandi og halda óhuggulegu aðventusýning- arnar 7. desember á Fróni á Sel- fossi, 9. desember á Secret Cellar og 12. desember á Gauknum. Sýning- arnar eru bannaðar innan 20 ára og eru alls ekki við hæfi viðkvæmra. „Þetta eru svona atriði eins og að hefta í sig, kveikja í sér og að leggj- ast á nagla og allskonar, útskýrir hún. Sérstakur gestur á sýningun- um er Håvve Fjell, sem er skóla- stjóri norska fakírskólans Pain Óhuggulegheitasirkus Hliðarsirkussýningar gamla tímans eru ekki við hæfi barna. Ljósmynd/Maria Ylfa Lebedevea Listgjörningur Axel Diego, öðru nafni Perró, skapar hér málverk. Hann hefur sl.vikur ferðast með Coney Iceland-hópnum um Bandaríkin. Ljósmynd/Maria Ylfa Lebedevea Eldlistakona Sage Sovereign er ein helsta eldlistakona New York-borgar. Myndin er frá síðustu sýningu Coney Iceland í september sl. á Gauknum. Ljósmynd/Maria Ylfa Lebedevea Dulúð Margrét Maack skapar hliðarsviðslistasenu í sýningunni. Solution en hann er sagður vera „mennskur nálapúði“ í kynningar- efni sýningarinnar, enda meginupp- staða dagskrárinnar sársauki, hold, blóð, sviti, tár og ógeðslegar sirkus- listir líkt og þar stendur. „Þetta er bara ógeðslega skemmtilegt en það má segja það um þessa sýningu,“ segir Margrét Erla að lokum. hulda@k100.is Alda Karen Hjaltalín hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt í við- skiptaheiminum. Hún býr í Banda- ríkjunum þar sem hún starfar sem stjórnandi og fyrirlesari. Hún hefur í störfum sínum, meðal annars fyrir Ghostlamp, setið fundi með mörgum af stærstu fyrirtækjum. Þar má nefna Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleiri. Alda Karen vinnur í dag með sál- fræðingum í því að hjálpa fólki sem glímir við ýmiskonar fælni, fíkn og fleira í þeim dúr til að vinna úr sín- um málum. Til þess notar hún sýnd- arveruleika. Ásgeir Páll, einn af stjórnendum morgunþáttar K100, Ísland vaknar, glímir við fuglafælni á háu stigi. Til þess að hjálpa honum að komast yfir fælnina mætti Alda Karen með sýndarveruleikabúnaðinn í þáttinn og Ásgeir var settur í aðstæður þar sem hann var lokaður inni í gamal- dags símaklefa, en í kringum klef- ann voru ránfuglar að gæða sér á bráð. „Þetta var viðurstyggilegt,“ sagði Ásgeir Páll eftir lífsreynsluna. „Ég sá aftan á einn fuglinn og svo blóð- poll í kring. Ég fann hvernig ég missti tökin á andardrættinum og svo spratt kaldur sviti fram á ennið. Í ofanálag byrjaði ég að kúgast og langaði mest til að kasta upp. Þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að fleiri fuglar sátu þarna í kring. Þeg- ar bíll ók skyndilega á fullri ferð eft- ir götunni og heilt hrafnager flaug á eftir honum brá mér hinsvegar fyrst fyrir alvöru. Ég leit í framhaldinu til beggja hliða og sá þá fugl sem var að gogga í glerið á rúðunni á símaklef- anum. Þá hélt ég að ég fengi tauga- áfall,“ sagði Ásgeir eftir þessa erfiðu upplifun sem hann gekk í gegnum í þættinum. Fuglafælnina fékk hann á unga aldri þegar lítill páfagaukur flaug í andlitið á honum og þarf ekki mikið til að kveikja óttann hjá útvarps- manninum þegar fljúgandi fiðurfén- aður er annars vegar. „Konan mín hefur nokkrum sinnum þurft að glíma við þetta vandamál. Fyrir nokkrum vikum vorum við hjónin til að mynda í rómantískum göngutúr niður Laugaveginn. Skyndilega flaug upp lítill starri ekki langt frá þar sem við vorum og ég stökk upp í fangið á konunni minni,“ sagði Ás- geir og vakti hlátur viðstaddra. „Það hefur ekki verið neitt smáræði fyrir þessa nettu konu að fá 120 kílóa musteri í fangið,“ sagði Jón Axel glottandi. Hvort tilraunin á eftir að skila ár- angri verður tíminn að leiða í ljós, en ljóst er að áfram verður fylgst með fuglafælni Ásgeirs í Ísland vaknar á K100. k100@k100.is Fuglafælni læknuð í beinni útsendingu Ásgeir Páll, einn umsjónarmanna Ísland vaknar á K100, glímir við fuglafælni á háu stigi. Alda Karen Hjaltalín mætti á K100 með sýndarveruleikabúnað í farteskinu sem átti að hjálpa Ásgeiri að komast yfir þessa ofboðslegu hræðslu við fugla. Sýndarveruleiki Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina. FóbíurAlda Karen Hjaltalín hjálpar þeim sem glíma við ýmiskonar fælni. Símaklefinn Svona upplifði Ásgeir Páll veru sína í sýndarveruleikanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.