Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 24

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Birds by Toikka iittala-búðin | 1. hæð Kringlunni Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru að hefjast við gerð nýs sjóvarnargarðs á Gelgju- tanga við Elliðavog/Elliðaárvog. Á svæðinu mun rísa íbúðabyggð, svo- nefnd Vogabyggð 1. Íbúðir verða allt að 330 í fimm húsum. Þessar framkvæmdir eru í sam- ræmi við deiliskipulag svæðisins sem gerir ráð fyrir um 3.500 fer- metra landfyllingu og að um 17.000 fermetrar lands verði hækkaðir. Lágmarks yfirborðshæð lands verð- ur 5 metrar yfir sjávarmáli. Íbúða- byggðin verður því vel varin komi til hækkunar á yfirborði sjávar vegna mögulegrar hlýnunar andrúmslofts- ins. Stærsti hluti útboðsverksins er uppbygging sjóvarnargarðs og upp- röðun á grjóti í ölduvörn. Sjóvarnar- garðurinn verður með tvöfaldri kápu þar sem álagið er mest en þegar inn- ar dregur tekur við léttari grjót- garður. Verktaki mun annast móttöku og flokkun á efni, sem kemur að stærst- um hluta úr grunni Nýja Landspít- alans við Hringbraut. Verktaki í jarðvinnu við Nýjan Landspítala er byrjaður að keyra efni á staðinn. Vegna fiskgengdar í Elliðavogi er leyfilegur framkvæmdatími svo ná- lægt laxveiðiá bundinn við tímabilið frá 1. nóvember til 30. mars. Þetta á við um vinnu í fjörunni og undir sjávarmáli. Gert er ráð fyrir að hægt verði að vinna við landgerð innan við varnargarð utan þess tíma. Samið við Jarðvirki ehf. Verkið var boðið út í lok október og tilboð opnuð 14. nóvember. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Lægsta til- boð átti Jarðvirki ehf. og hefur verið ákveðið að ganga til samninga á grunni þess. Jarðvirki bauðst til að vinna verkið fyrir 37,1 milljón, sem var 66% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 56 milljónir. Næst lægsta tilboðið átti Jarðval sf., 48 milljónir. Vogabyggð er hverfið sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæ- brautar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verði um 56.000 fermetrar. Skipulags- svæðið er um 18,6 hektarar. Lóð- arhafar á öllu svæðinu eru um 150 og rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu. Vogabyggðinni er skipt í 5 skipu- lagsreiti. Búið er að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir svæði 1 (Gelgju- tangi) og 2 (Súðarvogur) og eru framkvæmdir hafnar á síðarnefnda svæðinu. Sem fyrr segir liggur fyrir deili- skipulag svæðis 1 á Gelgjutanga. Fé- lagið Festir, í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar (Samskip) og Ingibjarg- ar Kristjánsdóttur, átti fjórar af fimm lóðum þar. Þar hafði Festir látið forhanna 270 íbúðir í fjórum byggingum. Fram kom í fréttum í sumar að Festir hefði selt lóðirnar til félagsins U 14-20 ehf., dóttur- félags Kaldalóns bygginga hf. sem er tengt Kviku banka. Nýir eigendur munu nú útfæra verkefnið. Bjarg – íbúðafélag ASÍ og BSRB mun byggja eitt hús með um 60 íbúðum á Gelgjutanga, að því er fram kemur á heimasíðu Bjargs. Eru íbúðirnar ætlaðar fyrir tekju- lágar fjölskyldur og einstaklinga. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast á Gelgjutanga. Ljúka þarf við sjóvarnargarða og landfyllingar og í framhaldinu þarf að fergja land- ið og þjappa áður en hægt verður að hefja byggingu húsanna. Þá eru á Gelgjutanga gamlar byggingar sem á eftir að rífa. Morgunblaðið/sisi Gelgjutangi Framkvæmdir að hefjast. Spítalamold komin á svæðið og brátt verður byrjað á grjótgarði. Tölvumynd/Rakel Karls Vogabyggð 1 Glæsibyggingar rísa á Gelgjutanga þegar undirstöðurnar verða traustar. Sjóvarnargarður við Gelgjutanga  Landfylling í Vogabyggð 1 verður varin með grjóti  Mold af Landspítalalóð ekið á svæðið Ný landfylling á Gelgjutanga við Elliðavog Sjóvarnargarður Land fylling Kleppsm ýrarveg ur GELGJ UTANG I Elliða- vogur Snarfara- höfn Kjalarvogur Ný lóðamörk Grunnkort/Loftmyndir ehf. Borgarráð samþykkti í maí 2017 tillögu umhverfis- og skipulags- ráðs að auglýsa nýtt deiliskipu- lag Vogabyggðar 1 á Gelgjutanga. Ef þetta yrði að veruleika mátti ljóst vera að svokölluð innri leið Sundabrautar væri úr sögunni, en hún átti að taka land á Gelgjutanga. Nú er ferlið komið svo langt að ekki verður aftur snúið. Þetta var sú leið sem Vega- gerðin hafði mælt með enda hafði hún metið að þetta væri ódýrsti kosturinn við lagningu brautarinnar. Nú er aðeins einn kostur eftir varðandi legu Sunda- brautar, svokölluð ytri leið frá Kleppsbakka. Sú leið er talin 10 milljörðum dýrari framkvæmd en innri leiðin. Vegagerðin telur að Reykjavíkurborg eigi að greiða mismuninn en því hafnar borgin. Borgarráð samþykkti í fyrra að hefja viðræður við Vegagerðina um Sundabraut en þær viðræður eru ekki hafnar ennþá. Sundabraut hefur verið sýnd á Aðalskipulagi Reykjavíkur frá árinu 1984, eða í yfir 30 ár. Hún var kynnt sem meginstofnleið um höfuðborgarsvæðið, tenging fyrir norðurhluta Reykjavíkur að Kjalarnesi og vegtenging fyrir Vestur- og Norðurland. Margoft hefur verið þrýst á að taka ákvörðun um þessa braut. Sig- urður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra sagði nýlega að hugmyndir væru uppi um að einkaaðilar fjármögnuðu Sunda- braut með veggjöldum. Í frétt á heimasíðu borgar- innar segir að Gelgjutangi sé fornt örnefni en sagan hermir að Ketilbjörn hinn gamli landnáms- maður hafi lent skipi sínu Elliða við tangann og bundið þar land- festar. Gelgja er fornt orð fyrir festi. Tanginn var því nefndur Gelgjutangi en árnar sem renna í voginn voru nefndar Elliðaár eftir skipi Ketilbjarnar. Íbúðabyggð á Gelgjutanga útilokar ódýrasta kostinn INNRI LEIÐ VAR MÖGULEGT VEGARSTÆÐI SUNDABRAUTAR Innri leiðin Ekki lengur möguleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.