Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Flottar yfirhafnir, fyrir flottar konur Str. 38-58 595 1000 . heimsferdir.is Bir tm eð fyr irv ar a m pr en illu r. He i sf rð i á il r é il i í . t s f i PÁSKAFERÐ 18. APRÍL Í 4 NÆTUR Frá kr. 89.995 Búdapest Reykjavíkurborg er með um 90% af óhagnaðardrifinni húsnæðisuppbyggingu með stofnframlögum í landinu og dregur þannig vagninn í uppbyggingu almennra íbúða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem borgin sendi frá sér í gær og vitnar þar til nýrrar skýrslu Íbúðalánasjóðs. Skýrslan var meðal gagna sem lögð voru fram ásamt skýrslu Átakshóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Í skýrslunni kemur fram að um 6.600 íbúðir eru í byggingu á svæðum sem skilgreind eru sem kjarna- og vaxtarsvæði en þar af eru um 5.300 á höfuðborgarsvæð- inu, þar af eru 3.325 í Reykjavík. Áætlað er að framkvæmdum ljúki við yfir 6.000 íbúðir á næstu tveimur árum en þar af eru 4.900 á höfuðborgarsvæð- inu. „Með hliðsjón af fjölda íbúða í byggingu á úthlutunarhæfum bygg- ingarsvæðum og á svæðum þar sem deiliskipulag hefur verið samþykkt má ætla að byggðar verði 3.100 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna hús- næðisfélaga á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2022, þar af 90% í Reykja- vík,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Reykjavíkurborg segist draga vagninn Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjaviðskiptum sem varða viðskipti með hlutabréf Icelandair Group hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einn hinna ákærðu, Kjartan Jónsson, var áður forstöðumaður leiðakerfis- stjórnunar Icelandair. Er Kjartan sagður hafa veitt æskuvini sínum úr Ölduselsskóla, Kristjáni Georg Jósteinssyni, sem ásamt Kjartani er ákærður fyrir inn- herjasvik, upplýsingar um fjárhags- stöðu Icelandair. Kristján hagnýtti sér svo upplýsingarnar í viðskiptum sem hann átti fyrir hönd félags í hans eigu. Félagarnir eru sagðir hafa hagnast sameiginlega á viðskiptun- um, í ákæru málsins. Þriðji sakborningurinn í þessu máli, Kjartan Bergur Jónsson, er ákærður fyrir hlutdeild í innherja- svikum fyrir að hafa hagnýtt sér upp- lýsingar um Icelandair sem Kristján Georg deildi áfram. Ýmsar innherjaupplýsingar Kjartan neitaði sakargiftum fyrir dómi og sagðist ekki hafa veitt Krist- jáni Georg innherjaupplýsingar, eins og hann er sakaður um í þremur lið- um, þ.e. flutningatölur, bókunarflæði og upplýsingar um við hverju mætti búast í næstu uppgjörum félagsins. Þá er hann einnig sakaður um að hafa veitt Kristjáni Georg upplýsing- ar tengdar afkomuviðvörun Icelanda- ir 1. febrúar 2017, áður en markaður- inn vissi af þeim. Þessar upplýsingar nýtti Kristján sér til að stunda af- leiðuviðskipti, þar sem hann „veðj- aði“ annaðhvort á að hlutabréf í Ice- landair Group myndu hækka eða lækka. Sem fruminnherji hjá Icelandair hafði Kjartan aðgang að ýmsum upp- lýsingum, sem m.a. vörðuðu bókunar- flæði félagsins. Það var m.a. í hans verkahring að taka saman og senda út vikulega tölvupósta á lykilstarfs- menn og stjórnendur flugfélagsins um þá stöðu. Þetta gerði hann hvern einasta sunnudag og lýsti hann þessu sem einfaldri „copy/paste“ vinnu, þar sem hann tók upplýsingar úr kerfum flugfélagsins og sendi stjórnendum í tölvupósti. Þessum tekjuupplýsing- um er hann m.a. sakaður um að hafa deilt með Kristjáni Georg, en sá sagð- ist fyrir dómi ekki hafa fengið neinar upplýsingar um stöðu mála hjá Icelandair. Þá sagist Kjartan Berg eiga afar takmarkaða aðkomu að málinu og skildi ekki þann lið ákkær- unnar sem beindist að honum. „Mér finnst eins og sé ekki ákærður fyrir viðskipti mín heldur fyrir viðskiptin hans Kristjáns,“ sagði hann í héraði. Innherji Icelandair Group neitaði sök  Aðalmeðferð í innherjasvikamáli hófst í héraðsdómi í gær Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Lögmenn og sakborningar í málflutningi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.