Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Flottar yfirhafnir, fyrir flottar konur Str. 38-58 595 1000 . heimsferdir.is Bir tm eð fyr irv ar a m pr en illu r. He i sf rð i á il r é il i í . t s f i PÁSKAFERÐ 18. APRÍL Í 4 NÆTUR Frá kr. 89.995 Búdapest Reykjavíkurborg er með um 90% af óhagnaðardrifinni húsnæðisuppbyggingu með stofnframlögum í landinu og dregur þannig vagninn í uppbyggingu almennra íbúða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem borgin sendi frá sér í gær og vitnar þar til nýrrar skýrslu Íbúðalánasjóðs. Skýrslan var meðal gagna sem lögð voru fram ásamt skýrslu Átakshóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Í skýrslunni kemur fram að um 6.600 íbúðir eru í byggingu á svæðum sem skilgreind eru sem kjarna- og vaxtarsvæði en þar af eru um 5.300 á höfuðborgarsvæð- inu, þar af eru 3.325 í Reykjavík. Áætlað er að framkvæmdum ljúki við yfir 6.000 íbúðir á næstu tveimur árum en þar af eru 4.900 á höfuðborgarsvæð- inu. „Með hliðsjón af fjölda íbúða í byggingu á úthlutunarhæfum bygg- ingarsvæðum og á svæðum þar sem deiliskipulag hefur verið samþykkt má ætla að byggðar verði 3.100 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna hús- næðisfélaga á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2022, þar af 90% í Reykja- vík,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Reykjavíkurborg segist draga vagninn Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjaviðskiptum sem varða viðskipti með hlutabréf Icelandair Group hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einn hinna ákærðu, Kjartan Jónsson, var áður forstöðumaður leiðakerfis- stjórnunar Icelandair. Er Kjartan sagður hafa veitt æskuvini sínum úr Ölduselsskóla, Kristjáni Georg Jósteinssyni, sem ásamt Kjartani er ákærður fyrir inn- herjasvik, upplýsingar um fjárhags- stöðu Icelandair. Kristján hagnýtti sér svo upplýsingarnar í viðskiptum sem hann átti fyrir hönd félags í hans eigu. Félagarnir eru sagðir hafa hagnast sameiginlega á viðskiptun- um, í ákæru málsins. Þriðji sakborningurinn í þessu máli, Kjartan Bergur Jónsson, er ákærður fyrir hlutdeild í innherja- svikum fyrir að hafa hagnýtt sér upp- lýsingar um Icelandair sem Kristján Georg deildi áfram. Ýmsar innherjaupplýsingar Kjartan neitaði sakargiftum fyrir dómi og sagðist ekki hafa veitt Krist- jáni Georg innherjaupplýsingar, eins og hann er sakaður um í þremur lið- um, þ.e. flutningatölur, bókunarflæði og upplýsingar um við hverju mætti búast í næstu uppgjörum félagsins. Þá er hann einnig sakaður um að hafa veitt Kristjáni Georg upplýsing- ar tengdar afkomuviðvörun Icelanda- ir 1. febrúar 2017, áður en markaður- inn vissi af þeim. Þessar upplýsingar nýtti Kristján sér til að stunda af- leiðuviðskipti, þar sem hann „veðj- aði“ annaðhvort á að hlutabréf í Ice- landair Group myndu hækka eða lækka. Sem fruminnherji hjá Icelandair hafði Kjartan aðgang að ýmsum upp- lýsingum, sem m.a. vörðuðu bókunar- flæði félagsins. Það var m.a. í hans verkahring að taka saman og senda út vikulega tölvupósta á lykilstarfs- menn og stjórnendur flugfélagsins um þá stöðu. Þetta gerði hann hvern einasta sunnudag og lýsti hann þessu sem einfaldri „copy/paste“ vinnu, þar sem hann tók upplýsingar úr kerfum flugfélagsins og sendi stjórnendum í tölvupósti. Þessum tekjuupplýsing- um er hann m.a. sakaður um að hafa deilt með Kristjáni Georg, en sá sagð- ist fyrir dómi ekki hafa fengið neinar upplýsingar um stöðu mála hjá Icelandair. Þá sagist Kjartan Berg eiga afar takmarkaða aðkomu að málinu og skildi ekki þann lið ákkær- unnar sem beindist að honum. „Mér finnst eins og sé ekki ákærður fyrir viðskipti mín heldur fyrir viðskiptin hans Kristjáns,“ sagði hann í héraði. Innherji Icelandair Group neitaði sök  Aðalmeðferð í innherjasvikamáli hófst í héraðsdómi í gær Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Lögmenn og sakborningar í málflutningi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.