Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 34

Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þau farþegaskip sem koma oftast í ís- lenskar hafnir á ári hverju eru svoköll- uð leiðangursskip (e. expedition cruises). Þetta eru skip sem sigla hringinn í kringum landið allt sumarið, með fjölda viðkomustaða. Flest taka skipin 200-250 farþega. Þeir koma yfirleitt fyrr til landsins með flugi og gista á hótelum, áður en siglingin hefst. Leiðangursskipunum hefur fjölgað á undanförnu árum en farþegar þeirra eru sérstaklega áhugasamir um að kynna sér náttúru Íslands og íslenska menningu. Far- þegar með leiðangursskipum voru um níu þúsund sumarið 2017 en tölur fyrir árið 2018 liggja ekki fyrir. Þessi teg- und ferðamennsku hefur verið lyfti- stöng fyrir landsbyggðina. Viðkoma í mörgum höfnum Ocean Diamond er dæmigert leið- angursskip og verður nú í siglingum hér fimmta sumarið. Skipið er 8.282 brúttótonn að stærð og getur tekið 210 farþega og á annað hundruð manns eru í áhöfn. Það kemur við í nokkrum höfnum á landsbyggðinni. Meðal ann- ars er höfð viðdvöl í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Djúpa- vogi og í Vestmannaeyjum. Íslenskir leiðsögumenn eru um borð og fræða farþegana um land og þjóð. Mikil áhersla er lögð á að gefa farþegunum kost á að kynnast landinu, náttúrunni og íslenskri menningu. Flutt er íslensk tónlist og íslenskur matur er á borðum Þann 29. október 2018 varð Ísland hluti af starfsvæði AECO. Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO) eru alþjóðleg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norður- slóðum, sem helga sig umhverfis- vænum, öruggum og tillitssömum rekstri skemmtiskipa. Á heimasíðu Faxaflóhafna kemur fram að AECO hefur um 70 alþjóðlega meðlimi - þar á meðal eru 40 skiprek- endur, eigendur og stjórnendur, og 50 leiðangursfarþegaskip - og er því í forsvari fyrir meirihluta þeirra sem stunda slíkan rekstur á norð- urslóðum. Meðlimir AECO sigldu með alls 26.000 farþega til Svalbarða, Grænlands, Íslands, Kanada og Frans Jósefslands árið 2018. Cruise Iceland, samtök fyrirtækja í skipaferðaþjónustu, og North Atl- antic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO. Starfssvæði samtakanna nær yfir Svalbarða, Jan Mayen, Græn- land, norðurhluta Kanada og norð- urskautsþjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019. Sam- tökin hafa sett saman fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja. Þar á meðal eru reglur er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað. Í sumar mun að öllum líkindum líta dagsins ljós fyrstu leiðbeiningarnar frá AECO fyrir Seyðisfjörð, að því er fram kem- ur í frétt á heimasíðu Faxflóahafna. Þær leiðbeiningar hafa verið unnar í samvinnu við hagsmunaaðila á svæð- inu. Umhverfisstofnun er þar að auki búin að gefa út leiðbeiningar fyrir Friðlandið á Hornströndum. Eins og mörgum er í fersku minni komst franska skemmtiferðaskipið Le Boreal í fréttirnar sumarið 2017 þeg- ar það kom að Hornströndum og hleypti um 200 farþegum í land án tollafgreiðslu. Umhverfisstofnun fer með umsjón friðlandsins á Horn- ströndum og hefur eftirlit með um- ferð, metur ástand og stuðlar að verndun menningarminja. Aðgæsla á Hornströndum „Mikil aukning er í skipulagðar skoðunarferðir gagngert til þess að upplifa nánd við tófuna innan frið- landsins á Hornströndum. Ábúðar- þéttleiki tófunnar á austanverðu frið- landi Hornstranda og við Hornbjarg er með því mesta sem þekkist og því rík aðgæsluskylda sem hvílir á þeim sem fara um svæðið. Tófan er friðuð innan friðlands Hornstranda og er allur óþarfa umgangur óheimill við greni,“ segir í leiðbeiningum Um- hverfisstofnunar. Umhverfisstofnun beinir þeim til- mælum til ferðaþjónustuaðila að tak- marka fjölda þeirra sem fara hvert sinn í hópferðir um svæðið, sérstak- lega þegar gróður, lífríki og göngu- slóðar eru viðkvæmir. Kynnast náttúru og menningu  Svonefndum leiðangursskipum hefur fjölgað á undanförnum árum  Sigla hringinn í kringum landið í skipulögðum ferðum  Ísland varð nýlega aðili að alþjóðlegum samtökum á þessu sviði Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Hringferð Ocean Diamond siglir út Skjálfanda eftir viðkomu á Húsavík. Stórbrotin náttúra Þingeyjarsýslu heillaði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hlaðborð Lögð er áhersla á að bjóða farþegunum upp á íslenskan mat. Skipakomur » Eftirfarandi farþegaskip koma oftar en einu sinni til Faxaflóahafna í sumar: » Ocean Diamond – 16 komur, Star Breeze – 9 komur, Spits- bergen – 6 komur, N.G. Explo- rer – 5 komur og Astoria – 5 komur. » Farþegaskipið Astoria er væntanlegt til Reykjavíkur 15. mars og verður fyrsta skemmtiferðaskip ársins. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Það er ekki á hverjum degi sem stofnuð eru ný fyrirtæki í litlum bæ eins og Skagaströnd. Það vek- ur því ávallt gleði og eftirvæntingu hjá íbúunum þegar það gerist. Eitt slíkt var opnað með pomp og pragt 10. janúar með fjölmennri gesta- móttöku og kynningu þó það hafi reyndar hafið störf viku fyrr. Um er að ræða bókhalds- og ráðgjafarfyrirtækið Lausnamið sem byrjar með tvo starfsmenn. Fyrirtækið er í eigu Erlu Jóns- dóttur sem hefur mikla reynslu á því sviði sem fyrirtækið ætlar að starfa á. Þar verður boðið upp á al- menna bókhaldsþjónustu í víðtæk- asta skilningi og rekstrarráðgjöf auk þess að bjóða ráðgjöf og jafn- vel umsjón á sviði gæðamála fyrir- tækja. Alhliða rekstrarþjónusta Erla, sem er menntaður rekstrarfræðingur úr Háskólanum á Akureyri, kom til starfa hjá Skagstrendingi hf. sem yfirbókari fyrir allmörgum árum en gerðist svo fjármálastjóri þar. Þegar Skagstrendingur sameinaðist Fisk Seafood á Sauðárkróki fylgdi Erla með og tók að sér fjármálastjórn Fisk samstæðunnar, sem þá rak nokkra togara og landvinnslur í fiski og rækju. Nýverið lét Erla af störfum hjá Fisk Seafood og stofn- aði Lausnamið í framhaldi af því. Hún hefur gert samstarfssamning við Enor endurskoðunarfyrirtækið á Akureyri og getur því boðið upp á löggilta endurskoðun. Erla nýtur greinilega trausts í fjármálageiranum því hún er stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Stapa og er einnig í stjórn Lands- samtaka lífeyrissjóða á Íslandi. Með Erlu hjá Lausnamiði starfar Sigríður Gestsdóttir, sem er viður- kenndur bókari og hefur langa reynslu af bókhaldi. Nýtt fyrirtæki á Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Nýtt fyrirtæki Erla Jónsdóttir og Sigríður Gestsdóttir við opnunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.