Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þau farþegaskip sem koma oftast í ís- lenskar hafnir á ári hverju eru svoköll- uð leiðangursskip (e. expedition cruises). Þetta eru skip sem sigla hringinn í kringum landið allt sumarið, með fjölda viðkomustaða. Flest taka skipin 200-250 farþega. Þeir koma yfirleitt fyrr til landsins með flugi og gista á hótelum, áður en siglingin hefst. Leiðangursskipunum hefur fjölgað á undanförnu árum en farþegar þeirra eru sérstaklega áhugasamir um að kynna sér náttúru Íslands og íslenska menningu. Far- þegar með leiðangursskipum voru um níu þúsund sumarið 2017 en tölur fyrir árið 2018 liggja ekki fyrir. Þessi teg- und ferðamennsku hefur verið lyfti- stöng fyrir landsbyggðina. Viðkoma í mörgum höfnum Ocean Diamond er dæmigert leið- angursskip og verður nú í siglingum hér fimmta sumarið. Skipið er 8.282 brúttótonn að stærð og getur tekið 210 farþega og á annað hundruð manns eru í áhöfn. Það kemur við í nokkrum höfnum á landsbyggðinni. Meðal ann- ars er höfð viðdvöl í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Djúpa- vogi og í Vestmannaeyjum. Íslenskir leiðsögumenn eru um borð og fræða farþegana um land og þjóð. Mikil áhersla er lögð á að gefa farþegunum kost á að kynnast landinu, náttúrunni og íslenskri menningu. Flutt er íslensk tónlist og íslenskur matur er á borðum Þann 29. október 2018 varð Ísland hluti af starfsvæði AECO. Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO) eru alþjóðleg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norður- slóðum, sem helga sig umhverfis- vænum, öruggum og tillitssömum rekstri skemmtiskipa. Á heimasíðu Faxaflóhafna kemur fram að AECO hefur um 70 alþjóðlega meðlimi - þar á meðal eru 40 skiprek- endur, eigendur og stjórnendur, og 50 leiðangursfarþegaskip - og er því í forsvari fyrir meirihluta þeirra sem stunda slíkan rekstur á norð- urslóðum. Meðlimir AECO sigldu með alls 26.000 farþega til Svalbarða, Grænlands, Íslands, Kanada og Frans Jósefslands árið 2018. Cruise Iceland, samtök fyrirtækja í skipaferðaþjónustu, og North Atl- antic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO. Starfssvæði samtakanna nær yfir Svalbarða, Jan Mayen, Græn- land, norðurhluta Kanada og norð- urskautsþjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019. Sam- tökin hafa sett saman fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja. Þar á meðal eru reglur er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað. Í sumar mun að öllum líkindum líta dagsins ljós fyrstu leiðbeiningarnar frá AECO fyrir Seyðisfjörð, að því er fram kem- ur í frétt á heimasíðu Faxflóahafna. Þær leiðbeiningar hafa verið unnar í samvinnu við hagsmunaaðila á svæð- inu. Umhverfisstofnun er þar að auki búin að gefa út leiðbeiningar fyrir Friðlandið á Hornströndum. Eins og mörgum er í fersku minni komst franska skemmtiferðaskipið Le Boreal í fréttirnar sumarið 2017 þeg- ar það kom að Hornströndum og hleypti um 200 farþegum í land án tollafgreiðslu. Umhverfisstofnun fer með umsjón friðlandsins á Horn- ströndum og hefur eftirlit með um- ferð, metur ástand og stuðlar að verndun menningarminja. Aðgæsla á Hornströndum „Mikil aukning er í skipulagðar skoðunarferðir gagngert til þess að upplifa nánd við tófuna innan frið- landsins á Hornströndum. Ábúðar- þéttleiki tófunnar á austanverðu frið- landi Hornstranda og við Hornbjarg er með því mesta sem þekkist og því rík aðgæsluskylda sem hvílir á þeim sem fara um svæðið. Tófan er friðuð innan friðlands Hornstranda og er allur óþarfa umgangur óheimill við greni,“ segir í leiðbeiningum Um- hverfisstofnunar. Umhverfisstofnun beinir þeim til- mælum til ferðaþjónustuaðila að tak- marka fjölda þeirra sem fara hvert sinn í hópferðir um svæðið, sérstak- lega þegar gróður, lífríki og göngu- slóðar eru viðkvæmir. Kynnast náttúru og menningu  Svonefndum leiðangursskipum hefur fjölgað á undanförnum árum  Sigla hringinn í kringum landið í skipulögðum ferðum  Ísland varð nýlega aðili að alþjóðlegum samtökum á þessu sviði Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Hringferð Ocean Diamond siglir út Skjálfanda eftir viðkomu á Húsavík. Stórbrotin náttúra Þingeyjarsýslu heillaði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hlaðborð Lögð er áhersla á að bjóða farþegunum upp á íslenskan mat. Skipakomur » Eftirfarandi farþegaskip koma oftar en einu sinni til Faxaflóahafna í sumar: » Ocean Diamond – 16 komur, Star Breeze – 9 komur, Spits- bergen – 6 komur, N.G. Explo- rer – 5 komur og Astoria – 5 komur. » Farþegaskipið Astoria er væntanlegt til Reykjavíkur 15. mars og verður fyrsta skemmtiferðaskip ársins. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Það er ekki á hverjum degi sem stofnuð eru ný fyrirtæki í litlum bæ eins og Skagaströnd. Það vek- ur því ávallt gleði og eftirvæntingu hjá íbúunum þegar það gerist. Eitt slíkt var opnað með pomp og pragt 10. janúar með fjölmennri gesta- móttöku og kynningu þó það hafi reyndar hafið störf viku fyrr. Um er að ræða bókhalds- og ráðgjafarfyrirtækið Lausnamið sem byrjar með tvo starfsmenn. Fyrirtækið er í eigu Erlu Jóns- dóttur sem hefur mikla reynslu á því sviði sem fyrirtækið ætlar að starfa á. Þar verður boðið upp á al- menna bókhaldsþjónustu í víðtæk- asta skilningi og rekstrarráðgjöf auk þess að bjóða ráðgjöf og jafn- vel umsjón á sviði gæðamála fyrir- tækja. Alhliða rekstrarþjónusta Erla, sem er menntaður rekstrarfræðingur úr Háskólanum á Akureyri, kom til starfa hjá Skagstrendingi hf. sem yfirbókari fyrir allmörgum árum en gerðist svo fjármálastjóri þar. Þegar Skagstrendingur sameinaðist Fisk Seafood á Sauðárkróki fylgdi Erla með og tók að sér fjármálastjórn Fisk samstæðunnar, sem þá rak nokkra togara og landvinnslur í fiski og rækju. Nýverið lét Erla af störfum hjá Fisk Seafood og stofn- aði Lausnamið í framhaldi af því. Hún hefur gert samstarfssamning við Enor endurskoðunarfyrirtækið á Akureyri og getur því boðið upp á löggilta endurskoðun. Erla nýtur greinilega trausts í fjármálageiranum því hún er stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Stapa og er einnig í stjórn Lands- samtaka lífeyrissjóða á Íslandi. Með Erlu hjá Lausnamiði starfar Sigríður Gestsdóttir, sem er viður- kenndur bókari og hefur langa reynslu af bókhaldi. Nýtt fyrirtæki á Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Nýtt fyrirtæki Erla Jónsdóttir og Sigríður Gestsdóttir við opnunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.