Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 37

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 MO RGU N F U N D U R I S AV I A FA R Þ E G A S PÁ K E F L AV Í K U R F LU GVA L L A R 2 0 1 9 Isavia boðar til morgunfundar þann 29. janúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30. Á fundinum verður farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 kynnt og rætt um mikilvægi flugvallarins, flugrekstrar og öflugs samstarfs í íslensku efnahagslífi. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Skráning fer fram á www.isavia.is/morgunfundur Dagskrá — Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, setur fundinn F A R Þ E G A S PÁ 2 0 1 9 — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli STERKARI SAMAN — Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu FYRIRSPURNIR ÚR SAL Fundarstjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. SKRÁNING ISAVIA . IS/MORGUNFUNDUR HILTON REYK JAVÍK NORDICA 29. JANÚAR KL . 8 .30 Útlendingastofnun hefur bætt Mol- dóvu á lista sinn yfir örugg upp- runaríki. Þetta kemur fram á vef- síðu stofnunarinnar. Þar segir að Moldóva sé aðili að öllum helstu al- þjóðasamningum um vernd mann- réttinda eins og t.d. Genfar- sáttmálanum, Mannréttindasátt- mála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi og samningi SÞ gegn pynd- ingum og annarri grimmilegri með- ferð. Þá séu mannréttindi almennt virt í Moldóvu og ekki séu stund- aðar þar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Á vefsíðunni segir að Útlendinga- stofnun hafi kannað aðstæður í Moldóvu og fyrir liggi að allar for- sendur séu fyrir hendi til að skil- greina landið sem öruggt upp- runaríki. Þar segir einnig að þó að umsækjandi komi frá öruggu upp- runaríki þýði það ekki að umsókn hans verði sjálfkrafa synjað. Moldóva á lista yfir örugg ríki  Aðili að mannrétt- indasamningum Útlendingastofnun Moldóva hefur nú bæst á lista öruggra ríkja. Meirihluti svarenda í viðhorfs- könnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Í könnuninni kemur einnig fram að 53% að- spurðra telja sig sem ökumenn verða fyrir mestri truflun í umferð- inni af völdum farsímanotkunar annarra ökumanna. Þá sögðu allir aðspurðir það hættulegt að skrifa skilaboð á far- síma meðan á akstri stendur. 25% viðurkenndu engu að síður að hafa gert það, töluvert hefur þó fækkað í þeim hópi sem sagðist sekur um þetta, en árið áður voru þar 33% að- spurðra. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus, í fjórða sinn. Að þessu sinni er lögð áhersla á þær áhættur sem við tökum í lífinu. Segir í fréttatilkynningu frá þess- um félögum, að það sé aldrei áhætt- unnar virði að nota farsíma eða annars konar snjalltæki undir stýri. Í Bandaríkjunum sé talið að 25% allra bílslysa verði af völdum notk- unar farsíma og engin ástæða til að telja að ástandið sé betra hér á landi. Fram kemur að í herferðinni tengist fólk með Instagram- reikningi sínum en gervigreind hafi í samstarfi við Google verið notuð til að sérsníða sögulínu að lífsstíl hvers og eins. Þannig fái notandinn upp sögu sem tengist vináttu, fjöl- skyldu, gæludýrum eða ferðalög- um, allt eftir því hvað er mest áber- andi í hans „samfélagsmiðlasjálfi“. Farsímanotkun hættuleg Ljósmynd/Thinkstock.com Hætta Fólk gerir sér grein fyrir að notkun farsíma undir stýri er hættuleg  Margir viðurkenna að hafa sent SMS undir stýri Tvö tilboð bárust í smíði nýbygg- ingar fyrir Byggðastofnun á Sauðár- króki, en tilboðin voru opnuð á þriðjudaginn. Friðrik Jónsson ehf. bauð 568.864.075 kr. sem var nánast sama tala og kostnaðaráætlunin, sem var 568.771.490 kr. K-TAK ehf. bauð 575.179.623 kr. Framkvæmdasýsla ríkisins yfirfer nú tilboðin. Hið nýja hús Byggðastofnunar mun standa í Sauðármýri 2 á Sauð- árkróki. Byggingin verður 998 fer- metrar á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. sisi@mbl.is Tvö tilboð í nýbyggingu Byggðastofnun Hin nýja bygging.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.