Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 MO RGU N F U N D U R I S AV I A FA R Þ E G A S PÁ K E F L AV Í K U R F LU GVA L L A R 2 0 1 9 Isavia boðar til morgunfundar þann 29. janúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30. Á fundinum verður farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 kynnt og rætt um mikilvægi flugvallarins, flugrekstrar og öflugs samstarfs í íslensku efnahagslífi. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Skráning fer fram á www.isavia.is/morgunfundur Dagskrá — Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, setur fundinn F A R Þ E G A S PÁ 2 0 1 9 — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli STERKARI SAMAN — Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu FYRIRSPURNIR ÚR SAL Fundarstjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. SKRÁNING ISAVIA . IS/MORGUNFUNDUR HILTON REYK JAVÍK NORDICA 29. JANÚAR KL . 8 .30 Útlendingastofnun hefur bætt Mol- dóvu á lista sinn yfir örugg upp- runaríki. Þetta kemur fram á vef- síðu stofnunarinnar. Þar segir að Moldóva sé aðili að öllum helstu al- þjóðasamningum um vernd mann- réttinda eins og t.d. Genfar- sáttmálanum, Mannréttindasátt- mála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi og samningi SÞ gegn pynd- ingum og annarri grimmilegri með- ferð. Þá séu mannréttindi almennt virt í Moldóvu og ekki séu stund- aðar þar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Á vefsíðunni segir að Útlendinga- stofnun hafi kannað aðstæður í Moldóvu og fyrir liggi að allar for- sendur séu fyrir hendi til að skil- greina landið sem öruggt upp- runaríki. Þar segir einnig að þó að umsækjandi komi frá öruggu upp- runaríki þýði það ekki að umsókn hans verði sjálfkrafa synjað. Moldóva á lista yfir örugg ríki  Aðili að mannrétt- indasamningum Útlendingastofnun Moldóva hefur nú bæst á lista öruggra ríkja. Meirihluti svarenda í viðhorfs- könnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Í könnuninni kemur einnig fram að 53% að- spurðra telja sig sem ökumenn verða fyrir mestri truflun í umferð- inni af völdum farsímanotkunar annarra ökumanna. Þá sögðu allir aðspurðir það hættulegt að skrifa skilaboð á far- síma meðan á akstri stendur. 25% viðurkenndu engu að síður að hafa gert það, töluvert hefur þó fækkað í þeim hópi sem sagðist sekur um þetta, en árið áður voru þar 33% að- spurðra. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus, í fjórða sinn. Að þessu sinni er lögð áhersla á þær áhættur sem við tökum í lífinu. Segir í fréttatilkynningu frá þess- um félögum, að það sé aldrei áhætt- unnar virði að nota farsíma eða annars konar snjalltæki undir stýri. Í Bandaríkjunum sé talið að 25% allra bílslysa verði af völdum notk- unar farsíma og engin ástæða til að telja að ástandið sé betra hér á landi. Fram kemur að í herferðinni tengist fólk með Instagram- reikningi sínum en gervigreind hafi í samstarfi við Google verið notuð til að sérsníða sögulínu að lífsstíl hvers og eins. Þannig fái notandinn upp sögu sem tengist vináttu, fjöl- skyldu, gæludýrum eða ferðalög- um, allt eftir því hvað er mest áber- andi í hans „samfélagsmiðlasjálfi“. Farsímanotkun hættuleg Ljósmynd/Thinkstock.com Hætta Fólk gerir sér grein fyrir að notkun farsíma undir stýri er hættuleg  Margir viðurkenna að hafa sent SMS undir stýri Tvö tilboð bárust í smíði nýbygg- ingar fyrir Byggðastofnun á Sauðár- króki, en tilboðin voru opnuð á þriðjudaginn. Friðrik Jónsson ehf. bauð 568.864.075 kr. sem var nánast sama tala og kostnaðaráætlunin, sem var 568.771.490 kr. K-TAK ehf. bauð 575.179.623 kr. Framkvæmdasýsla ríkisins yfirfer nú tilboðin. Hið nýja hús Byggðastofnunar mun standa í Sauðármýri 2 á Sauð- árkróki. Byggingin verður 998 fer- metrar á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. sisi@mbl.is Tvö tilboð í nýbyggingu Byggðastofnun Hin nýja bygging.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.