Hugrún - 01.05.1924, Side 4

Hugrún - 01.05.1924, Side 4
34 [Hugrún] Aldir tímans bylgja brýtur; bráðum kveður þetta ár. Og á ný skal áfram haldið út í lífsins bros og tár. Nýjar skulu fórnir færðar, fegri sigrum reynt að ná. — Ljúfar vonir lifna’ og deyja, líkt og sumarblómin smá. Ei skal týndu gullin gráta, gefur lífið sífelt ný. J?að er hreysti og þróttur fólginn þessum köldu dögum í. Og að liðnum vetri vekur vorið nýja, glaða þrá. Vonir, sem að urðu úti, aftur munu lifna þá. Rökkurtjaldið hátt á himni heiðríkjunni lyftist frá. Milli dökkra skýjaskafla skína stjömuaugun blá. þar er norðurljósa leiftrum letrað himneskt fréttablað; orðsending frá æðri jörð. — En enginn getur lesið það. þarna í blámafölum fjarska fjöldi bygðra heima er, þar sem eilíf þróun leitar þroskans hæða, eins og hér.

x

Hugrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.