Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 5
[Hugrún]
35
— Geislar mánans gegnum skýin
glampa slá á dökkan fjörð. —
Sjálfir gerum vér að víti
vora litlu, fögru jörð.
Illa notast okkur vitið;
æfð og framkvæmd banaráð,
og í kirkjum klerkar veita
af kærleiksbarmi drottins náð.
Marga veika vesalinga
vantar hita, klæði’ og brauð.
Meðan ýmsa ofát drepur,
aðrir líða sára nauð.
J>ó er lífið fult af fegurð,
fyrir hverja skygna sál.
Ljómar bak við öskuauðnir
ódauðleikans Vestubál.
Vó að margar vonir visni,
vænginn lami æfiþraut,
þroskaleiðin upp mót eilífð,
altaf verður (sigurbraut.
Mikla blinda kristna kirkja,
kenning þín er galli sýrð;
ákveður þú einum glötun,
öðrum himnaríkis dýrð.
Kenn ei heiðnar lygaleifar;
ljós í hverjum skugga býr.
Cdauðlega sál mót sólu
sífelt æðri máttur knýr.