Hugrún - 01.05.1924, Síða 7

Hugrún - 01.05.1924, Síða 7
]Hugrún] 37 Æfintýri þjófsins. (Frönsk saga). Niðurl. „Provence“ nálgaðist nú óðum ákvörðunar- staðinn. Við Nelly vorum æfinlega saman; ferðin varð okkur að yndislegu æfintýri. Það var áliðið dags þegar við komum í höfn. Skipið lagðist hægt og þunglamalega að hafnarbakk- anum; landgöngubrúin var leyst og farþegarnir byrj- uðu að týnast í land. í landi stóð lágur, þeldökkur maður og athug- aði sérhvern er gekk yfir brúna. Uti á skipinu var nafni hans hvíslað frá manni til manns. Það var franski leynilögreglumaðurinn sem hafði svarið að ná hinum alkunna Arseni Lupin. Við Nelly urðum síðbúin, við athuguðum með gaumgæfni þegar Rozaine gekk í land; okkur til mikillar undrunar leit franski leynilögreglumaðurinn varla við honum. Hver gat það þá verið? Við Nelly gengum út á landgangsbrúna. Eg bar stóru ferðatöskuna hennar; hún hélt á myndavélinni minni í staðinn. Eg hraðaði mér í land. Um leið og eg stökk ofan af brúnni var slegið með staf á hægri handlegg- inn á mér. Eg hljóðaði af sársauka og leit upp. Franski leynilögreglumaðurinn stóð fyrir fram- an mig.

x

Hugrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.