Hugrún - 01.05.1924, Síða 10

Hugrún - 01.05.1924, Síða 10
40 [Hugrún] samræmi. Og augun, — ást, hatur, háð og blíða, ástríður; alt var það sameinað í dökku djúpi þeirra. Eg hafði numið staðar. „Ertu að sofna!“ sagði Siggi önugur. Eg sagði eitthvað til að gera hann rólegan og ætlaði að halda áfram að horfa á hana. En hún var horfin. „Það er í þriðja skifti sem við mætum henni í kvöld; hver er hún eiginlega?“ „Vertu ekki að hugsa um hana, hún er allra vinur, skuggabarn.“ — Allra vinur! Mikið fjandi gat Siggi verið undarlegur þetta kvöld. Mér varð litið til hans; voru þetta tár? Veðrið fór versnandi. Eg hraðaði göngunni. Vesalings Siggi. Hann var ósköp dapur þessa daga. — Mér datt í hug unnustan hans, lítil ljós- hærð stúlka með hlæjandi augu. Nú voru þau ekki lengur saman, það var sagt að hann hefði svikið hana. — Svikið! Það var þó ólíkt Sigga. „Siggi, — við erum vinir — viltu segja mér eitt“. — Þögn. — „Hvers vegna yfirgafst þú hana“. Ekkert svar. 0, hvað veðrið gat verið leiðinlegt, hvílíkur barnaskapur að fara nokkuð út, en það var nú Sig- urði að kenna. Hann var herbergisfélagi minn og vinur. Svo vorum við nú bráðum komnir heim aftur. Göturnar voru orðnar að smáfljótum. Vatnið hafði runnið inn í stígvélin mín í einum pollinum; eg fann kuldan seitla eftir æðunum.

x

Hugrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.