Hugrún - 01.05.1924, Side 11
[Hugrún]
41
Hún, sem reikaði um göturnar í þessu voðalega
veðri ein og þögul, falleg og dularfull, eins og draum-
ar skáldanna. — Hver var hún; það var svo undar-
legt að vita hana eina í þessu myrkri.
„Við skulum ganga dálítið hraðara, Siggi“.
Við vorum komnir í rúmið og ljósið dáið.
Eg hlustaði á regnið sem draup niður á þakið.
— Inni var þögull friður.
Þegar stormurinn æðir og óveðrið þekjuna lemur;
ómurinn hvíslar í rökkrinu dapur og blíður,
þá hljóðnar í sál minni, kyrð á hafrótið kemur.
Nei, yrkja núna, það kom ekki til nokkurra
mála.
En það var svo rólegt að liggja undir hlýju
teppinu og finna ylinn og friðinn. Regnið og storm-
urinn fyrir utan gerði það enn indælla.
Skyldi hún líka vera komin heim, eða átti hún
hvergi heima, var hún enn úti í svarta myrkrinu.
— Hvað hún var indæl, — indæl.
Eg var alveg að sofna.
„Hvers vegna eg yfirgaf hanau.
Eg hafði haldið að Siggi væri sofnaður, mikið
skelfing var röddin hans döpur.
„Segðu mér það heldur seinna, Siggi minn.“
En Siggi hélt áfram:
„Það var af því eg elskaði hana of mikið. Það
var svo sárt að hún skyldi vera allra vinur, eins og
hún, sem við mættum áðan. En eg vissi það ekki
fyr en of seint.u